Taka heljarstökk á áttræðisaldri og kunna Haka-dansinn | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2016 11:28 Guðjón Guðmundsson hitti fimleikaflokk á Íslandi sem er engum öðrum líkur en þar fara menn á áttræðisaldri sem heljarstökk eins og ekkert sé og gera allskonar æfingar sem mun yngri menn gætu verið stoltir af. Félagarnir hófu æfingar 1980 en sá elsti í hópnum er 80 ára og sá yngri 72 ára. Einn og einn yngri slæðist reyndar með en þessir mögnuðu íþróttamenn hafa æft af kappi fyrir vorsýningu Fimleikadeildar Ármanns í dag sunnudag. „Kjarninn eru gamlir fimleikamenn sem voru margir með sýningaflokkum á árum áður. Við Þórir byrjuðum hjá Valdimar Örnólfssyni árið 1955. Ég var síðan í ÍR og hann með Ármanni síðar," sagði Birgir Guðjónsson í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Skrokkurinn er allgóður. Það eru svona smá meiðsli í baki stundum og stökkin hafa aðeins minnkað hjá mörgum. Það verður að viðurkenna það að það eru æfingar sem við gerðum en getum ekki gert lengur," sagði Birgir. „Það er svolítið spaugilegt að segja frá því að afturábak kollhnís verður oft erfiðastur því þá er hálsinn orðinn stífur. Menn fara heljarstökk áfram og einstaka maður í flikk," sagði Birgir. Félagarnir hafa æft tvisvar í viku í 36 ár undir stjórn Þóris Kjartanssonar. „Sumir eru aumir í hnjánum og í ökklum og það er eðlilegt náttúrulega. Þá gerir maður bara æfingar eftir því hvað líkaminn þolir. Þetta er ekkert mál," sagði Guðjón en eru menn aldrei eftir sig eftir svona æfingar? „Ég held það ekki. Menn eru bara miklu hressari. Það heldur bara lífinu í manni að vera í þessu," sagði Þórir Kjartansson. Félagarnir ætla að sýna Haka-bardagaundirbúninginn en hann sýna landslið Nýja-Sjálands oft fyrir kappleiki til að hræða andstæðingana. Það er hægt að sjá þá æfa hann í innslagi Gaupa sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan. Fimleikar Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti fimleikaflokk á Íslandi sem er engum öðrum líkur en þar fara menn á áttræðisaldri sem heljarstökk eins og ekkert sé og gera allskonar æfingar sem mun yngri menn gætu verið stoltir af. Félagarnir hófu æfingar 1980 en sá elsti í hópnum er 80 ára og sá yngri 72 ára. Einn og einn yngri slæðist reyndar með en þessir mögnuðu íþróttamenn hafa æft af kappi fyrir vorsýningu Fimleikadeildar Ármanns í dag sunnudag. „Kjarninn eru gamlir fimleikamenn sem voru margir með sýningaflokkum á árum áður. Við Þórir byrjuðum hjá Valdimar Örnólfssyni árið 1955. Ég var síðan í ÍR og hann með Ármanni síðar," sagði Birgir Guðjónsson í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Skrokkurinn er allgóður. Það eru svona smá meiðsli í baki stundum og stökkin hafa aðeins minnkað hjá mörgum. Það verður að viðurkenna það að það eru æfingar sem við gerðum en getum ekki gert lengur," sagði Birgir. „Það er svolítið spaugilegt að segja frá því að afturábak kollhnís verður oft erfiðastur því þá er hálsinn orðinn stífur. Menn fara heljarstökk áfram og einstaka maður í flikk," sagði Birgir. Félagarnir hafa æft tvisvar í viku í 36 ár undir stjórn Þóris Kjartanssonar. „Sumir eru aumir í hnjánum og í ökklum og það er eðlilegt náttúrulega. Þá gerir maður bara æfingar eftir því hvað líkaminn þolir. Þetta er ekkert mál," sagði Guðjón en eru menn aldrei eftir sig eftir svona æfingar? „Ég held það ekki. Menn eru bara miklu hressari. Það heldur bara lífinu í manni að vera í þessu," sagði Þórir Kjartansson. Félagarnir ætla að sýna Haka-bardagaundirbúninginn en hann sýna landslið Nýja-Sjálands oft fyrir kappleiki til að hræða andstæðingana. Það er hægt að sjá þá æfa hann í innslagi Gaupa sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan.
Fimleikar Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira