Lést upp á sviði í miðjum tónleikum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2016 12:20 Hinn litríki tónlistarmaður Papa Wemba féll frá í miðjum tónleikum á dögunum. Vísir/Getty Hinn áhrifamikli tónlistarmaður frá Kongó, Papa Wemba, lést er hann kom fram á tónleikum í Abidjan í Fílabeinaströndinni. Á myndbandi sem birt hefur verið af tónleikunum sést hvernig Wemba fellur niður á sviðið án þess að þeir sem með honum voru á sviði átti sig á því hvað er að gerast. Papa Wemba var einn af vinsælustu tónlistarmönnum Afríku. Frá því að hann hóf feril sinn árið 1969 gaf hann út hvern slagarann á fætur öðrum en Soukous eða Rumba rokk, sú tónlistarstefna sem Wemba aðhylltist varð ein vinsælasta tónlistarstefnan innan Afríku og má ekki síst þakka það framlagi Wemba. Hann hét fullu nafni Jules Shungu Webadio og var tískugoð en og hafði mikil áhrif á hreyfingu sem nefnist Sapeurs. Meðlimir hennar eru gjarnan ungir karlmenn sem eyða miklum fjárhæðum í dýran tískufatnað. Wemba var lítríkur karakter og komst einnig í kast við lögin en árið 2004 var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Frakklandi fyrir hlutverk sitt í að koma innflytjendum ólöglega til Evrópu. Þóttust þeir vera meðlimir í hljómsveit Wemba. Þá mátti hann einnig eitt sinn dúsa í fangelsi í Zaire fyrir að hafa átt í sambandi við dóttur herforingja þar í landi. Hann var 66 ára að aldri en dánarorsök er ókunn. Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myrkt ástarljóð til Íslands Menning Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hinn áhrifamikli tónlistarmaður frá Kongó, Papa Wemba, lést er hann kom fram á tónleikum í Abidjan í Fílabeinaströndinni. Á myndbandi sem birt hefur verið af tónleikunum sést hvernig Wemba fellur niður á sviðið án þess að þeir sem með honum voru á sviði átti sig á því hvað er að gerast. Papa Wemba var einn af vinsælustu tónlistarmönnum Afríku. Frá því að hann hóf feril sinn árið 1969 gaf hann út hvern slagarann á fætur öðrum en Soukous eða Rumba rokk, sú tónlistarstefna sem Wemba aðhylltist varð ein vinsælasta tónlistarstefnan innan Afríku og má ekki síst þakka það framlagi Wemba. Hann hét fullu nafni Jules Shungu Webadio og var tískugoð en og hafði mikil áhrif á hreyfingu sem nefnist Sapeurs. Meðlimir hennar eru gjarnan ungir karlmenn sem eyða miklum fjárhæðum í dýran tískufatnað. Wemba var lítríkur karakter og komst einnig í kast við lögin en árið 2004 var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Frakklandi fyrir hlutverk sitt í að koma innflytjendum ólöglega til Evrópu. Þóttust þeir vera meðlimir í hljómsveit Wemba. Þá mátti hann einnig eitt sinn dúsa í fangelsi í Zaire fyrir að hafa átt í sambandi við dóttur herforingja þar í landi. Hann var 66 ára að aldri en dánarorsök er ókunn.
Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myrkt ástarljóð til Íslands Menning Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira