Guðni Th: Þyngra en tárum taki að hælisleitendur leiti skjóls í kirkju og lögreglan dragi þá þaðan út Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2016 15:53 Guðni vonar að atvik eins og það sem varð í Laugarneskirkju aðfaranótt þriðjudags endurtaki sig ekki. vísir Mikið hefur fjallað um tvo unga íraska hælisleitendur sem vísað var frá Íslandi aðfaranótt þriðjudags og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en lögregla sótti þá til altaris í Laugarneskirkju þar sem boðað hafði verið til nokkurs konar samverustundar til stuðnings þeim. Mennirnir tveir, Alí og Majed, voru sóttir af lögreglu klukkan fimm um morguninn í kirkjun en þá höfðu um þrjátíu manns beðið með þeim í kirkjunni í um klukkustund, hlýtt á tónlist og rætt saman. Myndir og myndbönd sem birst hafa í fjölmiðlum af því þegar mennirnir eru dregnir út úr kirkjunni eru sláandi enda hafa þær vakið mikla athygli, meðal annars í erlendum fjölmiðlum, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Er þetta ekki í fyrsta sinn sem mál hælisleitenda hér á landi komast í heimsfréttirnar en Al Jazeera fjallaði til dæmis um mál nígeríska hælisleitandans Eze Okafor fyrr í mánuðinum. Blaðamanni Vísis lék forvitni á að vita hvort að nýkjörinn forseti Guðni Th. Jóhannesson vildi tjá sig um mál þeirra Alí og Majed, ekki kannski síst í ljósi þess að honum var tíðrætt um mannúðina í kosningabaráttu sinni til forseta. Guðni segir að honum finnist ekki við hæfi að nýkjörinn forseti tjái sig beinlínis um einstök atvik. „En auðvitað finnst manni þyngra en tárum taki að mál þróist á þann veg að hælisleitendur finni sér skjól í kirkju og laganna verðir dragi þá síðan þaðan út. Vonandi kemur þetta ekki aftur fyrir.“ Tengdar fréttir Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Sjá meira
Mikið hefur fjallað um tvo unga íraska hælisleitendur sem vísað var frá Íslandi aðfaranótt þriðjudags og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en lögregla sótti þá til altaris í Laugarneskirkju þar sem boðað hafði verið til nokkurs konar samverustundar til stuðnings þeim. Mennirnir tveir, Alí og Majed, voru sóttir af lögreglu klukkan fimm um morguninn í kirkjun en þá höfðu um þrjátíu manns beðið með þeim í kirkjunni í um klukkustund, hlýtt á tónlist og rætt saman. Myndir og myndbönd sem birst hafa í fjölmiðlum af því þegar mennirnir eru dregnir út úr kirkjunni eru sláandi enda hafa þær vakið mikla athygli, meðal annars í erlendum fjölmiðlum, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Er þetta ekki í fyrsta sinn sem mál hælisleitenda hér á landi komast í heimsfréttirnar en Al Jazeera fjallaði til dæmis um mál nígeríska hælisleitandans Eze Okafor fyrr í mánuðinum. Blaðamanni Vísis lék forvitni á að vita hvort að nýkjörinn forseti Guðni Th. Jóhannesson vildi tjá sig um mál þeirra Alí og Majed, ekki kannski síst í ljósi þess að honum var tíðrætt um mannúðina í kosningabaráttu sinni til forseta. Guðni segir að honum finnist ekki við hæfi að nýkjörinn forseti tjái sig beinlínis um einstök atvik. „En auðvitað finnst manni þyngra en tárum taki að mál þróist á þann veg að hælisleitendur finni sér skjól í kirkju og laganna verðir dragi þá síðan þaðan út. Vonandi kemur þetta ekki aftur fyrir.“
Tengdar fréttir Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Sjá meira
Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07