Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. júní 2016 18:47 Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. Athugun fréttastofu leiðir hins vegar annað í ljós. Öllum frambjóðendum til embættis forseta Íslands var boðið að koma í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag á Vísi og var dregið um röð frambjóðenda. Næstur í röðinni er Davíð Oddsson. Davíð hefur í kosningabaráttunni rifjað upp afstöðu annarra frambjóðenda í tilteknum málum, meðal annars vegna Icesave samninganna og til stjórnarskrárbreytinga. Í viðtalinu var Davíð spurður um sína eigin fortíð.Það var til dæmis mat Rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna að bankastjórn Seðlabankans, þar sem þú varst formaður, hefði sýnt af sér vanrækslu. Hefur þetta engin áhrif á hæfi þitt til að gegna embætti forseta Íslands? „Þetta var reyndar rangt hjá þér. Ég hef leiðrétt þetta áður, þess vegna er ég svolítið hissa að þú skulir koma með þessa spurningu, sem hefur verið leiðrétt áður. Það var sko þannig að í skýrslu rannsóknanefndarinnar að þá eru sett upp ákveðnir þættir, sem að þeir sem voru nefndir, fengu tækifæri til þess að andmæla. Og eftir að slík andmæli komu fram að þá voru allir þessir þættir settir til hliðar. Það voru tvö lítil atriði, annað snéri að því að við hefðum átt að grípa fram fyrir hendurnar á Fjármálaeftirlitinu, þó við hefðum ekki lagaheimild til þess, og annað lítið atriði sem hafði engin áhrif á það hvort bankar hrundu eða ekki,“ sagði Davíð Oddsson.Icesave og erindi Glitnis Þessi tvö atriði sem Davíð vísar til varða annars vegar viðbrögð bankastjórnar Seðlabankans í tilefni af erindi Landsbankans í ágúst 2008 um aðstoð við flutning Icesave reikninganna úr útibúi yfir í dótturfélag. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Það er niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að meta verði framangreint athafnaleysi Davíðs Oddssonar, Eiríks Guðnasonar og Ingimundar Friðrikssonar svo að þeir hafi þar látið hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og grípa til viðhlítandi ráðstafana og með því sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008.“ Hins vegar varðandi afgreiðslu bankastjórnar Seðlabankans á erindi Glitnis banka í september 2008. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Að framansögðu athuguðu er það mat rannsóknarnefndar Alþingis að bankastjórn Seðlabanka Íslands hafi sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008 með því að hafa ekki farið að reglum stjórnsýslulaga varðandi tilkynningu á þeirri niðurstöðu sinni að verða ekki við erindi Glitnis banka hf.”Nefndarmenn staðfesta að Davíð sýndi af sér vanrækslu Fréttastofa hafði samband við nefndarmenn í Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna. Þeir staðfesta að það hafi verið niðurstaða nefndarinnar að Davíð hefði sýnt af sér vanrækslu í þessum tveimur tilvikum.Sjónvarpsfrétt kvöldsins má sjá í spilaranum að ofan en að neðan er viðtalið við Davíð í heild sinni. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. Athugun fréttastofu leiðir hins vegar annað í ljós. Öllum frambjóðendum til embættis forseta Íslands var boðið að koma í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag á Vísi og var dregið um röð frambjóðenda. Næstur í röðinni er Davíð Oddsson. Davíð hefur í kosningabaráttunni rifjað upp afstöðu annarra frambjóðenda í tilteknum málum, meðal annars vegna Icesave samninganna og til stjórnarskrárbreytinga. Í viðtalinu var Davíð spurður um sína eigin fortíð.Það var til dæmis mat Rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna að bankastjórn Seðlabankans, þar sem þú varst formaður, hefði sýnt af sér vanrækslu. Hefur þetta engin áhrif á hæfi þitt til að gegna embætti forseta Íslands? „Þetta var reyndar rangt hjá þér. Ég hef leiðrétt þetta áður, þess vegna er ég svolítið hissa að þú skulir koma með þessa spurningu, sem hefur verið leiðrétt áður. Það var sko þannig að í skýrslu rannsóknanefndarinnar að þá eru sett upp ákveðnir þættir, sem að þeir sem voru nefndir, fengu tækifæri til þess að andmæla. Og eftir að slík andmæli komu fram að þá voru allir þessir þættir settir til hliðar. Það voru tvö lítil atriði, annað snéri að því að við hefðum átt að grípa fram fyrir hendurnar á Fjármálaeftirlitinu, þó við hefðum ekki lagaheimild til þess, og annað lítið atriði sem hafði engin áhrif á það hvort bankar hrundu eða ekki,“ sagði Davíð Oddsson.Icesave og erindi Glitnis Þessi tvö atriði sem Davíð vísar til varða annars vegar viðbrögð bankastjórnar Seðlabankans í tilefni af erindi Landsbankans í ágúst 2008 um aðstoð við flutning Icesave reikninganna úr útibúi yfir í dótturfélag. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Það er niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að meta verði framangreint athafnaleysi Davíðs Oddssonar, Eiríks Guðnasonar og Ingimundar Friðrikssonar svo að þeir hafi þar látið hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og grípa til viðhlítandi ráðstafana og með því sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008.“ Hins vegar varðandi afgreiðslu bankastjórnar Seðlabankans á erindi Glitnis banka í september 2008. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Að framansögðu athuguðu er það mat rannsóknarnefndar Alþingis að bankastjórn Seðlabanka Íslands hafi sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008 með því að hafa ekki farið að reglum stjórnsýslulaga varðandi tilkynningu á þeirri niðurstöðu sinni að verða ekki við erindi Glitnis banka hf.”Nefndarmenn staðfesta að Davíð sýndi af sér vanrækslu Fréttastofa hafði samband við nefndarmenn í Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna. Þeir staðfesta að það hafi verið niðurstaða nefndarinnar að Davíð hefði sýnt af sér vanrækslu í þessum tveimur tilvikum.Sjónvarpsfrétt kvöldsins má sjá í spilaranum að ofan en að neðan er viðtalið við Davíð í heild sinni.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira