Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Jakob Bjarnar skrifar 12. maí 2016 14:40 Davíð Oddsson er að reima á sig kosningaskóna en kosningavélin hikstar óvænt. visir/ernir Töluverður titringur er nú í herbúðum Davíðs Oddssonar forsetaframbjóðanda og ritstjóra Morgunblaðsins, en tæpt mun standa að það takist að safna tilskyldum fjölda undirskrifta. Gengið hefur verið á starfsmenn Morgunblaðsins með að þeir skrifi undir framboðið. Á morgun þurfa forsetaframbjóðendur að skila inn undirskriftum þeirra sem styðja framboðin. Þeir þurfa að skila inn að minnsta kosti 1.500 undirskriftum, en að hámarki 3.000 – en alltaf er það svo að einhverjar undirskriftir eru ógildar. Þannig ógilda menn undirskrift sína með því að skrifa undir fleiri en eitt framboð.Kosningamaskínan hikstar óvænt Samkvæmt heimildum Vísis ríkir verulegur titringur innan herbúða Davíðs – tæpt mun standa að tilskilinn fjöldi náist. Fréttablaðið hringdi í morgun í kosningamiðstöð hans til að grennslast fyrir um stöðu mála en þar fengust óljós svör um stöðu mála. Vísi hefur ekki tekist að ná sambandi við Erlu Gunnlaugsdóttur, fjölmiðlafulltrúi framboðsins. Á Facebook-síðunni „Davíð sem forseta“ er allsherjarútkall, nú þurfi að láta hendur standa fram úr ermum. „Við hvetjum áhugasama til að hitta okkur í dag og skrifa undir, því tíminn er naumur,“ má lesa þar en skipulagðar undirskrifasafnanir eru fyrir utan Hagkaupsbúðirnar.Laufey Rún hefur hvatt starfsfólk Morgunblaðsins til að skrifa undir undirskriftalista til stuðnings framboði Davíðs Oddssonar.mynd susLíkast til hefur herráð Davíðs ekki búist við að undirskriftasöfnun yrði vandamál; kosningavél Sjálfstæðisflokksins er sú öflugasta landsins og Davíð er fyrrverandi formaður flokksins. En nú bregður svo við að í kosningastjórn Guðna Th Jóhannessonar frambjóðanda eru ýmsir úr miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.Þrýst á blaðamenn Morgunblaðsins Í gær fékk starfsfólk Morgunblaðsins póst þar sem áréttað var að í anddyri lægi frammi undirskriftalisti fyrir Davíð Oddsson í móttökunni. Og Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður SUS og blaðamaður Morgunblaðsins, gekk á milli fólks í Hádegismóum til að safna undirskriftum. Hún vildi sem allra minnst tjá sig um málið en sagði ekkert launungarmál að hún styðji Davíð Oddsson sem forseta. Stuðningur Laufeyjar við Davíð þarf ekki að koma á óvart en hún er systir Friðbjörns Orra Ketilssonar sem einmitt keypti lénið david2016.is, sem er kosningavefur Davíðs. Friðbjörn Orri er í stjórn Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins. Davíð hefur tekið sér frí frá ritstjórnarstörfum hjá Morgunblaðinu. Hann sagði í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudaginn að hann ætti heilmikið sumarfrí inni, í mánuðum talið, þar sem hann hefði aðeins tekið sér viku samtals undanfarin ár. Hann hyggst snúa aftur til þeirra starfa að framboði loknu nái hann ekki kjöri.Uppfært klukkan: 14:48: Vísir náði tali af Erlu Gunnlaugsdóttur nú rétt í þessu. Hún kvaðst ekki vera með nákvæma tölu yfir það hversu margir hefðu skrifað undir lista til stuðnings framboði Davíðs en sagðist mjög bjartsýn á að það tækist að safna þeim undirskriftum sem til þarf til að bjóða sig fram til forseta. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð opnar á Grensás Davíð Oddsson opnar kosningamiðstöð. 11. maí 2016 13:41 Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Töluverður titringur er nú í herbúðum Davíðs Oddssonar forsetaframbjóðanda og ritstjóra Morgunblaðsins, en tæpt mun standa að það takist að safna tilskyldum fjölda undirskrifta. Gengið hefur verið á starfsmenn Morgunblaðsins með að þeir skrifi undir framboðið. Á morgun þurfa forsetaframbjóðendur að skila inn undirskriftum þeirra sem styðja framboðin. Þeir þurfa að skila inn að minnsta kosti 1.500 undirskriftum, en að hámarki 3.000 – en alltaf er það svo að einhverjar undirskriftir eru ógildar. Þannig ógilda menn undirskrift sína með því að skrifa undir fleiri en eitt framboð.Kosningamaskínan hikstar óvænt Samkvæmt heimildum Vísis ríkir verulegur titringur innan herbúða Davíðs – tæpt mun standa að tilskilinn fjöldi náist. Fréttablaðið hringdi í morgun í kosningamiðstöð hans til að grennslast fyrir um stöðu mála en þar fengust óljós svör um stöðu mála. Vísi hefur ekki tekist að ná sambandi við Erlu Gunnlaugsdóttur, fjölmiðlafulltrúi framboðsins. Á Facebook-síðunni „Davíð sem forseta“ er allsherjarútkall, nú þurfi að láta hendur standa fram úr ermum. „Við hvetjum áhugasama til að hitta okkur í dag og skrifa undir, því tíminn er naumur,“ má lesa þar en skipulagðar undirskrifasafnanir eru fyrir utan Hagkaupsbúðirnar.Laufey Rún hefur hvatt starfsfólk Morgunblaðsins til að skrifa undir undirskriftalista til stuðnings framboði Davíðs Oddssonar.mynd susLíkast til hefur herráð Davíðs ekki búist við að undirskriftasöfnun yrði vandamál; kosningavél Sjálfstæðisflokksins er sú öflugasta landsins og Davíð er fyrrverandi formaður flokksins. En nú bregður svo við að í kosningastjórn Guðna Th Jóhannessonar frambjóðanda eru ýmsir úr miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.Þrýst á blaðamenn Morgunblaðsins Í gær fékk starfsfólk Morgunblaðsins póst þar sem áréttað var að í anddyri lægi frammi undirskriftalisti fyrir Davíð Oddsson í móttökunni. Og Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður SUS og blaðamaður Morgunblaðsins, gekk á milli fólks í Hádegismóum til að safna undirskriftum. Hún vildi sem allra minnst tjá sig um málið en sagði ekkert launungarmál að hún styðji Davíð Oddsson sem forseta. Stuðningur Laufeyjar við Davíð þarf ekki að koma á óvart en hún er systir Friðbjörns Orra Ketilssonar sem einmitt keypti lénið david2016.is, sem er kosningavefur Davíðs. Friðbjörn Orri er í stjórn Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins. Davíð hefur tekið sér frí frá ritstjórnarstörfum hjá Morgunblaðinu. Hann sagði í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudaginn að hann ætti heilmikið sumarfrí inni, í mánuðum talið, þar sem hann hefði aðeins tekið sér viku samtals undanfarin ár. Hann hyggst snúa aftur til þeirra starfa að framboði loknu nái hann ekki kjöri.Uppfært klukkan: 14:48: Vísir náði tali af Erlu Gunnlaugsdóttur nú rétt í þessu. Hún kvaðst ekki vera með nákvæma tölu yfir það hversu margir hefðu skrifað undir lista til stuðnings framboði Davíðs en sagðist mjög bjartsýn á að það tækist að safna þeim undirskriftum sem til þarf til að bjóða sig fram til forseta.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð opnar á Grensás Davíð Oddsson opnar kosningamiðstöð. 11. maí 2016 13:41 Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53
Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15