Gibson vinnur að framhaldi Passion of the Christ Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2016 11:20 Jim Caviezel og Mel Gibson við tökur á Passion of the Christ. Vísir/AFP Mel Gibson vinnur nú að framhaldsmynd Passion of the Christ. Hann og handritshöfundurinn Randall Wallace, sem skrifaði Braveheart, undirbúa nú framleiðslu myndarinnar sem á að fjalla um upprisu Jesús. Wallace sagði Hollywood Reporter að hann væri byrjaður á handriti myndarinnar. „Mig langaði alltaf að segja þessa sögu. Passion var byrjunin og það á enn eftir að segja stóran hluta sögunnar,“ segir Wallace. Upprunalega myndin þénaði 612 milljónir dala en kostaði einungis 30 milljónir í framleiðslu. Lengi hefur verið talið að Gibson myndi gera framhald, en hann virtist ekki hafa áhuga. Samkvæmt Hollywood Reporter fór þó orðrómur um framhald af stað í síðasta mánuði. Þá var Gibson spurður út í framhald og gaf hann loðin svör. Framleiðsla myndarinnar er ekki komin langt á veg og hefur ekkert kvikmyndaver eða fjárfestar sett fjármagn í myndina. Wallace segir þó að áhuginn sé til staðar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Mel Gibson vinnur nú að framhaldsmynd Passion of the Christ. Hann og handritshöfundurinn Randall Wallace, sem skrifaði Braveheart, undirbúa nú framleiðslu myndarinnar sem á að fjalla um upprisu Jesús. Wallace sagði Hollywood Reporter að hann væri byrjaður á handriti myndarinnar. „Mig langaði alltaf að segja þessa sögu. Passion var byrjunin og það á enn eftir að segja stóran hluta sögunnar,“ segir Wallace. Upprunalega myndin þénaði 612 milljónir dala en kostaði einungis 30 milljónir í framleiðslu. Lengi hefur verið talið að Gibson myndi gera framhald, en hann virtist ekki hafa áhuga. Samkvæmt Hollywood Reporter fór þó orðrómur um framhald af stað í síðasta mánuði. Þá var Gibson spurður út í framhald og gaf hann loðin svör. Framleiðsla myndarinnar er ekki komin langt á veg og hefur ekkert kvikmyndaver eða fjárfestar sett fjármagn í myndina. Wallace segir þó að áhuginn sé til staðar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira