MC Póló krefst diskókúlu Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. apríl 2016 16:18 Svavar Pétur tekur það ekki í mál að koma fram án þess að á staðnum sé diskókúla. Í nýlegri færslu Austurfrétta sem fjallar um gleðskap vegna nýrrar rafstöðvar á Djúpavogi er minnst á dularfullan listamann sem kallar sig MC Póló. Þar á ferð er víst enn eitt hliðarsjálf Svavars Péturs Eysteinssonar, bónda á Karlsstöðum, sem flestir þekkja þó undir listamannanafninu Prins Póló. Svavar var undir feld þegar Vísi náði tali af honum að leggja lokahönd á undirbúningsvinnu fyrir nýja partýljónið sem verður opinberað í nýrri Rafstöð Djúpavogs annað kvöld. „Maður verður að bregða sér í alls kyns kvikindalíki þegar maður er beðinn að takast á við hin ýmsu verkefni. Maður verður að sníða sér stakk eftir vexti,“ segir Svavar um MC Póló og tekur fram að hann verði einn á sviðinu. „Ég bauð mig fram sem til þess að trylla lýðinn í partýinu en það var ekki alveg pláss fyrir Prinsinn.“Aðeins meira en bara plötusnúðurÞetta nýja hliðarsjálf Svavars mun að mestu þeyta skífum en forskeytið MC gefur einnig til kynna að gripið verði í míkrafóninn og jafnvel rappað. „Ég er að hugsa um að spila lög eftir sjálfa mig og aðra og reyna rappa eitthvað ofan á það og á milli laga. Ég ætla að reyna gera eitthvað aðeins meira en að vera bara Dj.“ Í færslu Austurfréttar er gert mikið úr kröfum stjörnubóndans um tækjabúnað fyrir uppákomuna. En hann bað ekki um mikið. „Ég var spurður hvað ég færi fram á að yrði á staðnum og ég bað bara um diskókúlu. Það er eina krafa mín. Það ætti að tryggja stuðið.“ Samkvæmt auglýsingu um viðburðinn verður boðið upp á sígildar gamansögur, klappstóla, saltstangir, gos, rafstöðvarbjór, MC Pólo og diskókúlu. Tónlist Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í nýlegri færslu Austurfrétta sem fjallar um gleðskap vegna nýrrar rafstöðvar á Djúpavogi er minnst á dularfullan listamann sem kallar sig MC Póló. Þar á ferð er víst enn eitt hliðarsjálf Svavars Péturs Eysteinssonar, bónda á Karlsstöðum, sem flestir þekkja þó undir listamannanafninu Prins Póló. Svavar var undir feld þegar Vísi náði tali af honum að leggja lokahönd á undirbúningsvinnu fyrir nýja partýljónið sem verður opinberað í nýrri Rafstöð Djúpavogs annað kvöld. „Maður verður að bregða sér í alls kyns kvikindalíki þegar maður er beðinn að takast á við hin ýmsu verkefni. Maður verður að sníða sér stakk eftir vexti,“ segir Svavar um MC Póló og tekur fram að hann verði einn á sviðinu. „Ég bauð mig fram sem til þess að trylla lýðinn í partýinu en það var ekki alveg pláss fyrir Prinsinn.“Aðeins meira en bara plötusnúðurÞetta nýja hliðarsjálf Svavars mun að mestu þeyta skífum en forskeytið MC gefur einnig til kynna að gripið verði í míkrafóninn og jafnvel rappað. „Ég er að hugsa um að spila lög eftir sjálfa mig og aðra og reyna rappa eitthvað ofan á það og á milli laga. Ég ætla að reyna gera eitthvað aðeins meira en að vera bara Dj.“ Í færslu Austurfréttar er gert mikið úr kröfum stjörnubóndans um tækjabúnað fyrir uppákomuna. En hann bað ekki um mikið. „Ég var spurður hvað ég færi fram á að yrði á staðnum og ég bað bara um diskókúlu. Það er eina krafa mín. Það ætti að tryggja stuðið.“ Samkvæmt auglýsingu um viðburðinn verður boðið upp á sígildar gamansögur, klappstóla, saltstangir, gos, rafstöðvarbjór, MC Pólo og diskókúlu.
Tónlist Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira