Skipverjinn látinn sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. maí 2016 12:30 Vísir Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. Að sögn Landhelgisgæslunnar hófst umfangsmikil leit að bátnum um klukkan hálf níu í morgun eftir að báturinn datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. Bátnum hvolfdi um 20 mílum út af Aðalvík. Maðurinn var einn um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson á Ísafirði voru send á vettvang, að því er greint var frá á fréttavefnum BB.is í morgun. Ættingjar mannsins hafi verið látnir vita. Uppfært: Landhelgisgæslan hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Tilkynninguna má lesa hér fyrir neðan.Í morgun, rétt um hálfníu varð stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vör við að bátur datt út úr ferilvöktun um 18 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Um var að ræða tæplega 10 metra langan strandveiðibát með einum manni í áhöfn. Þá þegar var hafist handa við að ná sambandi við bátinn en án árangurs. Voru þá nærstaddir bátar beðnir um að fara umsvifalaust á svæðið auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði, Gunnar Friðriksson. Þeir bátar sem næst voru staddir voru í rúmlega 10 sjómílna fjarlægð og héldu þeir þegar á staðinn. Veður og sjólag á staðnum var ekki sérlega gott en að sögn nærstaddra báta var veðrið að ganga niður. Þegar á leið og bátar sem héldu á staðinn urðu ekki varir við bátinn í ratsjá var einnig ákveðið að kalla út flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF og senda með henni bæði kafara frá Landhelgisgæslunni og leitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Einnig voru harðbotnabjörgunarbátar björgunarsveita í Bolungarvík og Hnífsdal boðaðir út í samráði við svæðisstjórn björgunarsveita fyrir vestan. Um klukkan 10:15 komu þrír strandveiðibátar á svæðið og kom áhöfn eins þeirra auga á bátinn þar sem hann var á hvolfi í sjónum. Var einn báturinn beðinn um að vera við bátinn sem hvolft hafði meðan hinir tveir hófu kerfisbundna leit. Rétt fyrir klukkan 11 kom áhöfn annars leitarbátsins auga á skipverja í sjónum og um sama leyti kom þyrla Landhelgisgæslunnar þar að og var maðurinn hífður um borð í þyrluna. Var hann úrskurðaður látinn af þyrlulækni Landhelgisgæslunnar. Hélt þyrlan áleiðis til Reykjavíkur en björgunarskipið Gunnar Friðriksson kom á svæðið rétt fyrir klukkan 12 og mun freista þess að draga bátinn til lands. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. Að sögn Landhelgisgæslunnar hófst umfangsmikil leit að bátnum um klukkan hálf níu í morgun eftir að báturinn datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. Bátnum hvolfdi um 20 mílum út af Aðalvík. Maðurinn var einn um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson á Ísafirði voru send á vettvang, að því er greint var frá á fréttavefnum BB.is í morgun. Ættingjar mannsins hafi verið látnir vita. Uppfært: Landhelgisgæslan hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Tilkynninguna má lesa hér fyrir neðan.Í morgun, rétt um hálfníu varð stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vör við að bátur datt út úr ferilvöktun um 18 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Um var að ræða tæplega 10 metra langan strandveiðibát með einum manni í áhöfn. Þá þegar var hafist handa við að ná sambandi við bátinn en án árangurs. Voru þá nærstaddir bátar beðnir um að fara umsvifalaust á svæðið auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði, Gunnar Friðriksson. Þeir bátar sem næst voru staddir voru í rúmlega 10 sjómílna fjarlægð og héldu þeir þegar á staðinn. Veður og sjólag á staðnum var ekki sérlega gott en að sögn nærstaddra báta var veðrið að ganga niður. Þegar á leið og bátar sem héldu á staðinn urðu ekki varir við bátinn í ratsjá var einnig ákveðið að kalla út flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF og senda með henni bæði kafara frá Landhelgisgæslunni og leitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Einnig voru harðbotnabjörgunarbátar björgunarsveita í Bolungarvík og Hnífsdal boðaðir út í samráði við svæðisstjórn björgunarsveita fyrir vestan. Um klukkan 10:15 komu þrír strandveiðibátar á svæðið og kom áhöfn eins þeirra auga á bátinn þar sem hann var á hvolfi í sjónum. Var einn báturinn beðinn um að vera við bátinn sem hvolft hafði meðan hinir tveir hófu kerfisbundna leit. Rétt fyrir klukkan 11 kom áhöfn annars leitarbátsins auga á skipverja í sjónum og um sama leyti kom þyrla Landhelgisgæslunnar þar að og var maðurinn hífður um borð í þyrluna. Var hann úrskurðaður látinn af þyrlulækni Landhelgisgæslunnar. Hélt þyrlan áleiðis til Reykjavíkur en björgunarskipið Gunnar Friðriksson kom á svæðið rétt fyrir klukkan 12 og mun freista þess að draga bátinn til lands.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17