Egilsstaðabúar langþreyttir á sofandi ferðamönnum: „This is our home“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2016 13:30 Skilaboðin eru skýr, en þó nokkuð vinaleg. Íbúar á Egilsstöðum geta nú nálgast sérstakan dreifimiða sem setja má á rúður bíla ferðamanna sem leggjast til næturhvílu í bílum sínum hér og þar innan bæjarmarkanna. Heimamenn hafa í auknum mæli orðið varir við slíkt og töldu rétt að bregðast við. „Það eru svona bílar að leggja alls staðar innan bæjarmarkanna,“ segir Ívar Ingimarsson, fyrrum knattspyrnukempa, aðspurður hvort um sé að ræða svonefnda „campers“ eða sendibíla. Fyrirtækin, sem leigja út slíka bíla hafa sprottið upp undanfarin ár og eru orðin ansi mörg. Ívar er einn þeirra sem standa að Þjónustusamfélaginu á Héraði, félagi fyrirtækja á Egilsstöðum og nágrenni, sem gefur út dreifimiðana.Sjá einnig: Kirkjunni læst eftir ítrekaðar gistingar ferðamanna: „Fáranlegt að þurfa að banna það sem er sjálfsagt að sé ekki gert“„Það er búin að vera sprenging í ferðamönnum og þessum ferðamáta líka. Við finnum vel fyrir því hér,“ segir Ívar. Líkt og sjá má hér til hliðar eru skilaboðin til ferðamanna skýr en þó vinsamleg. Er þeim bent á að ganga vel um og gista á þar til gerðum svæðum. Enda skilaboðin á orðunum „This is our home“ eða „Þetta er heimili okkar.“Dreifimiðinn sem um ræðir. Ferðamönnum er vinsamlega beint á tjaldsvæði. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Ívar segir að markmiðið með dreifimiðunum sé að benda ferðamönnum á að ekki sé í lagi að leggja bílum sínum hvar sem er sé ætlunin að gista í þeim. „Við vitum það að það eru ekki klósett og aðrir hlutir í þessum bílum. Við viljum bara benda á með jákvæðum hætti að þetta er ekki það sem íbúarnir vilja,“ segir Ívar. Dreifimiðarnir eru komnir í dreifingu og segir Ívar að þegar hafi fjölmargir íbúa náð sér í miðana.Sjá einnig: Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð„Þegar maður sér svona bíl lagt á bílastæði, eða hjá kirkjunni eða við bæjarmörkin er hægt að smella þessu á rúðuna hjá ferðamönnunum og þá er þetta bara vinsamleg ábending til þeirra,“ segir Ívar en en samkvæmt 9. grein lögreglusamþykktar fyrir Fljótsdalshérað er óheimilt að gista í í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða.Sú tíð liðinn að ferðamenn geti plantað sér niður hvar sem er Ívar bendir á að á Egilsstöðum og víðar um land sé búið að byggja upp mjög góða þjónustu fyrir ferðamenn sem sjálfsagt er að sé nýtt. „Sú tíð að fólk geti plantað sér niður hvar sem er bara liðinn. Hingað kemur of mikill fjöldi til þess að það sé hægt,“ segir Ívar en með dreifimiðunum sé samfélagið á Fljótsdalshéraði að benda ferðamönnum, með vinsamlegum hætti, hvar sé leyfilegt að gista.Ívar Ingimarsson.Sjá einnig: Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum„Hér eru sérútbúin tjaldsvæði. Sveitarfélagið hér ásamt þjónustusamfélaginu hefur lagt mikinn pening í að byggja upp almenningssalerni fyrir ferðamenn, það er á tjaldsvæðinu og með þessu erum við að segja ferðamenn: „Notið þið þetta,“ en það er mikilvægt að gera það á vinsamlegan hátt. Ljóst er að nokkurs titrings gætir innan ferðaþjónustunnar vegna ferðamanna sem ferðist um á sendiferðabílum líkt og Vísir hefur greint frá. Ívar telur að vandamálið sé fyrst og fremst það að ferðamenn séu ekki nógu vel upplýstir en að tilgangurinn með ferðaþjónustu hljóti að vera sá að búa til störf og auka þjónustu, það gerist ekki nema ferðamenn greiði fyrir þjónustuna.Sjá einnig: Húsbílafólk rekið af bílastæði á Höfn„Auðvitað gera margir út á það að menn geti nánast gert hvað sem er en er ekki tilgangurinn með ferðaþjónustunni að búa til störf og bæta þjónustu? Við erum með fólk í vinnu á tjaldsvæðunum. Er ekki bara sjálfsagt að rukka fyrir góða þjónustu og að ferðamenn nýti sér hana?“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Kirkjunni læst eftir ítrekaðar gistingar ferðamanna: „Fáranlegt að þurfa að banna það sem er sjálfsagt að sé ekki gert“ Ekki í fyrsta sinn sem heimamenn þurfa að reka ferðamenn úr Reykhólakirkju eftur næturgistingu. 27. maí 2016 14:45 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Íbúar á Egilsstöðum geta nú nálgast sérstakan dreifimiða sem setja má á rúður bíla ferðamanna sem leggjast til næturhvílu í bílum sínum hér og þar innan bæjarmarkanna. Heimamenn hafa í auknum mæli orðið varir við slíkt og töldu rétt að bregðast við. „Það eru svona bílar að leggja alls staðar innan bæjarmarkanna,“ segir Ívar Ingimarsson, fyrrum knattspyrnukempa, aðspurður hvort um sé að ræða svonefnda „campers“ eða sendibíla. Fyrirtækin, sem leigja út slíka bíla hafa sprottið upp undanfarin ár og eru orðin ansi mörg. Ívar er einn þeirra sem standa að Þjónustusamfélaginu á Héraði, félagi fyrirtækja á Egilsstöðum og nágrenni, sem gefur út dreifimiðana.Sjá einnig: Kirkjunni læst eftir ítrekaðar gistingar ferðamanna: „Fáranlegt að þurfa að banna það sem er sjálfsagt að sé ekki gert“„Það er búin að vera sprenging í ferðamönnum og þessum ferðamáta líka. Við finnum vel fyrir því hér,“ segir Ívar. Líkt og sjá má hér til hliðar eru skilaboðin til ferðamanna skýr en þó vinsamleg. Er þeim bent á að ganga vel um og gista á þar til gerðum svæðum. Enda skilaboðin á orðunum „This is our home“ eða „Þetta er heimili okkar.“Dreifimiðinn sem um ræðir. Ferðamönnum er vinsamlega beint á tjaldsvæði. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Ívar segir að markmiðið með dreifimiðunum sé að benda ferðamönnum á að ekki sé í lagi að leggja bílum sínum hvar sem er sé ætlunin að gista í þeim. „Við vitum það að það eru ekki klósett og aðrir hlutir í þessum bílum. Við viljum bara benda á með jákvæðum hætti að þetta er ekki það sem íbúarnir vilja,“ segir Ívar. Dreifimiðarnir eru komnir í dreifingu og segir Ívar að þegar hafi fjölmargir íbúa náð sér í miðana.Sjá einnig: Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð„Þegar maður sér svona bíl lagt á bílastæði, eða hjá kirkjunni eða við bæjarmörkin er hægt að smella þessu á rúðuna hjá ferðamönnunum og þá er þetta bara vinsamleg ábending til þeirra,“ segir Ívar en en samkvæmt 9. grein lögreglusamþykktar fyrir Fljótsdalshérað er óheimilt að gista í í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða.Sú tíð liðinn að ferðamenn geti plantað sér niður hvar sem er Ívar bendir á að á Egilsstöðum og víðar um land sé búið að byggja upp mjög góða þjónustu fyrir ferðamenn sem sjálfsagt er að sé nýtt. „Sú tíð að fólk geti plantað sér niður hvar sem er bara liðinn. Hingað kemur of mikill fjöldi til þess að það sé hægt,“ segir Ívar en með dreifimiðunum sé samfélagið á Fljótsdalshéraði að benda ferðamönnum, með vinsamlegum hætti, hvar sé leyfilegt að gista.Ívar Ingimarsson.Sjá einnig: Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum„Hér eru sérútbúin tjaldsvæði. Sveitarfélagið hér ásamt þjónustusamfélaginu hefur lagt mikinn pening í að byggja upp almenningssalerni fyrir ferðamenn, það er á tjaldsvæðinu og með þessu erum við að segja ferðamenn: „Notið þið þetta,“ en það er mikilvægt að gera það á vinsamlegan hátt. Ljóst er að nokkurs titrings gætir innan ferðaþjónustunnar vegna ferðamanna sem ferðist um á sendiferðabílum líkt og Vísir hefur greint frá. Ívar telur að vandamálið sé fyrst og fremst það að ferðamenn séu ekki nógu vel upplýstir en að tilgangurinn með ferðaþjónustu hljóti að vera sá að búa til störf og auka þjónustu, það gerist ekki nema ferðamenn greiði fyrir þjónustuna.Sjá einnig: Húsbílafólk rekið af bílastæði á Höfn„Auðvitað gera margir út á það að menn geti nánast gert hvað sem er en er ekki tilgangurinn með ferðaþjónustunni að búa til störf og bæta þjónustu? Við erum með fólk í vinnu á tjaldsvæðunum. Er ekki bara sjálfsagt að rukka fyrir góða þjónustu og að ferðamenn nýti sér hana?“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Kirkjunni læst eftir ítrekaðar gistingar ferðamanna: „Fáranlegt að þurfa að banna það sem er sjálfsagt að sé ekki gert“ Ekki í fyrsta sinn sem heimamenn þurfa að reka ferðamenn úr Reykhólakirkju eftur næturgistingu. 27. maí 2016 14:45 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40
Kirkjunni læst eftir ítrekaðar gistingar ferðamanna: „Fáranlegt að þurfa að banna það sem er sjálfsagt að sé ekki gert“ Ekki í fyrsta sinn sem heimamenn þurfa að reka ferðamenn úr Reykhólakirkju eftur næturgistingu. 27. maí 2016 14:45
Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48