Auka níunda spor Andra F Birgir Örn Steinarsson skrifar 9. júní 2016 10:51 Andri Freyr Alfreðsson, eða Andri F eins og hann kýs að kalla sig þegar hann mundar hljóðnemann, er 27 ára gamall hafnfirskur rappari. Hann er einn þeirra grjóthörðu sem hefur merkt sig fótboltafélaginu til lífstíðar og skartar stoltur húðflúðri FH-mafíunnar sem er traustur stuðningsmannahópur fótboltafélagsins. Eftir nokkra ára óreglu, sem olli því meðal annars að hann missti tengslin við skáldagyðjuna, hefur Andra F tekist að snúa við blaðinu og er nú aftur kominn á fullt í rappið eftir fimm mánaða edrúmennsku. Í gær gaf hann út fyrsta lagið í þrjú ár sem heitir Fyrirgefðu. Það má heyra hér að ofan. „Maður hefur verið í mikilli óreglu í gamla daga og ég vildi bara nota tækifærið til þess að biðjast afsökunar á hegðun minni í gegnum árin,“ segir Andri F og talar um lagið sem eins konar auka níunda spor við vini sína og ættingja en eitt af því sem menn eru hvattir til að gera í meðferð er að gera upp fortíð sína og misgjörðir. „Ég fékk hugmyndina af þessu lagi daginn sem ég kom úr meðferð. Ég var ákveðinn í því að láta þetta takast núna. Lokaði á alla neyslufélaga og geri þetta af alvörunni.“Heiðar félagi í FH-mafíunniÍ laginu styðja félagar Andra F við bakið á honum en um bakraddir sjá þau Heiðar Örn Kristjánsson úr Botnleðju og Pollapönk og Eyrún Eðvalds sem hefur starfað með gospelkór Jóns Vídalín. „Eyrún er búin að vera taka upp með mér í mörg ár. Mér dettur ekki í hug að taka upp án hennar. Hún veit alltaf hvað hún á að gera. Ég og Heiðar erum náttúrulega báðir í FH-mafíunni og við bjuggum hlið við hlið þegar við vorum krakkar. Eyrún er meira áberandi en ég fékk þá hugmynd að fá einhvern til þess að þétta raddirnar og datt hann í hug.“ Þetta er fyrsta útgáfa Andra F frá því að hann gaf út lagið Heimurinn er minn árið 2013. Tónlist Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Andri Freyr Alfreðsson, eða Andri F eins og hann kýs að kalla sig þegar hann mundar hljóðnemann, er 27 ára gamall hafnfirskur rappari. Hann er einn þeirra grjóthörðu sem hefur merkt sig fótboltafélaginu til lífstíðar og skartar stoltur húðflúðri FH-mafíunnar sem er traustur stuðningsmannahópur fótboltafélagsins. Eftir nokkra ára óreglu, sem olli því meðal annars að hann missti tengslin við skáldagyðjuna, hefur Andra F tekist að snúa við blaðinu og er nú aftur kominn á fullt í rappið eftir fimm mánaða edrúmennsku. Í gær gaf hann út fyrsta lagið í þrjú ár sem heitir Fyrirgefðu. Það má heyra hér að ofan. „Maður hefur verið í mikilli óreglu í gamla daga og ég vildi bara nota tækifærið til þess að biðjast afsökunar á hegðun minni í gegnum árin,“ segir Andri F og talar um lagið sem eins konar auka níunda spor við vini sína og ættingja en eitt af því sem menn eru hvattir til að gera í meðferð er að gera upp fortíð sína og misgjörðir. „Ég fékk hugmyndina af þessu lagi daginn sem ég kom úr meðferð. Ég var ákveðinn í því að láta þetta takast núna. Lokaði á alla neyslufélaga og geri þetta af alvörunni.“Heiðar félagi í FH-mafíunniÍ laginu styðja félagar Andra F við bakið á honum en um bakraddir sjá þau Heiðar Örn Kristjánsson úr Botnleðju og Pollapönk og Eyrún Eðvalds sem hefur starfað með gospelkór Jóns Vídalín. „Eyrún er búin að vera taka upp með mér í mörg ár. Mér dettur ekki í hug að taka upp án hennar. Hún veit alltaf hvað hún á að gera. Ég og Heiðar erum náttúrulega báðir í FH-mafíunni og við bjuggum hlið við hlið þegar við vorum krakkar. Eyrún er meira áberandi en ég fékk þá hugmynd að fá einhvern til þess að þétta raddirnar og datt hann í hug.“ Þetta er fyrsta útgáfa Andra F frá því að hann gaf út lagið Heimurinn er minn árið 2013.
Tónlist Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp