Lést upp á sviði í miðjum tónleikum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2016 12:20 Hinn litríki tónlistarmaður Papa Wemba féll frá í miðjum tónleikum á dögunum. Vísir/Getty Hinn áhrifamikli tónlistarmaður frá Kongó, Papa Wemba, lést er hann kom fram á tónleikum í Abidjan í Fílabeinaströndinni. Á myndbandi sem birt hefur verið af tónleikunum sést hvernig Wemba fellur niður á sviðið án þess að þeir sem með honum voru á sviði átti sig á því hvað er að gerast. Papa Wemba var einn af vinsælustu tónlistarmönnum Afríku. Frá því að hann hóf feril sinn árið 1969 gaf hann út hvern slagarann á fætur öðrum en Soukous eða Rumba rokk, sú tónlistarstefna sem Wemba aðhylltist varð ein vinsælasta tónlistarstefnan innan Afríku og má ekki síst þakka það framlagi Wemba. Hann hét fullu nafni Jules Shungu Webadio og var tískugoð en og hafði mikil áhrif á hreyfingu sem nefnist Sapeurs. Meðlimir hennar eru gjarnan ungir karlmenn sem eyða miklum fjárhæðum í dýran tískufatnað. Wemba var lítríkur karakter og komst einnig í kast við lögin en árið 2004 var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Frakklandi fyrir hlutverk sitt í að koma innflytjendum ólöglega til Evrópu. Þóttust þeir vera meðlimir í hljómsveit Wemba. Þá mátti hann einnig eitt sinn dúsa í fangelsi í Zaire fyrir að hafa átt í sambandi við dóttur herforingja þar í landi. Hann var 66 ára að aldri en dánarorsök er ókunn. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hinn áhrifamikli tónlistarmaður frá Kongó, Papa Wemba, lést er hann kom fram á tónleikum í Abidjan í Fílabeinaströndinni. Á myndbandi sem birt hefur verið af tónleikunum sést hvernig Wemba fellur niður á sviðið án þess að þeir sem með honum voru á sviði átti sig á því hvað er að gerast. Papa Wemba var einn af vinsælustu tónlistarmönnum Afríku. Frá því að hann hóf feril sinn árið 1969 gaf hann út hvern slagarann á fætur öðrum en Soukous eða Rumba rokk, sú tónlistarstefna sem Wemba aðhylltist varð ein vinsælasta tónlistarstefnan innan Afríku og má ekki síst þakka það framlagi Wemba. Hann hét fullu nafni Jules Shungu Webadio og var tískugoð en og hafði mikil áhrif á hreyfingu sem nefnist Sapeurs. Meðlimir hennar eru gjarnan ungir karlmenn sem eyða miklum fjárhæðum í dýran tískufatnað. Wemba var lítríkur karakter og komst einnig í kast við lögin en árið 2004 var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Frakklandi fyrir hlutverk sitt í að koma innflytjendum ólöglega til Evrópu. Þóttust þeir vera meðlimir í hljómsveit Wemba. Þá mátti hann einnig eitt sinn dúsa í fangelsi í Zaire fyrir að hafa átt í sambandi við dóttur herforingja þar í landi. Hann var 66 ára að aldri en dánarorsök er ókunn.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira