Guðni Th. um meintar árásir gegn öðrum frambjóðendum: „Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2016 18:31 „Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar þar sem hann sagði Guðna Th. vera fyrsta forsetaframbjóðandinn sem hafið hafi kosningabaráttu sína á því að ráðast á aðra frambjóðendur. Guðni var gestur í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 og var spurður um þessi ummæli forseta. Vitnaði Guðni þá til frétta af útvarpsviðtali við Ólaf Ragnar frá árinu 2012 þar sem hann hóf kosningabaráttu sína fyrir forsetakosningarnar það ár.Sjá einnig: Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson„„Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi forsetaframboð Þóru Arnórsdóttur harkalega í útvarpsviðtali sem markaði upphaf kosningabaráttu hans,“ fréttir fyrir fjórum árum. Ég er að minnsta kosti ekki fyrsti frambjóðandinn sem gerir þetta sem Ólafur Ragnar ýjaði að í gær. Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum,“ sagði Guðni. Ólafur Ragnar hafði gagnrýnt Guðna fyrir að hefja kosningabaráttu sína á því að ýja að því að aðrir forsetaframbjóðendur ættu að bjóða sig fram til Alþingis, þess efnis væri áhersluatriði þeirra fyrir forsetakosningarnar. Segir Guðni að það sé af og frá að hann hafi ráðist á einhvern. „Ég hef bara ekki ráðist á Andra Snæ og ekki heldur neinn annan sem er í framboði. Ég vakti máls á því til þess að hnykkja á minni sýn á embættið. Að mínu mati mætti líta svo á að þeir sem hefðu ákveðinn og skýran málstað að berjast fyrir ættu allt eins að huga að framboði til Alþingis. Það þýðir alls ekki að það megi ekki, í þessum forsetakosningunum, hampa sínum hugsjónum.“Guðni og Davíð tókust í hendur er þeir hittust fyrir útvarpsþáttinn á Sprengisandi í dag.Jóhann K. JóhannssonReif sig upp gamalt keppnisskapGuðni var spurður að því hvað hefði breyst frá því að hann var gestur Íslands í dag í síðasta mánuði þar sem hann sagði að mikið þyrfti að gerast til þess að hann myndi bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Sagði Guðni hafa metið stöðuna svo að það lögmál að sitjandi forseti ynni alltaf forsetakosningar ætti ef til vill ekki lengur við.Sjá einnig: Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn„Ég vissi að það yrði enginn hægðarleikur að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta og hafa sigur en mér fannst líka að það lögmál að það sitjandi forseti vinni alltaf ætti ekki við. Sitjandi forsetar hafa allir þekkt vitjunartíma sinn,“ sagði Guðni og vitnaði í forsetana Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn. „„Freistaðu ekki þjóðarinnar með þrásetu,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson, „Enginn er ómissandi,“ sagði Kristján Eldjárn. Þeir hættu, þeir létu af embætti. Það hefði enginn boðið sig fram gegn þeim, þannig var helgi embættisins á þeim tíma,“ en Guðni sagði einnig að gamalt keppnisskap hefði gert vart við sig og haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. „Það reif sig upp gamalt keppnisskap. Ég var búinn að taka ákvörðun um að fara fram, hvers vegna ætti ég að láta einhvern annan ákveða fyrir mig hvað ég gerði,“ sagði Guðni.„Nei, nei, nei, nei, nei, nei“ Aflandsfélög tengd Dorritt Moussaieff forsetafrúr og fjölskyldu hennar hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og var Guðni spurður að því hvort hann ætti einhverjar eignir í aflandsfélögum eða skattaskjólum. „Nei,“ var afdráttarlaust svar Guðna sem einnig svaraði því hvort að tengdafjölskylda sín í Kanada tengdust aflandsfélögum eða skattaskjólum. Vitnaði hann þá til ummæla sitjandi forseta í viðtali við CNN þar sem Ólafur Ragnar var spurður um tengsl fjölskyldu sinnar við aflandsfélög. „Þau eru með hobbý-farm fyrir utan Ottawa þar sem meðal annars eru íslenskar kindur. Ég leyfi mér að svara þeirra spurningu sem þú ert að varpa fram hér, eiga þau peninga í skattaskjóli? Nei,nei,nei,nei,nei,nei,“ sagði Guðni.Sjá má viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir ofan. Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
„Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar þar sem hann sagði Guðna Th. vera fyrsta forsetaframbjóðandinn sem hafið hafi kosningabaráttu sína á því að ráðast á aðra frambjóðendur. Guðni var gestur í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 og var spurður um þessi ummæli forseta. Vitnaði Guðni þá til frétta af útvarpsviðtali við Ólaf Ragnar frá árinu 2012 þar sem hann hóf kosningabaráttu sína fyrir forsetakosningarnar það ár.Sjá einnig: Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson„„Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi forsetaframboð Þóru Arnórsdóttur harkalega í útvarpsviðtali sem markaði upphaf kosningabaráttu hans,“ fréttir fyrir fjórum árum. Ég er að minnsta kosti ekki fyrsti frambjóðandinn sem gerir þetta sem Ólafur Ragnar ýjaði að í gær. Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum,“ sagði Guðni. Ólafur Ragnar hafði gagnrýnt Guðna fyrir að hefja kosningabaráttu sína á því að ýja að því að aðrir forsetaframbjóðendur ættu að bjóða sig fram til Alþingis, þess efnis væri áhersluatriði þeirra fyrir forsetakosningarnar. Segir Guðni að það sé af og frá að hann hafi ráðist á einhvern. „Ég hef bara ekki ráðist á Andra Snæ og ekki heldur neinn annan sem er í framboði. Ég vakti máls á því til þess að hnykkja á minni sýn á embættið. Að mínu mati mætti líta svo á að þeir sem hefðu ákveðinn og skýran málstað að berjast fyrir ættu allt eins að huga að framboði til Alþingis. Það þýðir alls ekki að það megi ekki, í þessum forsetakosningunum, hampa sínum hugsjónum.“Guðni og Davíð tókust í hendur er þeir hittust fyrir útvarpsþáttinn á Sprengisandi í dag.Jóhann K. JóhannssonReif sig upp gamalt keppnisskapGuðni var spurður að því hvað hefði breyst frá því að hann var gestur Íslands í dag í síðasta mánuði þar sem hann sagði að mikið þyrfti að gerast til þess að hann myndi bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Sagði Guðni hafa metið stöðuna svo að það lögmál að sitjandi forseti ynni alltaf forsetakosningar ætti ef til vill ekki lengur við.Sjá einnig: Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn„Ég vissi að það yrði enginn hægðarleikur að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta og hafa sigur en mér fannst líka að það lögmál að það sitjandi forseti vinni alltaf ætti ekki við. Sitjandi forsetar hafa allir þekkt vitjunartíma sinn,“ sagði Guðni og vitnaði í forsetana Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn. „„Freistaðu ekki þjóðarinnar með þrásetu,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson, „Enginn er ómissandi,“ sagði Kristján Eldjárn. Þeir hættu, þeir létu af embætti. Það hefði enginn boðið sig fram gegn þeim, þannig var helgi embættisins á þeim tíma,“ en Guðni sagði einnig að gamalt keppnisskap hefði gert vart við sig og haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. „Það reif sig upp gamalt keppnisskap. Ég var búinn að taka ákvörðun um að fara fram, hvers vegna ætti ég að láta einhvern annan ákveða fyrir mig hvað ég gerði,“ sagði Guðni.„Nei, nei, nei, nei, nei, nei“ Aflandsfélög tengd Dorritt Moussaieff forsetafrúr og fjölskyldu hennar hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og var Guðni spurður að því hvort hann ætti einhverjar eignir í aflandsfélögum eða skattaskjólum. „Nei,“ var afdráttarlaust svar Guðna sem einnig svaraði því hvort að tengdafjölskylda sín í Kanada tengdust aflandsfélögum eða skattaskjólum. Vitnaði hann þá til ummæla sitjandi forseta í viðtali við CNN þar sem Ólafur Ragnar var spurður um tengsl fjölskyldu sinnar við aflandsfélög. „Þau eru með hobbý-farm fyrir utan Ottawa þar sem meðal annars eru íslenskar kindur. Ég leyfi mér að svara þeirra spurningu sem þú ert að varpa fram hér, eiga þau peninga í skattaskjóli? Nei,nei,nei,nei,nei,nei,“ sagði Guðni.Sjá má viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir ofan.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23
Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00
Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19