Dýr í neyð Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2016 06:00 Kettir eru vinsæl selskapsdýr og sem samfélag viljum við að vel sé búið að köttum, jafnt sem öðrum dýrum. Um allt land er hins vegar vandamál sem tengist velferð og vellíðan katta sem verður að takast á við af ábyrgð, en margir kettir hér á landi veslast upp úr hungri og vosbúð, allt frá kettlingum upp í fullorðna ketti. Þetta eru hinir svokölluðu villikettir sem allir eiga rætur að rekja til heimiliskatta sem hafa týnst eða hrakist frá heimilum sínum. Mikið er einnig um vergangsketti sem hafa týnst frá heimilum sínum og rata ekki heim. Villi- og vergangskettir eiga oft ömurlega ævi þar sem þeir lifa við hörð skilyrði, bæði í borg og sveit. Að gefa þessum köttum fóður er þeim verðmæt aðstoð en þeir halda yfirleitt til á ákveðnum stöðum þar sem þeir hafa fundið skjól. Í raun ætti að vera jafn sjálfsagt að gefa villiköttum og að gefa fuglum, ekki síst á veturna. Félög eins og Villikettir, Óskasjóður Púkarófu, Villikattahjálp Hafnarfjarðar og Kisukot á Akureyri hafa verið að halda úti starfsemi þar sem þessum dýrum er gefið og skjól útbúið fyrir þau þar sem þau halda til til að létta þeim tilveruna. Dýrin eru einnig fönguð og þau gelt til dæmis á vegum Villikatta og Kisukots, enda léttir það þeim lífsbaráttuna að þurfa ekki að hlýða hvöt um að fjölga sér, en margar villilæður hafa þjáðst af slæmum legbólgum vegna síendurtekinna gota. Fullorðnum dýrum er yfirleitt sleppt aftur en kettlingum er fundið heimili, enda erfitt að aðlaga fullorðinn kött. Veikum dýrum er komið undir læknishendur. Með þessum hætti er hlúð að dýrunum, þeim gefið fóður og komið í veg fyrir að þeim fjölgi þar sem þau halda til. Styrkur í þágu dýraVerði maður var við veikan, illa haldinn eða slasaðan kött ber að koma honum til hjálpar samkvæmt lögum um velferð dýra. Hægt er að leita til Kattavinafélags Íslands sem heldur úti sjúkrasjóðnum Nótt sem ætlaður er til að kosta læknisaðgerðir og hjúkrun á ómerktum slösuðum kisum sem enginn vill kannast við. Vil ég hvetja sem flesta til að styrkja sjóðinn í þágu þessara dýra. Sveitarfélög bera lögum samkvæmt ábyrgð á hálfvilltum dýrum eins og ómerktum köttum, en óvissara er um að leitað sé læknishjálpar eða nýs heimilis fyrir þá á vegum hins opinbera, sem ber einungis skylda til að halda þeim á lífi í tvo daga og ekki skylda til að auglýsa þá ef þeir eru ómerktir. Öflugt félagsstarf er þessum köttum því til mikillar gæfu. Veturinn er villi- og vergangsköttum afar erfiður. Vil ég hvetja sem flesta að gefa þessum köttum gaum og taka þátt í eða styðja við þá starfsemi sem liðsinnir þessum dýrum í neyð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Kettir eru vinsæl selskapsdýr og sem samfélag viljum við að vel sé búið að köttum, jafnt sem öðrum dýrum. Um allt land er hins vegar vandamál sem tengist velferð og vellíðan katta sem verður að takast á við af ábyrgð, en margir kettir hér á landi veslast upp úr hungri og vosbúð, allt frá kettlingum upp í fullorðna ketti. Þetta eru hinir svokölluðu villikettir sem allir eiga rætur að rekja til heimiliskatta sem hafa týnst eða hrakist frá heimilum sínum. Mikið er einnig um vergangsketti sem hafa týnst frá heimilum sínum og rata ekki heim. Villi- og vergangskettir eiga oft ömurlega ævi þar sem þeir lifa við hörð skilyrði, bæði í borg og sveit. Að gefa þessum köttum fóður er þeim verðmæt aðstoð en þeir halda yfirleitt til á ákveðnum stöðum þar sem þeir hafa fundið skjól. Í raun ætti að vera jafn sjálfsagt að gefa villiköttum og að gefa fuglum, ekki síst á veturna. Félög eins og Villikettir, Óskasjóður Púkarófu, Villikattahjálp Hafnarfjarðar og Kisukot á Akureyri hafa verið að halda úti starfsemi þar sem þessum dýrum er gefið og skjól útbúið fyrir þau þar sem þau halda til til að létta þeim tilveruna. Dýrin eru einnig fönguð og þau gelt til dæmis á vegum Villikatta og Kisukots, enda léttir það þeim lífsbaráttuna að þurfa ekki að hlýða hvöt um að fjölga sér, en margar villilæður hafa þjáðst af slæmum legbólgum vegna síendurtekinna gota. Fullorðnum dýrum er yfirleitt sleppt aftur en kettlingum er fundið heimili, enda erfitt að aðlaga fullorðinn kött. Veikum dýrum er komið undir læknishendur. Með þessum hætti er hlúð að dýrunum, þeim gefið fóður og komið í veg fyrir að þeim fjölgi þar sem þau halda til. Styrkur í þágu dýraVerði maður var við veikan, illa haldinn eða slasaðan kött ber að koma honum til hjálpar samkvæmt lögum um velferð dýra. Hægt er að leita til Kattavinafélags Íslands sem heldur úti sjúkrasjóðnum Nótt sem ætlaður er til að kosta læknisaðgerðir og hjúkrun á ómerktum slösuðum kisum sem enginn vill kannast við. Vil ég hvetja sem flesta til að styrkja sjóðinn í þágu þessara dýra. Sveitarfélög bera lögum samkvæmt ábyrgð á hálfvilltum dýrum eins og ómerktum köttum, en óvissara er um að leitað sé læknishjálpar eða nýs heimilis fyrir þá á vegum hins opinbera, sem ber einungis skylda til að halda þeim á lífi í tvo daga og ekki skylda til að auglýsa þá ef þeir eru ómerktir. Öflugt félagsstarf er þessum köttum því til mikillar gæfu. Veturinn er villi- og vergangsköttum afar erfiður. Vil ég hvetja sem flesta að gefa þessum köttum gaum og taka þátt í eða styðja við þá starfsemi sem liðsinnir þessum dýrum í neyð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun