Guðni Th svarar fyrir sig: „Í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2016 19:00 „Ég geri mér grein fyrir því að í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi. Hann leiðir í skoðanakönnunum fyrir komandi forsetakosningar og hafa aðrir frambjóðendur gagnrýnt hann að undanförnu.Davíð Oddsson var gestur í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag þar sem hann gagnrýndi Guðna Th og sagði Davíð meðal annars að Guðni ætlaði sér að kollvarpa stjórnarskránni. Guðni Th. var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var þar spurður að því hvort hann ætlaði sér að kollvarpa stjórnarskránni.Sjá einnig: Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti„Nei, það er ekki rétt. Ég vil að við lærum af fortíðinni og þess vegna vil ég að því ákvæði verði komið í stjórnarskránna að þjóðin sjálf eigi lokaorðið í stærstu málum,“ segir Guðni sem vill að tilskilinn fjöldi kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta er frekar sakleysilegt og heitir ekki kollvörpun.“Davíð gagnrýndi Guðna um helgina.Fréttablaðið/ErnirEkkert að fela varðandi Icesave Davíð gagnrýndi einnig Guðna fyrir að hafa stutt Icesave-samningana á sínum tíma. Guðni segist hins vegar ekkert hafa að fela þegar kemur að Icesave. „Ég hef aldrei dregið dul á það að ég studdi og samþykkti Icesave III samninginn eins og 40 prósent kjósenda og meginþorri þingmanna, nær allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. Maður hlustaði á rök með og á móti og tók svo sína upplýstu ákvörðun,“ segir Guðni sem bendir á að hann hafi einungis verið fræðimaður á þessum tíma og beri ekki ábyrgð á Icesave eða öðru sem því tengist. „Ég var saklaus sagnfræðingur og ætli menn að finna örlagavalda í þeirri sögu verða menn að leita eitthvert annað,“ segir Guðni.„Við gerum ekki söguna þannig að hún verði eintómar hetjudáðir frá A-Ö.“ Sem fræðimaður hefur Guðni skrifað mikið um þorskastríðin en Davíð sagði Guðna hafa lýst því yfir að þorskastríðið hefði ekki verið nein hetjudáð heldur þjóðsaga og mont. Guðni segir að það sé of djúpt í árinni tekið, þorskastríðinn séu mikilvægasti þátturinn í utanríkisstefnu landsins. Hann hafi hins vegar bent á að hér heima, á meðan þorskastríðunum stóð, hafi þjóðin alls ekki verið sammála um þær aðferðir sem beita skyldi í átökunum við Breta. „Hér heima deildu menn um aðferðir og hnakkrifust jafnvel, skipherrarnir sögðu að ráðherrarnir væru eintómar liðleskjur og gungur. Svo sömdum við stundum. Árið 1961, í fyrsta þorskastríðinu, þegar við færðum út í 12 mílur þá var það Viðreisnarstjórn Ólaf Thors og Bjarna Benediktssonar sem gerði landhelgissamning við Breta. „Mesti landráðarsamningur allra tíma,“ sagði stjórnarandstaðan,“ segir Guðni sem þvertekur fyrir að með þessu sé hann að gera lítið úr þorskastríðunum. „Með þessu er maður ekkert að gera lítið úr hetjum hafsins, köllunum sem ég hef talað svoleiðis margoft við og er heiður af að eiga fyrir vini. Við gerum ekki söguna þannig að hún verði eintómar hetjudáðir frá A-Ö. Allir vita það úr eigin lífi að raunveruleikinn er flóknari en svo,“ segir Guðni.Hlusta má á viðtalið við Guðna Th í heild sinni hér fyrir ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
„Ég geri mér grein fyrir því að í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi. Hann leiðir í skoðanakönnunum fyrir komandi forsetakosningar og hafa aðrir frambjóðendur gagnrýnt hann að undanförnu.Davíð Oddsson var gestur í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag þar sem hann gagnrýndi Guðna Th og sagði Davíð meðal annars að Guðni ætlaði sér að kollvarpa stjórnarskránni. Guðni Th. var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var þar spurður að því hvort hann ætlaði sér að kollvarpa stjórnarskránni.Sjá einnig: Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti„Nei, það er ekki rétt. Ég vil að við lærum af fortíðinni og þess vegna vil ég að því ákvæði verði komið í stjórnarskránna að þjóðin sjálf eigi lokaorðið í stærstu málum,“ segir Guðni sem vill að tilskilinn fjöldi kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta er frekar sakleysilegt og heitir ekki kollvörpun.“Davíð gagnrýndi Guðna um helgina.Fréttablaðið/ErnirEkkert að fela varðandi Icesave Davíð gagnrýndi einnig Guðna fyrir að hafa stutt Icesave-samningana á sínum tíma. Guðni segist hins vegar ekkert hafa að fela þegar kemur að Icesave. „Ég hef aldrei dregið dul á það að ég studdi og samþykkti Icesave III samninginn eins og 40 prósent kjósenda og meginþorri þingmanna, nær allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. Maður hlustaði á rök með og á móti og tók svo sína upplýstu ákvörðun,“ segir Guðni sem bendir á að hann hafi einungis verið fræðimaður á þessum tíma og beri ekki ábyrgð á Icesave eða öðru sem því tengist. „Ég var saklaus sagnfræðingur og ætli menn að finna örlagavalda í þeirri sögu verða menn að leita eitthvert annað,“ segir Guðni.„Við gerum ekki söguna þannig að hún verði eintómar hetjudáðir frá A-Ö.“ Sem fræðimaður hefur Guðni skrifað mikið um þorskastríðin en Davíð sagði Guðna hafa lýst því yfir að þorskastríðið hefði ekki verið nein hetjudáð heldur þjóðsaga og mont. Guðni segir að það sé of djúpt í árinni tekið, þorskastríðinn séu mikilvægasti þátturinn í utanríkisstefnu landsins. Hann hafi hins vegar bent á að hér heima, á meðan þorskastríðunum stóð, hafi þjóðin alls ekki verið sammála um þær aðferðir sem beita skyldi í átökunum við Breta. „Hér heima deildu menn um aðferðir og hnakkrifust jafnvel, skipherrarnir sögðu að ráðherrarnir væru eintómar liðleskjur og gungur. Svo sömdum við stundum. Árið 1961, í fyrsta þorskastríðinu, þegar við færðum út í 12 mílur þá var það Viðreisnarstjórn Ólaf Thors og Bjarna Benediktssonar sem gerði landhelgissamning við Breta. „Mesti landráðarsamningur allra tíma,“ sagði stjórnarandstaðan,“ segir Guðni sem þvertekur fyrir að með þessu sé hann að gera lítið úr þorskastríðunum. „Með þessu er maður ekkert að gera lítið úr hetjum hafsins, köllunum sem ég hef talað svoleiðis margoft við og er heiður af að eiga fyrir vini. Við gerum ekki söguna þannig að hún verði eintómar hetjudáðir frá A-Ö. Allir vita það úr eigin lífi að raunveruleikinn er flóknari en svo,“ segir Guðni.Hlusta má á viðtalið við Guðna Th í heild sinni hér fyrir ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent