Níu keppa um lyklana að Bessastöðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. maí 2016 07:00 Aldrei hafa verið fleiri í framboði til embættis. Allt útlit er fyrir að níu manns verði í framboði í forsetakosningunum sem fram fara 25.?júní næstkomandi. Þar af eru fimm karlar og fjórar konur. Samkvæmt lögum bar frambjóðendum að skila framboðum til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti í gær ásamt nægjanlegum fjölda meðmælenda og vottorði yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu verður frambjóðendum, eða umboðsmönnum þeirra, boðið að koma í ráðuneytið klukkan tvö í dag þar sem upplýst verður hverjir hafa skilað inn gögnum. Eftir helgina, þegar búið er að yfirfara gögnin og senda þau til Hæstaréttar, verður svo auglýst í Lögbirtingablaðinu hverjir verða í framboði til forseta Íslands. En þótt núna fyrst sé að komast mynd á það hverjir verða í framboði eru þrjár vikur liðnar frá því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst. Nú þegar hafa verið greidd á öllu landinu, og í flestum sendiráðum, samtals 418 atkvæði. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa verið greidd 246 atkvæði. Hingað til hefur utankjörfundaratkvæðagreiðsla færst í Laugardalshöllina þegar nær líður kosningum. Skiptir þá ekki máli hvort um alþingiskosningar eða forsetakosningar er að ræða. Nú verður breytt út af laginu og flyst utankjörfundaratkvæðagreiðslan í Perluna þann 9. júní en verður ekki í Laugardalshöll. Bryndís Bachmann, fagstjóri þinglýsinga hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segir að þetta sé vegna plássleysis í Laugardalshöllinni. „Það hefur verið of þröngt og núna þegar embættin eru búin að sameinast þá var þetta bara of lítið,“ segir Bryndís. Þar vísar Bryndís í sameiningu sýslumannsembættanna á höfuðborgarsvæðinu í eitt. Opið verður í Perlunni til klukkan tíu á kvöldin þegar þar að kemur.Aldrei fleiri frambjóðendurNú stefnir í að frambjóðendur til embættis forseta Íslands verði fleiri en nokkru sinni fyrr, en árið 2012 voru þeir sex. Árið 2012 voru sex í framboði: l Ólafur Ragnar Grímsson l Þóra Arnórsdóttir l Ari Trausti Guðmundsson l Herdís Þorgeirsdóttir l Andrea J. Ólafsdóttir l Hannes BjarnasonÁrið 2004 voru þrír í framboði: l Baldur Ágústsson l Ólafur Ragnar Grímsson l Ástþór MagnússonÁrið 1996 voru fjórir í framboði: l Guðrún Agnarsdóttir l Ólafur Ragnar Grímsson l Ástþór Magnússon l Pétur Kr. HafsteinÁrið 1988 voru tveir í framboði: l Vigdís Finnbogadóttir l Sigrún ÞorsteinsdóttirÁrið 1980 voru fjórir í framboði: l Vigdís Finnbogadóttir l Guðlaugur Þorvaldsson l Albert Guðmundsson l Pétur J. ThorsteinssonÁrið 1968 voru tveir í framboði: l Gunnar Thoroddsen l Kristján EldjárnÁrið 1952 voru þrír í framboði: l Ásgeir Ásgeirsson l Bjarni Jónsson l Gísli SveinssonGreinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí. Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Allt útlit er fyrir að níu manns verði í framboði í forsetakosningunum sem fram fara 25.?júní næstkomandi. Þar af eru fimm karlar og fjórar konur. Samkvæmt lögum bar frambjóðendum að skila framboðum til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti í gær ásamt nægjanlegum fjölda meðmælenda og vottorði yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu verður frambjóðendum, eða umboðsmönnum þeirra, boðið að koma í ráðuneytið klukkan tvö í dag þar sem upplýst verður hverjir hafa skilað inn gögnum. Eftir helgina, þegar búið er að yfirfara gögnin og senda þau til Hæstaréttar, verður svo auglýst í Lögbirtingablaðinu hverjir verða í framboði til forseta Íslands. En þótt núna fyrst sé að komast mynd á það hverjir verða í framboði eru þrjár vikur liðnar frá því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst. Nú þegar hafa verið greidd á öllu landinu, og í flestum sendiráðum, samtals 418 atkvæði. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa verið greidd 246 atkvæði. Hingað til hefur utankjörfundaratkvæðagreiðsla færst í Laugardalshöllina þegar nær líður kosningum. Skiptir þá ekki máli hvort um alþingiskosningar eða forsetakosningar er að ræða. Nú verður breytt út af laginu og flyst utankjörfundaratkvæðagreiðslan í Perluna þann 9. júní en verður ekki í Laugardalshöll. Bryndís Bachmann, fagstjóri þinglýsinga hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segir að þetta sé vegna plássleysis í Laugardalshöllinni. „Það hefur verið of þröngt og núna þegar embættin eru búin að sameinast þá var þetta bara of lítið,“ segir Bryndís. Þar vísar Bryndís í sameiningu sýslumannsembættanna á höfuðborgarsvæðinu í eitt. Opið verður í Perlunni til klukkan tíu á kvöldin þegar þar að kemur.Aldrei fleiri frambjóðendurNú stefnir í að frambjóðendur til embættis forseta Íslands verði fleiri en nokkru sinni fyrr, en árið 2012 voru þeir sex. Árið 2012 voru sex í framboði: l Ólafur Ragnar Grímsson l Þóra Arnórsdóttir l Ari Trausti Guðmundsson l Herdís Þorgeirsdóttir l Andrea J. Ólafsdóttir l Hannes BjarnasonÁrið 2004 voru þrír í framboði: l Baldur Ágústsson l Ólafur Ragnar Grímsson l Ástþór MagnússonÁrið 1996 voru fjórir í framboði: l Guðrún Agnarsdóttir l Ólafur Ragnar Grímsson l Ástþór Magnússon l Pétur Kr. HafsteinÁrið 1988 voru tveir í framboði: l Vigdís Finnbogadóttir l Sigrún ÞorsteinsdóttirÁrið 1980 voru fjórir í framboði: l Vigdís Finnbogadóttir l Guðlaugur Þorvaldsson l Albert Guðmundsson l Pétur J. ThorsteinssonÁrið 1968 voru tveir í framboði: l Gunnar Thoroddsen l Kristján EldjárnÁrið 1952 voru þrír í framboði: l Ásgeir Ásgeirsson l Bjarni Jónsson l Gísli SveinssonGreinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí.
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira