„Þegar Ólafur sagði "no, no, no, no“ heyrði ég "yes, yes, yes““ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. apríl 2016 22:50 „Þegar Ólafur Ragnar sagði „no, no, no, no“ á CNN þá heyrði ég bara „yes, yes, yes and you won‘t find it,“ sagði forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Greint var frá því í Reykjavík Grapevine og Kjaranum í gær að fjölskylda Dorritar Moussiaeff, eiginkonu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands, ætti félagið Lasca Finance Limited á Bresku jómfrúaeyjum. Forsetinn hafði áður staðfastlega neitað því að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum aflandsfélögum. Gögnin sem fréttin var unnin upp úr bárust fyrrnefndum fjölmiðlum frá Ástþóri. „Þegar forsetafrúin segir að hún hafi fært lögheimilið sitt til að taka við aldagömlu fjölskyldufyrirtæki þá er það lygi. Fyrirtækið var stofnað árið 1963,“ sagði Ástþór. Í viðtalinu nefndi Ástþór til sögunnar bókina Unholy Business eftir Ninu Burleigh. Bókin kom út árið 2009. „Það eru til tvær sögur af því hvernig Shlomo Moussaieff [faðir Dorritar] áskotnaðist auður sinn og það veltur á því hvort fólki líkar maðurinn eður ei hvora söguna það segir,“ segir meðal annars í bókinni. Í viðtalinu rekur Ástþór hluti sem koma fram í bókinni. Þar segir hann meðal annars að demantar úr verslunShlomo Moussaieff séu notaðir sem gjaldmiðill í vændiskaupum olíufursta og að hann hafi þurft að flýja Ísrael vegna ítrekaðra afbrota. „Hún [Dorrit] er að blekkja þjóðina því hún er með í vasanum, í einhverri hirslu, einhverri skúffu, hálsmen og stein sem pabbi hennar gaf henni og verðmæti hans er upp á milljarða. Þessi færanlegi auður hennar færi beint undir auðlegðarskatt hér á Íslandi. [...] Pabbi hennar flúði lögregluna í Ísrael árið 1963 og fyrir þremur árum þá flúði forsetafrú Íslands skattinn á Íslandi,“ segir Ástþór. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mörgum spurningum enn ósvarað um Dorrit, lögheimilið og aflandsfélagið Kastljósið hefur beinst að forsetahjónunum að undanförnu eftir að í ljós kom að Moussaieff fjölskyldan tengist félagi á aflandseyju. 26. apríl 2016 16:30 Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sjá meira
„Þegar Ólafur Ragnar sagði „no, no, no, no“ á CNN þá heyrði ég bara „yes, yes, yes and you won‘t find it,“ sagði forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Greint var frá því í Reykjavík Grapevine og Kjaranum í gær að fjölskylda Dorritar Moussiaeff, eiginkonu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands, ætti félagið Lasca Finance Limited á Bresku jómfrúaeyjum. Forsetinn hafði áður staðfastlega neitað því að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum aflandsfélögum. Gögnin sem fréttin var unnin upp úr bárust fyrrnefndum fjölmiðlum frá Ástþóri. „Þegar forsetafrúin segir að hún hafi fært lögheimilið sitt til að taka við aldagömlu fjölskyldufyrirtæki þá er það lygi. Fyrirtækið var stofnað árið 1963,“ sagði Ástþór. Í viðtalinu nefndi Ástþór til sögunnar bókina Unholy Business eftir Ninu Burleigh. Bókin kom út árið 2009. „Það eru til tvær sögur af því hvernig Shlomo Moussaieff [faðir Dorritar] áskotnaðist auður sinn og það veltur á því hvort fólki líkar maðurinn eður ei hvora söguna það segir,“ segir meðal annars í bókinni. Í viðtalinu rekur Ástþór hluti sem koma fram í bókinni. Þar segir hann meðal annars að demantar úr verslunShlomo Moussaieff séu notaðir sem gjaldmiðill í vændiskaupum olíufursta og að hann hafi þurft að flýja Ísrael vegna ítrekaðra afbrota. „Hún [Dorrit] er að blekkja þjóðina því hún er með í vasanum, í einhverri hirslu, einhverri skúffu, hálsmen og stein sem pabbi hennar gaf henni og verðmæti hans er upp á milljarða. Þessi færanlegi auður hennar færi beint undir auðlegðarskatt hér á Íslandi. [...] Pabbi hennar flúði lögregluna í Ísrael árið 1963 og fyrir þremur árum þá flúði forsetafrú Íslands skattinn á Íslandi,“ segir Ástþór. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mörgum spurningum enn ósvarað um Dorrit, lögheimilið og aflandsfélagið Kastljósið hefur beinst að forsetahjónunum að undanförnu eftir að í ljós kom að Moussaieff fjölskyldan tengist félagi á aflandseyju. 26. apríl 2016 16:30 Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sjá meira
Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03
Mörgum spurningum enn ósvarað um Dorrit, lögheimilið og aflandsfélagið Kastljósið hefur beinst að forsetahjónunum að undanförnu eftir að í ljós kom að Moussaieff fjölskyldan tengist félagi á aflandseyju. 26. apríl 2016 16:30
Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34