Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Bjarki Ármannsson skrifar 28. júní 2016 11:07 Samtökin No Borders deila myndbandi frá atburðum næturinnar. Tveimur ungum íröskum hælisleitendum var í nótt vísað úr landi og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en lögregla sótti þá til altars í Laugarneskirkju í Reykjavík, þar sem boðað hafði verið til nokkurs konar samverustundar til stuðnings þeim. Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, segir að kirkjan hafi verið opin mönnunum tveimur í nótt til að tjá samstöðu með þeim og vekja athygli á aðgerðarleysi íslenskra yfirvalda í málefnum einstakra hælisleitenda. Starfsfólk kirkjunnar hafi lengi haft áhuga á því að láta reyna á hugmyndina um kirkjuna sem griðastað. „Við vildum sjá hvort það væri hægt að virkja þessa hugmynd, ekki síst til þess að reyna að þrýsta á um breytt verklag í sambandi við meðferð umsókna hælisleitenda,“ segir Kristín. Mennirnir tveir, Alí og Majed, voru sóttir af lögreglu klukkan fimm í nótt en þá höfðu um þrjátíu manns beðið í kirkjunni í klukkustund, hlýtt á tónlist og rætt saman. Myndbönd sem Baldvin Björgvinsson tók og Vísir hefur klippt saman sýna lögreglumenn fylgja mönnunum út úr kirkjunni.Þó lögregla hafi, að sögn Kristínu, ekki mætt neinni mótspyrnu viðstadda heyrast nokkrir kalla að lögreglu þegar þeim Alí og Majed er fylgt út. Kristín segir að það hafi vissulega verið erfitt að horfa upp á brottvísunina.Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju.„Þegar þeir komu, vorum við búin að mynda bænahring og þaðan voru þeir dregnir,“ segir hún. „Fólk var mjög slegið og miður sín þegar það kom að þessu. Þegar lögreglan kom og bað þá um að koma með sér og mennirnir brugðust ekki strax við, þá voru þeir eiginlega bara dregnir burtu og snúnir niður fyrir utan kirkjuna. Ég veit að þetta hafði mjög sterk áhrif á fólk.“ Kristín segir skipuleggjendur samverustundarinnar í nótt hafa viljað láta reyna á þetta, þó þau hafi í raun ekki búist við því að þetta færi öðruvísi. Þau hafi þó náð að útskýra mál sitt fyrir lögreglu og ljóst er að gjörningurinn hefur þegar vakið nokkra athygli á samskipta- og fjölmiðlum. Ekki eru allir þar sammála nálgun Kristínar og Toshiki Toma, presti innflytjenda, og ganga sumir svo langt að segja að þau hvetji til lögbrota. „Við mættum lögreglu með virðingu og drengirnir voru búnir að gefa lögreglu það upp að þeir yrðu þarna þegar það ætti að sækja þá,“ segir Kristín. „Og þarna vorum við bara komin til þess að sýna þeim stuðning. Við erum alls ekki að hefja okkur yfir landslög en við viljum hvetja til meiri ábyrgðar og meiri sanngirni í meðferð yfirvalda í útlendingamálum. Hún er sannarlega ekki yfir gagnrýni hafin.“ Mennirnir tengjast Laugarneskirkju í gegnum starf kirkjunnar með hælisleitendum síðasta eina og hálfa árið. Kristín segir það koma til greina að reyna þetta á ný síðar. Tengdar fréttir Lögregla mun þurfa að sækja hælisleitendur til altarsins Laugarneskirkja verður opin í nótt til að sýna tveimur íröskum hælisleitendum samstöðu. 27. júní 2016 17:34 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Tveimur ungum íröskum hælisleitendum var í nótt vísað úr landi og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en lögregla sótti þá til altars í Laugarneskirkju í Reykjavík, þar sem boðað hafði verið til nokkurs konar samverustundar til stuðnings þeim. Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, segir að kirkjan hafi verið opin mönnunum tveimur í nótt til að tjá samstöðu með þeim og vekja athygli á aðgerðarleysi íslenskra yfirvalda í málefnum einstakra hælisleitenda. Starfsfólk kirkjunnar hafi lengi haft áhuga á því að láta reyna á hugmyndina um kirkjuna sem griðastað. „Við vildum sjá hvort það væri hægt að virkja þessa hugmynd, ekki síst til þess að reyna að þrýsta á um breytt verklag í sambandi við meðferð umsókna hælisleitenda,“ segir Kristín. Mennirnir tveir, Alí og Majed, voru sóttir af lögreglu klukkan fimm í nótt en þá höfðu um þrjátíu manns beðið í kirkjunni í klukkustund, hlýtt á tónlist og rætt saman. Myndbönd sem Baldvin Björgvinsson tók og Vísir hefur klippt saman sýna lögreglumenn fylgja mönnunum út úr kirkjunni.Þó lögregla hafi, að sögn Kristínu, ekki mætt neinni mótspyrnu viðstadda heyrast nokkrir kalla að lögreglu þegar þeim Alí og Majed er fylgt út. Kristín segir að það hafi vissulega verið erfitt að horfa upp á brottvísunina.Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju.„Þegar þeir komu, vorum við búin að mynda bænahring og þaðan voru þeir dregnir,“ segir hún. „Fólk var mjög slegið og miður sín þegar það kom að þessu. Þegar lögreglan kom og bað þá um að koma með sér og mennirnir brugðust ekki strax við, þá voru þeir eiginlega bara dregnir burtu og snúnir niður fyrir utan kirkjuna. Ég veit að þetta hafði mjög sterk áhrif á fólk.“ Kristín segir skipuleggjendur samverustundarinnar í nótt hafa viljað láta reyna á þetta, þó þau hafi í raun ekki búist við því að þetta færi öðruvísi. Þau hafi þó náð að útskýra mál sitt fyrir lögreglu og ljóst er að gjörningurinn hefur þegar vakið nokkra athygli á samskipta- og fjölmiðlum. Ekki eru allir þar sammála nálgun Kristínar og Toshiki Toma, presti innflytjenda, og ganga sumir svo langt að segja að þau hvetji til lögbrota. „Við mættum lögreglu með virðingu og drengirnir voru búnir að gefa lögreglu það upp að þeir yrðu þarna þegar það ætti að sækja þá,“ segir Kristín. „Og þarna vorum við bara komin til þess að sýna þeim stuðning. Við erum alls ekki að hefja okkur yfir landslög en við viljum hvetja til meiri ábyrgðar og meiri sanngirni í meðferð yfirvalda í útlendingamálum. Hún er sannarlega ekki yfir gagnrýni hafin.“ Mennirnir tengjast Laugarneskirkju í gegnum starf kirkjunnar með hælisleitendum síðasta eina og hálfa árið. Kristín segir það koma til greina að reyna þetta á ný síðar.
Tengdar fréttir Lögregla mun þurfa að sækja hælisleitendur til altarsins Laugarneskirkja verður opin í nótt til að sýna tveimur íröskum hælisleitendum samstöðu. 27. júní 2016 17:34 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Lögregla mun þurfa að sækja hælisleitendur til altarsins Laugarneskirkja verður opin í nótt til að sýna tveimur íröskum hælisleitendum samstöðu. 27. júní 2016 17:34