Þetta eru óhreinu Rússarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2016 16:00 Hástökkvarinn Anna Chicherova er ein af þessum fjórtán. Vísir/Getty Alþjóðaólympíunefndin sagði heiminum frá því í síðustu viku að upp hafi komist að 31 íþróttamaður hafi notað ólögleg lyf á Ólympíuleikunum í Peking 2008 án þess að það uppgötvaðist þá. Nú er komið í ljós að 14 þeirra voru frá Rússlandi og hverjir þessir fjórtán eru. 454 sýni frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 voru prófuð aftur með nýjustu tækni og þá kom í ljós að 31 óhreinn íþróttamaður hafði sloppið í gegnum lyfjaprófið. Rússneska sjónvarpsstöðin Match ákvað að bíða ekkert með staðfestingu frá rússneska Ólympíusambandinu heldur birti nöfn þeirra fjórtán sem höfðu fallið á lyfjaprófi tæpum átta árum eftir að þau voru tekin. Meðla þessara fjórtán eru fjölmargir verðlaunahafar frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Rússar unnu alls 73 verðlaun þar af 23 gull. Rússneska Ólympíusambandið ætlar ekki að gefa þessi fjórtán nöfn út fyrr en að framkvæmt hefur verið próf á B-sýni viðkomandi íþróttafólks. Þau fara ekki fram fyrr en í júní. Rússneska sjónvarpsstöðin Match hefur ekki gefið það upp hvaðan hún fékk upplýsingarnar um óhreinu íþróttamennina. Rússneskir frjálsíþróttamenn eru í banni frá alþjóðlegum keppnum eftir að upp komst um vísvitandi svindl rússneska frjálsíþróttasambandsins og þessar fréttir eru ekki til auka líkurnar að þeir fái að vera með á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Anna Chicherova er á listanum en hún vann brons í hástökki. Hún ætlar að fara með málið fyrir rétt verði niðurstaðan úr b-sýni hennar sú saman. „Ég skil ekki hvernig þeir fá þessa niðurstöðu. Kannski eru þetta mistök því ég er í sjokki eins og allir aðrir. Ég skil ekki hvernig þetta próf kom út jákvætt því ég hef farið í fjölda annarra lyfjaprófa," sagði Anna Chicherova í samtali við Match-sjónvarpsstöðina.Hér fyrir neðan er listinn yfir þessa fjórtán óhreinu Rússa. Julia Chermoshanskaya (Gull í boðhlaupi) Mariya Abakumova (Silfur í spjótkasti) Denis Alexeyev (Brons í 400 metra hlaupi) Inga Abitova (Keppti í 10 þúsund metra hlaupi) Yekaterina Volkova, (Brons í 3000 metra hindrunarhlaupi) Nadezhda Evstyukhina (Brons í lyftingum) Anastasia Kapachinskaya (Silfur í boðhlaupi) Alexander Kornilov (Keppti í róðri) Denis Nizhegorodov (Brons í 50 km göngu) Alexandr Pogorelov (Keppti í tugþraut) Tatyana Firova (Silfur í boðhlaupi) Anna Chicherova (Brons í hástökki) Maria Shainova (Silfur í lyftingum) Ivan Jusjkov (Keppti í kúluvarpi) Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Alþjóðaólympíunefndin sagði heiminum frá því í síðustu viku að upp hafi komist að 31 íþróttamaður hafi notað ólögleg lyf á Ólympíuleikunum í Peking 2008 án þess að það uppgötvaðist þá. Nú er komið í ljós að 14 þeirra voru frá Rússlandi og hverjir þessir fjórtán eru. 454 sýni frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 voru prófuð aftur með nýjustu tækni og þá kom í ljós að 31 óhreinn íþróttamaður hafði sloppið í gegnum lyfjaprófið. Rússneska sjónvarpsstöðin Match ákvað að bíða ekkert með staðfestingu frá rússneska Ólympíusambandinu heldur birti nöfn þeirra fjórtán sem höfðu fallið á lyfjaprófi tæpum átta árum eftir að þau voru tekin. Meðla þessara fjórtán eru fjölmargir verðlaunahafar frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Rússar unnu alls 73 verðlaun þar af 23 gull. Rússneska Ólympíusambandið ætlar ekki að gefa þessi fjórtán nöfn út fyrr en að framkvæmt hefur verið próf á B-sýni viðkomandi íþróttafólks. Þau fara ekki fram fyrr en í júní. Rússneska sjónvarpsstöðin Match hefur ekki gefið það upp hvaðan hún fékk upplýsingarnar um óhreinu íþróttamennina. Rússneskir frjálsíþróttamenn eru í banni frá alþjóðlegum keppnum eftir að upp komst um vísvitandi svindl rússneska frjálsíþróttasambandsins og þessar fréttir eru ekki til auka líkurnar að þeir fái að vera með á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Anna Chicherova er á listanum en hún vann brons í hástökki. Hún ætlar að fara með málið fyrir rétt verði niðurstaðan úr b-sýni hennar sú saman. „Ég skil ekki hvernig þeir fá þessa niðurstöðu. Kannski eru þetta mistök því ég er í sjokki eins og allir aðrir. Ég skil ekki hvernig þetta próf kom út jákvætt því ég hef farið í fjölda annarra lyfjaprófa," sagði Anna Chicherova í samtali við Match-sjónvarpsstöðina.Hér fyrir neðan er listinn yfir þessa fjórtán óhreinu Rússa. Julia Chermoshanskaya (Gull í boðhlaupi) Mariya Abakumova (Silfur í spjótkasti) Denis Alexeyev (Brons í 400 metra hlaupi) Inga Abitova (Keppti í 10 þúsund metra hlaupi) Yekaterina Volkova, (Brons í 3000 metra hindrunarhlaupi) Nadezhda Evstyukhina (Brons í lyftingum) Anastasia Kapachinskaya (Silfur í boðhlaupi) Alexander Kornilov (Keppti í róðri) Denis Nizhegorodov (Brons í 50 km göngu) Alexandr Pogorelov (Keppti í tugþraut) Tatyana Firova (Silfur í boðhlaupi) Anna Chicherova (Brons í hástökki) Maria Shainova (Silfur í lyftingum) Ivan Jusjkov (Keppti í kúluvarpi)
Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira