Bernie Sanders berst áfram fyrir útnefningu Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. júní 2016 06:00 Bernie Sanders lætur það ekki stöðva sig að Hillary Clinton sé nánast örugg með útnefningu. Nordicphotos/AFP Þrátt fyrir að Bernie Sanders eigi varla neinn möguleika lengur á sigri í forkosningum Demókrataflokksins, þá ætlar hann að berjast ótrauður áfram. „Það er afar ólíklegt að Clinton fái tilskilinn fjölda skuldbundinna fulltrúa til að geta lýst yfir sigri á þriðjudagskvöld,“ sagði hann á blaðamannafundi á laugardag. Hann heldur fast í þann möguleika að ofurfulltrúunum svonefndu, sem ganga óbundnir til kosninga á landsþingi flokksins í júlí, snúist hugur þótt flestir þeirra hafi lýst yfir stuðningi við Clinton. „Við þurfum alvöru breytingar í þessu landi,“ sagði hann um helgina. Í dag verða forkosningar í sex ríkjum Bandaríkjanna, þar á meðal í síðasta stóra ríkinu, Kaliforníu, þar sem kosið verður um 546 landsþingsfulltrúa. Forkosningunum lýkur svo á þriðjudaginn eftir viku, þegar íbúar höfuðborgarinnar Washington greiða atkvæði. Til að tryggja sér meirihluta þarf Clinton að fá rúmlega tvo af hverjum þremur þeirra landsþingsfulltrúa, sem enn eru í boði. Samkvæmt skoðanakönnunum er mjótt á mununum, þannig að vel er hugsanlegt að Clinton þurfi að treysta á ofurfulltrúana. Töluvert þarf samt til að þeim snúist hugur, enda koma þeir úr helsta valdakjarna flokksins sem upp til hópa hafa verið eindregnir stuðningsmenn hennar í þessari kosningabaráttu. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Donald Trump, sem þykir nánast öruggur með að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Á kosningafundi í Kaliforníu á laugardaginn sagði hún Trump hreinlega hættulegan rugludall, fullan af fordómum, sem reyni að afvegaleiða almenning.Staðan í dag Til sigurs þarf 2.383 atkvæði frá fulltrúum á landsþingi Demókrataflokksins í lok júlí. Clinton er komin með 1.809 fulltrúa, og vantar því enn 574 til sigurs. Sanders er kominn með 1.520 fulltrúa, og vantar því enn 863 til sigurs. Enn á eftir að kjósa um 851 fulltrúa. Þar af verða 806 kosnir í dag, en á þriðjudaginn í næstu viku verða síðustu forkosningarnar haldnar í höfuðborginni Washington, þar sem kosnir verða 45 landsþingsfulltrúar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Sjá meira
Þrátt fyrir að Bernie Sanders eigi varla neinn möguleika lengur á sigri í forkosningum Demókrataflokksins, þá ætlar hann að berjast ótrauður áfram. „Það er afar ólíklegt að Clinton fái tilskilinn fjölda skuldbundinna fulltrúa til að geta lýst yfir sigri á þriðjudagskvöld,“ sagði hann á blaðamannafundi á laugardag. Hann heldur fast í þann möguleika að ofurfulltrúunum svonefndu, sem ganga óbundnir til kosninga á landsþingi flokksins í júlí, snúist hugur þótt flestir þeirra hafi lýst yfir stuðningi við Clinton. „Við þurfum alvöru breytingar í þessu landi,“ sagði hann um helgina. Í dag verða forkosningar í sex ríkjum Bandaríkjanna, þar á meðal í síðasta stóra ríkinu, Kaliforníu, þar sem kosið verður um 546 landsþingsfulltrúa. Forkosningunum lýkur svo á þriðjudaginn eftir viku, þegar íbúar höfuðborgarinnar Washington greiða atkvæði. Til að tryggja sér meirihluta þarf Clinton að fá rúmlega tvo af hverjum þremur þeirra landsþingsfulltrúa, sem enn eru í boði. Samkvæmt skoðanakönnunum er mjótt á mununum, þannig að vel er hugsanlegt að Clinton þurfi að treysta á ofurfulltrúana. Töluvert þarf samt til að þeim snúist hugur, enda koma þeir úr helsta valdakjarna flokksins sem upp til hópa hafa verið eindregnir stuðningsmenn hennar í þessari kosningabaráttu. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Donald Trump, sem þykir nánast öruggur með að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Á kosningafundi í Kaliforníu á laugardaginn sagði hún Trump hreinlega hættulegan rugludall, fullan af fordómum, sem reyni að afvegaleiða almenning.Staðan í dag Til sigurs þarf 2.383 atkvæði frá fulltrúum á landsþingi Demókrataflokksins í lok júlí. Clinton er komin með 1.809 fulltrúa, og vantar því enn 574 til sigurs. Sanders er kominn með 1.520 fulltrúa, og vantar því enn 863 til sigurs. Enn á eftir að kjósa um 851 fulltrúa. Þar af verða 806 kosnir í dag, en á þriðjudaginn í næstu viku verða síðustu forkosningarnar haldnar í höfuðborginni Washington, þar sem kosnir verða 45 landsþingsfulltrúar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Sjá meira