Segir viðbrögð markaðarins öfgafull Sæunn Gísladóttir skrifar 3. maí 2016 14:57 Tim Cook, forstjóri Apple, telur viðbrögð markaðarins við sölusamdrátt hjá fyrirtækinu milli ára hafa verið öfgafull. Þetta sagði hann í viðtali í gærkvöldi.Vísir greindi frá því í síðustu viku að tæknirisinn Apple hefði boðað 13 prósenta samdrátt á tekjum sínum á öðrum fjórðungi reikningsárs fyrirtækisins. Er þessi samdráttur rakinn til minni sölu á iPhone-símum. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2003 sem salan hjá Apple dregst saman.Sjá einnig: Hvað er að gerast hjá Apple?Forsvarsmenn Apple forðast fjölmiðla en Tim Cook samþykkti viðtal við Mad Money á CNBC í gær í ljósi þess að hlutabréf í Apple höfðu lækkað í átta daga í röð, um ellefu prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta kemur fyrir hjá fyrirtækinu síðan árið 1998. Í viðtalinu benti Cook á að fjórðungurinn hefði gengið mjög vel samkvæmt eðlilegum mælikvörðum, hins vegar hefði hann verið undir væntingum markaðsaðila. Cook sagði að Apple væri ekki að minnka í vinsældum meðal viðskiptavina sinna. iPhone eigandi væri mun líklegri til að kaupa sér uppfærðan iPhone en aðra tegund síma þegar hann skiptir um síma. Ef sala á iPhone símum er að dragast saman er þó ljóst að fyrirtækinu vantar aðra söluvöru. Cook sagði að Apple myndi færa neytendum vörur í framtíðinni sem þeir gætu ekki lifað án, hins vegar þekkja neytendur í dag ekki þessar vörur. Hann sagði þetta alltaf hafa verið markmið Apple. Cook telur að Apple Watch muni drífa vöxt hjá fyrirtækinu. Hann benti á að nú væri snjallúrið einungis í sölu í 14 þúsund verslunum og því væru miklir möguleikar á vexti. Tengdar fréttir Milljarðamæringur losar sig við öll bréfin í Apple Milljarðamæringurinn og fjárfestirinn Carl Icahn hefur selt allan hlut sinn í Apple. 29. apríl 2016 10:09 Tekjur Apple dragast saman Í fyrsta skiptið frá árinu 2003. 26. apríl 2016 22:09 Hvað er að gerast hjá Apple? Tekjur drógust saman milli ára hjá Apple í fyrsta sinn í þrettán ár á síðasta ársfjórðungi. Hvað þýðir þetta fyrir fyrirtækið? Hvað er framundan? 27. apríl 2016 15:45 Mest lesið Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tim Cook, forstjóri Apple, telur viðbrögð markaðarins við sölusamdrátt hjá fyrirtækinu milli ára hafa verið öfgafull. Þetta sagði hann í viðtali í gærkvöldi.Vísir greindi frá því í síðustu viku að tæknirisinn Apple hefði boðað 13 prósenta samdrátt á tekjum sínum á öðrum fjórðungi reikningsárs fyrirtækisins. Er þessi samdráttur rakinn til minni sölu á iPhone-símum. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2003 sem salan hjá Apple dregst saman.Sjá einnig: Hvað er að gerast hjá Apple?Forsvarsmenn Apple forðast fjölmiðla en Tim Cook samþykkti viðtal við Mad Money á CNBC í gær í ljósi þess að hlutabréf í Apple höfðu lækkað í átta daga í röð, um ellefu prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta kemur fyrir hjá fyrirtækinu síðan árið 1998. Í viðtalinu benti Cook á að fjórðungurinn hefði gengið mjög vel samkvæmt eðlilegum mælikvörðum, hins vegar hefði hann verið undir væntingum markaðsaðila. Cook sagði að Apple væri ekki að minnka í vinsældum meðal viðskiptavina sinna. iPhone eigandi væri mun líklegri til að kaupa sér uppfærðan iPhone en aðra tegund síma þegar hann skiptir um síma. Ef sala á iPhone símum er að dragast saman er þó ljóst að fyrirtækinu vantar aðra söluvöru. Cook sagði að Apple myndi færa neytendum vörur í framtíðinni sem þeir gætu ekki lifað án, hins vegar þekkja neytendur í dag ekki þessar vörur. Hann sagði þetta alltaf hafa verið markmið Apple. Cook telur að Apple Watch muni drífa vöxt hjá fyrirtækinu. Hann benti á að nú væri snjallúrið einungis í sölu í 14 þúsund verslunum og því væru miklir möguleikar á vexti.
Tengdar fréttir Milljarðamæringur losar sig við öll bréfin í Apple Milljarðamæringurinn og fjárfestirinn Carl Icahn hefur selt allan hlut sinn í Apple. 29. apríl 2016 10:09 Tekjur Apple dragast saman Í fyrsta skiptið frá árinu 2003. 26. apríl 2016 22:09 Hvað er að gerast hjá Apple? Tekjur drógust saman milli ára hjá Apple í fyrsta sinn í þrettán ár á síðasta ársfjórðungi. Hvað þýðir þetta fyrir fyrirtækið? Hvað er framundan? 27. apríl 2016 15:45 Mest lesið Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Milljarðamæringur losar sig við öll bréfin í Apple Milljarðamæringurinn og fjárfestirinn Carl Icahn hefur selt allan hlut sinn í Apple. 29. apríl 2016 10:09
Hvað er að gerast hjá Apple? Tekjur drógust saman milli ára hjá Apple í fyrsta sinn í þrettán ár á síðasta ársfjórðungi. Hvað þýðir þetta fyrir fyrirtækið? Hvað er framundan? 27. apríl 2016 15:45