Kári vill að Ólafur Ragnar upplýsi þjóðina um fjármál hans og Dorritar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2016 09:47 Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff vísir/anton brink Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erðagreiningar, kallar eftir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, geri grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum, og þar með töldum eignum eiginkonu hans, Dorritar Moussaieff og fjölskyldu hennar. Segir Kári þetta nauðsynlegt í ljósi þess að Ólafur Ragnar hefur enn á ný boðið sig fram í embætti forseta Íslands en í viðtali við CNN í liðinni viku sagði Ólafur að þau Dorrit tengist ekki aflandsfélögum á nokkurn hátt. Dorrit er hins vegar skráð með lögheimili í Bretlandi sem hefur áhrif á hvernig eignir hennar eru skattlagðar. Að mati Kára virka ekki þær röksemdir að eignir Dorritar séu hennar en ekki Ólafs: „Hún virkaði ekki fyrir Sigmund Davíð og hún mun ekki virka fyrir Ólaf Ragnar. Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar? Eiga þau til dæmis kröfur í föllnu bankanna eða hafa þau tekið stöðu gegn krónunni? Ég er handviss um að svarið við þessum spurningum er nei og að Ólafur Ragnar myndi fullyrða að svo sé en það er hvorki mitt að giska né Ólafs Ragnars að staðhæfa heldur þjóðarinnar að ákvarða eftir að henni hefur verið veittur eðlilegur aðgangur að upplýsingum um fjármál þeirra hjóna,“ segir Kári í grein sinni. Þá segir Kári það jafnframt mikilvægt að Ólafur Ragnar útskýri fyrir þjóðinni hvers vegna „sú ákvörðun var tekin að greið ekki opinber gjöld á Íslandi af þeim eignum sem þau hjón eiga í útlöndum. Þær raddir eru nefnilega háværar sem halda því fram að hún hafi ekki verið tekin með hagsmuni þjóðarinnar í huga heldur hagsmuni Ólafs Ragnars og konu hans.“ Kári telur að samfélagið muni krefjast þess að fá nákvæmar upplýsingar um eigur Ólafs og Dorritar og hvernig þau hafa fjárfest. Þá telur hann einnig að þess verði krafist að þau greiði opinber gjöld af „heila gúmmelaðinu“ hér á landi í staðinn fyrir að borga af eignunum annars staðar. „Ég vona að Ólafur Ragnar sjái hag sinn í því að fara að þessu, vegna þess að annars mun það reynast ómögulegt fyrir okkur aðdáendur hans, fjölmarga, að hjálpa honum að breyta Bessastöðum í elliheimili,“ segir Kári að lokum í greininni. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erðagreiningar, kallar eftir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, geri grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum, og þar með töldum eignum eiginkonu hans, Dorritar Moussaieff og fjölskyldu hennar. Segir Kári þetta nauðsynlegt í ljósi þess að Ólafur Ragnar hefur enn á ný boðið sig fram í embætti forseta Íslands en í viðtali við CNN í liðinni viku sagði Ólafur að þau Dorrit tengist ekki aflandsfélögum á nokkurn hátt. Dorrit er hins vegar skráð með lögheimili í Bretlandi sem hefur áhrif á hvernig eignir hennar eru skattlagðar. Að mati Kára virka ekki þær röksemdir að eignir Dorritar séu hennar en ekki Ólafs: „Hún virkaði ekki fyrir Sigmund Davíð og hún mun ekki virka fyrir Ólaf Ragnar. Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar? Eiga þau til dæmis kröfur í föllnu bankanna eða hafa þau tekið stöðu gegn krónunni? Ég er handviss um að svarið við þessum spurningum er nei og að Ólafur Ragnar myndi fullyrða að svo sé en það er hvorki mitt að giska né Ólafs Ragnars að staðhæfa heldur þjóðarinnar að ákvarða eftir að henni hefur verið veittur eðlilegur aðgangur að upplýsingum um fjármál þeirra hjóna,“ segir Kári í grein sinni. Þá segir Kári það jafnframt mikilvægt að Ólafur Ragnar útskýri fyrir þjóðinni hvers vegna „sú ákvörðun var tekin að greið ekki opinber gjöld á Íslandi af þeim eignum sem þau hjón eiga í útlöndum. Þær raddir eru nefnilega háværar sem halda því fram að hún hafi ekki verið tekin með hagsmuni þjóðarinnar í huga heldur hagsmuni Ólafs Ragnars og konu hans.“ Kári telur að samfélagið muni krefjast þess að fá nákvæmar upplýsingar um eigur Ólafs og Dorritar og hvernig þau hafa fjárfest. Þá telur hann einnig að þess verði krafist að þau greiði opinber gjöld af „heila gúmmelaðinu“ hér á landi í staðinn fyrir að borga af eignunum annars staðar. „Ég vona að Ólafur Ragnar sjái hag sinn í því að fara að þessu, vegna þess að annars mun það reynast ómögulegt fyrir okkur aðdáendur hans, fjölmarga, að hjálpa honum að breyta Bessastöðum í elliheimili,“ segir Kári að lokum í greininni.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?