Búist við frekari seinkunum á Keflavíkurflugvelli í dag sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2016 08:44 Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur staðið yfir frá 6. apríl. vísir/gva Unnið er að því að koma flugumferð í samt horf eftir að Keflavíkurflugvelli var lokað í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að búast megi við frekari seinkunum í dag. „Það er möguleiki á einhverjum seinkunum á þessum ferðum sem urðu fyrir áhrifum af þessu yfirvinnubanni. Það er þétt dagskrá hjá þeim vélum en flugfélögin gera sitt besta til þess að ná upp réttri áætlun á sem stystum tíma,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Ekkert var lent á Keflavíkurflugvelli á milli klukkan níu í gærkvöldi og til klukkan sjö í morgun. Það hafði áhrif á um tuttugu og fjórar flugferðir um völlin en fyrsta vélin lenti klukkan sjö. „Þetta hefur allt saman gengið rosalega vel. Strax eina mínútu yfir sjö fór allt á fullt þegar morgunvaktin kom og það hafa allir lagt á eitt að láta þetta ganga sem hraðast fyrir sig,“ útskýrir Guðni. Tveimur ferðum flugfélagsins Air Berlin var aflýst vegna yfirvinnubannsins og flugvél frá Icelandair lenti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna þessa. Guðni segir það eflaust eiga eftir að taka einhvern tíma að koma öllu í samt lag. Alls eru 29 flugferðir á áætlun á Keflavíkurflugvelli á milli klukkan 7 og 8.30. „Vélarnar eru að komast út núna ein af annarri. Þetta eru töluverðar seinkanir bæði inn á völlunn og frá og flugfélögin verða eflaust einhvern tíma að ná að leiðrétta þær. En það hefur gengið ótrúlega vel að afgreiða þennan mikla fjölda sem þarna er.“ Yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi 6. apríl síðastliðinn. Lítið hefur miðað í samningaviðræðum þeirra við Isavia og hafa þeir boðað til þjálfunarbanns frá og með 6. maí næstkomandi. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Veruleg röskun á flugi Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra féll áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll niður frá níu í gærkvöldi til sjö í morgun. Vilja kjarabætur umfram SALEK. 29. apríl 2016 07:00 Áhyggjufull vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra Samtök ferðaþjónustunnar segja það óásættanlegt að ferðaþjónustunni sé stefnt í hættu með yfirvinnubanni flugumferðarstjóra. 28. apríl 2016 20:13 Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Unnið er að því að koma flugumferð í samt horf eftir að Keflavíkurflugvelli var lokað í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að búast megi við frekari seinkunum í dag. „Það er möguleiki á einhverjum seinkunum á þessum ferðum sem urðu fyrir áhrifum af þessu yfirvinnubanni. Það er þétt dagskrá hjá þeim vélum en flugfélögin gera sitt besta til þess að ná upp réttri áætlun á sem stystum tíma,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Ekkert var lent á Keflavíkurflugvelli á milli klukkan níu í gærkvöldi og til klukkan sjö í morgun. Það hafði áhrif á um tuttugu og fjórar flugferðir um völlin en fyrsta vélin lenti klukkan sjö. „Þetta hefur allt saman gengið rosalega vel. Strax eina mínútu yfir sjö fór allt á fullt þegar morgunvaktin kom og það hafa allir lagt á eitt að láta þetta ganga sem hraðast fyrir sig,“ útskýrir Guðni. Tveimur ferðum flugfélagsins Air Berlin var aflýst vegna yfirvinnubannsins og flugvél frá Icelandair lenti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna þessa. Guðni segir það eflaust eiga eftir að taka einhvern tíma að koma öllu í samt lag. Alls eru 29 flugferðir á áætlun á Keflavíkurflugvelli á milli klukkan 7 og 8.30. „Vélarnar eru að komast út núna ein af annarri. Þetta eru töluverðar seinkanir bæði inn á völlunn og frá og flugfélögin verða eflaust einhvern tíma að ná að leiðrétta þær. En það hefur gengið ótrúlega vel að afgreiða þennan mikla fjölda sem þarna er.“ Yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi 6. apríl síðastliðinn. Lítið hefur miðað í samningaviðræðum þeirra við Isavia og hafa þeir boðað til þjálfunarbanns frá og með 6. maí næstkomandi.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Veruleg röskun á flugi Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra féll áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll niður frá níu í gærkvöldi til sjö í morgun. Vilja kjarabætur umfram SALEK. 29. apríl 2016 07:00 Áhyggjufull vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra Samtök ferðaþjónustunnar segja það óásættanlegt að ferðaþjónustunni sé stefnt í hættu með yfirvinnubanni flugumferðarstjóra. 28. apríl 2016 20:13 Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Veruleg röskun á flugi Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra féll áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll niður frá níu í gærkvöldi til sjö í morgun. Vilja kjarabætur umfram SALEK. 29. apríl 2016 07:00
Áhyggjufull vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra Samtök ferðaþjónustunnar segja það óásættanlegt að ferðaþjónustunni sé stefnt í hættu með yfirvinnubanni flugumferðarstjóra. 28. apríl 2016 20:13
Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04