Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. apríl 2016 21:56 Ákveðið hefur verið að halda Söngkeppni framhaldsskólanna á Norður- og Austurlandi og fer hún fram næsta laugardag. Eins og kunnugt er var Söngkeppni framhaldsskólanna haldin síðastliðinn laugardag en sjö skólar af Norður- og Austurlandi drógu sig úr þeirri keppni vegna þess að nemendurnir töldu fyrirkomulagið valda því að kostnaðurinn við þátttöku framhaldsskólanna yrði alltof hár. Ákvörðun um að kýla á að halda sérstaka keppni fyrir þá skóla var tekin í byrjun marsmánaðar og því mátti hafa hraðar hendur við skipulagningu. „Þetta hefur gengið alveg fáránlega vel,“ segir Helgi Steinar Halldórsson sem aðstoðað hefur nemendafélögin við skipulagningu keppninnar. Hann starfar fyrir Exton tækjaleigu og hefur verið viðloðinn viðburði á vegum nemendafélaga menntaskóla á Norður- og Austurlandi í þó nokkurn tíma. „Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt.“Sjá einnig: Sex skólar draga sig úr Söngkeppni framhaldsskólanna og skoða það að halda sína eigin keppniVerkmenntaskólinn á Akureyri hefur átt farsæla keppendur í Söngkeppni framhaldsskólanna, til dæmis Eyþór Inga Gunnlaugsson.VísirKeppnin verður haldin í Menningarhúsinu Hofi og eru miðar komnir í almenna sölu. „Það eru 509 miðar í boði,“ segir Helgi Steinar og bætir því við að hægt sé að kaupa miða í versluninni Imperial Glerártorgi en einnig verði hægt að kaupa miða við hurð. Skólarnir sem um ræðir eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbreytaskóli Norðurlands Vestra, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Framhaldsskólinn á Laugum, Verkmenntaskóli Austurlands og Framhaldsskólinn á Húsavík. Hver og einn mætir til leiks með tvö atriði fyrir utan Menntaskólann á Tröllaskaga sem kemur með eitt. „Við vildum hafa fleiri lög í keppninni, til þess að lengja hana og gera meira úr þessu. Þannig að fyrsta sætið úr öllum undankeppnum í skólunum mætir og svo annað eða þriðja sætið eftir því hvor flytjandinn kemst.“ Standa með ákvörðun sinni Forsvarsmenn nemendafélaga í fyrrgreindum skólum eru ánægðir með ákvörðun sína. Formaður Þórdunu, nemendafélags Verkmenntaskólans á Akureyri, segist standa fastur á sínu gagnvart SÍF, Sambandi íslenskra framhaldsskóla, sem hefur staðið að skipulagningu Söngkeppninnar undanfarin ár. „Þau sættu sig alveg við þetta að lokum. Þau skilja fullkomlega ákvörðun okkar núna en voru alveg rosalega ósátt fyrst,“ útskýrir Stefán Jón Pétursson formaður Þórdunu. Hann telur að gera þurfi miklar breytingar á skipulagningu Söngkeppni framhaldsskólanna. „Með núverandi fyrirkomulagi er þetta dauðadæmt dæmi. Bara miðað við kostnaðinn og hversu margir horfa á keppnina. Þetta bara rugl.“ Stefán Jón viðurkennir að hann hefði viljað fá meiri tíma heldur en einn og hálfan mánuð til þess að skipuleggja Söngkeppni framhaldsskólanna á Norður- og Austurlandi. „En það hefur gengið rosalega vel miðað við fyrirvarann.“ Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Stefnt að annarri söngkeppni sem færi fram í Hofi "Okkar markmið er að endurvekja stemninguna sem fylgdi Söngkeppninni áður,“ segir inspector MA. 26. febrúar 2016 18:49 Menntaskólinn við Hamrahlíð vann Söngkeppni framhaldsskólanna Hljómsveitin Náttsól flutti lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 9. apríl 2016 22:29 Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 12. apríl 2016 08:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Ákveðið hefur verið að halda Söngkeppni framhaldsskólanna á Norður- og Austurlandi og fer hún fram næsta laugardag. Eins og kunnugt er var Söngkeppni framhaldsskólanna haldin síðastliðinn laugardag en sjö skólar af Norður- og Austurlandi drógu sig úr þeirri keppni vegna þess að nemendurnir töldu fyrirkomulagið valda því að kostnaðurinn við þátttöku framhaldsskólanna yrði alltof hár. Ákvörðun um að kýla á að halda sérstaka keppni fyrir þá skóla var tekin í byrjun marsmánaðar og því mátti hafa hraðar hendur við skipulagningu. „Þetta hefur gengið alveg fáránlega vel,“ segir Helgi Steinar Halldórsson sem aðstoðað hefur nemendafélögin við skipulagningu keppninnar. Hann starfar fyrir Exton tækjaleigu og hefur verið viðloðinn viðburði á vegum nemendafélaga menntaskóla á Norður- og Austurlandi í þó nokkurn tíma. „Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt.“Sjá einnig: Sex skólar draga sig úr Söngkeppni framhaldsskólanna og skoða það að halda sína eigin keppniVerkmenntaskólinn á Akureyri hefur átt farsæla keppendur í Söngkeppni framhaldsskólanna, til dæmis Eyþór Inga Gunnlaugsson.VísirKeppnin verður haldin í Menningarhúsinu Hofi og eru miðar komnir í almenna sölu. „Það eru 509 miðar í boði,“ segir Helgi Steinar og bætir því við að hægt sé að kaupa miða í versluninni Imperial Glerártorgi en einnig verði hægt að kaupa miða við hurð. Skólarnir sem um ræðir eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbreytaskóli Norðurlands Vestra, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Framhaldsskólinn á Laugum, Verkmenntaskóli Austurlands og Framhaldsskólinn á Húsavík. Hver og einn mætir til leiks með tvö atriði fyrir utan Menntaskólann á Tröllaskaga sem kemur með eitt. „Við vildum hafa fleiri lög í keppninni, til þess að lengja hana og gera meira úr þessu. Þannig að fyrsta sætið úr öllum undankeppnum í skólunum mætir og svo annað eða þriðja sætið eftir því hvor flytjandinn kemst.“ Standa með ákvörðun sinni Forsvarsmenn nemendafélaga í fyrrgreindum skólum eru ánægðir með ákvörðun sína. Formaður Þórdunu, nemendafélags Verkmenntaskólans á Akureyri, segist standa fastur á sínu gagnvart SÍF, Sambandi íslenskra framhaldsskóla, sem hefur staðið að skipulagningu Söngkeppninnar undanfarin ár. „Þau sættu sig alveg við þetta að lokum. Þau skilja fullkomlega ákvörðun okkar núna en voru alveg rosalega ósátt fyrst,“ útskýrir Stefán Jón Pétursson formaður Þórdunu. Hann telur að gera þurfi miklar breytingar á skipulagningu Söngkeppni framhaldsskólanna. „Með núverandi fyrirkomulagi er þetta dauðadæmt dæmi. Bara miðað við kostnaðinn og hversu margir horfa á keppnina. Þetta bara rugl.“ Stefán Jón viðurkennir að hann hefði viljað fá meiri tíma heldur en einn og hálfan mánuð til þess að skipuleggja Söngkeppni framhaldsskólanna á Norður- og Austurlandi. „En það hefur gengið rosalega vel miðað við fyrirvarann.“
Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Stefnt að annarri söngkeppni sem færi fram í Hofi "Okkar markmið er að endurvekja stemninguna sem fylgdi Söngkeppninni áður,“ segir inspector MA. 26. febrúar 2016 18:49 Menntaskólinn við Hamrahlíð vann Söngkeppni framhaldsskólanna Hljómsveitin Náttsól flutti lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 9. apríl 2016 22:29 Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 12. apríl 2016 08:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Stefnt að annarri söngkeppni sem færi fram í Hofi "Okkar markmið er að endurvekja stemninguna sem fylgdi Söngkeppninni áður,“ segir inspector MA. 26. febrúar 2016 18:49
Menntaskólinn við Hamrahlíð vann Söngkeppni framhaldsskólanna Hljómsveitin Náttsól flutti lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 9. apríl 2016 22:29
Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 12. apríl 2016 08:00