Nýr forseti hylltur: Mannfjöldinn söng afmælissönginn fyrir Guðna Th. Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. júní 2016 16:15 Stuðningsmenn Guðna Th. Jóhannessonar, nýkjörins forseta Íslands, komu saman við heimili hans að Tjarnarstíg 11 á Seltjarnarnesi og hylltu hann nú síðdegis. „Góðir Íslendingar og kæru vinir, ég heilsa ykkur og þakka sem nýkjörinn forseti Íslands,“ sagði Guðni. „Með ykkar hjálp heiti ég því að leggja mig allan fram í því mikla embætti sem ég tek senn við.“ Guðni kom út á svalir heimilis síns undir dynjandi lófaklappi nokkur hundruð stuðningsmanna sem lagt höfðu leið sína að heimili Guðna og Elizu eiginkonu hans en þau komu á svalirnar ásamt börnum sínum og elstu dóttir Guðna. Eliza bauð alla velkomna áður en hún kynnti næsta forseta Íslands, eiginmann sinn, Guðna. Að lokinni stuttri tölu Guðna þar sem hann þakkaði stuðninginn sungu viðstaddir fyrir hann afmælissönginn en hann á 48 ára afmæli í dag. Að því loknu tók Guðni á móti blómvendi áður en hann hélt í garð sinn þar sem hann ræddi við stuðningsmenn sína. Segja má að hefð hafi skapast fyrir því að stuðningsmenn nýkjörins forseta geri slíkt þar sem Vigdís Finnbogadóttir var hyllt við heimili sitt á Aragötu 1980 og Ólafur Ragnar Grímsson var hylltur sömuleiðis við heimili sitt á Seltjarnarnesi árið 1996. Guðni fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum sem fram fóru í gær en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Á morgun heldur Guðni ásamt fjölskyldu sinni til Frakklands þar sem þau ætla að sjá leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM í knattspyrnu karla.Um nokkur hundruð manns mættu við heimili Guðna.Vísir/AntonBörnin fylgdust með á meðan Guðni ávarpaði fjöldann. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15 Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Stuðningsmenn Guðna Th. Jóhannessonar, nýkjörins forseta Íslands, komu saman við heimili hans að Tjarnarstíg 11 á Seltjarnarnesi og hylltu hann nú síðdegis. „Góðir Íslendingar og kæru vinir, ég heilsa ykkur og þakka sem nýkjörinn forseti Íslands,“ sagði Guðni. „Með ykkar hjálp heiti ég því að leggja mig allan fram í því mikla embætti sem ég tek senn við.“ Guðni kom út á svalir heimilis síns undir dynjandi lófaklappi nokkur hundruð stuðningsmanna sem lagt höfðu leið sína að heimili Guðna og Elizu eiginkonu hans en þau komu á svalirnar ásamt börnum sínum og elstu dóttir Guðna. Eliza bauð alla velkomna áður en hún kynnti næsta forseta Íslands, eiginmann sinn, Guðna. Að lokinni stuttri tölu Guðna þar sem hann þakkaði stuðninginn sungu viðstaddir fyrir hann afmælissönginn en hann á 48 ára afmæli í dag. Að því loknu tók Guðni á móti blómvendi áður en hann hélt í garð sinn þar sem hann ræddi við stuðningsmenn sína. Segja má að hefð hafi skapast fyrir því að stuðningsmenn nýkjörins forseta geri slíkt þar sem Vigdís Finnbogadóttir var hyllt við heimili sitt á Aragötu 1980 og Ólafur Ragnar Grímsson var hylltur sömuleiðis við heimili sitt á Seltjarnarnesi árið 1996. Guðni fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum sem fram fóru í gær en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Á morgun heldur Guðni ásamt fjölskyldu sinni til Frakklands þar sem þau ætla að sjá leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM í knattspyrnu karla.Um nokkur hundruð manns mættu við heimili Guðna.Vísir/AntonBörnin fylgdust með á meðan Guðni ávarpaði fjöldann.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15 Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15
Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?