Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2016 14:42 Vegurinn í Berufirði á Austfjörðum í gærkvöldi. vísir/friðrik árnason/loftmyndir.is „Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður en mynd af veginum sem Friðrik deildi á Facebook-síðu vegagerðarinnar í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Myndin sýnir slæmt ástand vegkaflans sem byrjar við bæinn Lindarbrekku, liggur um fjarðarbotninn og endar við bæinn Hvannabrekku. Friðrik fer um veginn um það bil 50 sinnum á ári og segir það ekki marga daga á ári sem vegurinn sé góður. „Þetta er bara þvottabretti og mjög leiðinlegt. Þetta hefur verið svona í allavega 30 ár en það eru nú ekki mörg ár síðan þáverandi samgönguráðherra sagði að nú væri búið að malbika allan hringveginn en það er bara ekki þannig,“ segir Friðrik. Aðspurður hvað erlendir ferðamenn sem koma á hótelið til hans segja um veginn svarar hann: „Þeir eru náttúrulega bara stórhneykslaðir á okkur og halda oft á tíðum að þeir séu bara komnir í einhverjar ógöngur og vitleysu þegar þeir lenda á þessum vegkafla.“Hvimleitt ástand fyrir íbúa sem keyra veginn oft Friðrik segir íbúa ekki vita hvenær búið verði að malbika veginn enda hafi verkinu ítrekað verið seinkað síðustu ár. „Þetta er einfaldlega mjög hvimleitt, ekki síst fyrir okkur íbúa hér í Berufirði sem keyrum veginn mörgum sinnum á ári. Það springa þarna dekk reglulega og svona vegur eyðileggur einfaldlega bílana,“ segir Friðrik. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að vinna að útboðsgögnum vegna malbikunar umrædds vegkafla. Reiknað er með að farið verði í útboð síðar á árinu. Framkvæmdir verða svo á árunum 2017 og 2018 og er reyndar búist við verklokum árið 2018. Um heilmikla vegagerð er að ræða að sögn G. Péturs þar sem meðal annars verður farin ný leið yfir fjarðarbotninn með nýrri brú.Landeigendur og sveitarstjórnir ekki verið sammála um veglínunaEn hvers vegna hefur tekið svo langan tíma að gera við vegkaflann? „Það skýrist aðallega af því að landeigendur og sveitarstjórnir hafa ekki komið sér saman um hvernig þau vilja hafa þetta þannig að það hefur ekki staðið neitt á Vegagerðinni að leggja þarna nýjan veg,“ segir G. Pétur og bætir við að það sé oft flókið mál í vegagerð hvar sé best að fara því taka þurfi tillit til ýmissa mismunandi sjónarmiða og hagsmuna. Nú sé hins vegar allt orðið klárt; sveitarstjórnarmenn séu sáttir við veglínuna og verið sé að semja við landeigendur um að fá bætur fyrir sitt land. Þá er fjármagn á samgönguáætlun, sem reyndar er ekki búið að samþykkja, en G. Pétur telur þó að fjármagn muni fást til framkvæmdanna. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður en mynd af veginum sem Friðrik deildi á Facebook-síðu vegagerðarinnar í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Myndin sýnir slæmt ástand vegkaflans sem byrjar við bæinn Lindarbrekku, liggur um fjarðarbotninn og endar við bæinn Hvannabrekku. Friðrik fer um veginn um það bil 50 sinnum á ári og segir það ekki marga daga á ári sem vegurinn sé góður. „Þetta er bara þvottabretti og mjög leiðinlegt. Þetta hefur verið svona í allavega 30 ár en það eru nú ekki mörg ár síðan þáverandi samgönguráðherra sagði að nú væri búið að malbika allan hringveginn en það er bara ekki þannig,“ segir Friðrik. Aðspurður hvað erlendir ferðamenn sem koma á hótelið til hans segja um veginn svarar hann: „Þeir eru náttúrulega bara stórhneykslaðir á okkur og halda oft á tíðum að þeir séu bara komnir í einhverjar ógöngur og vitleysu þegar þeir lenda á þessum vegkafla.“Hvimleitt ástand fyrir íbúa sem keyra veginn oft Friðrik segir íbúa ekki vita hvenær búið verði að malbika veginn enda hafi verkinu ítrekað verið seinkað síðustu ár. „Þetta er einfaldlega mjög hvimleitt, ekki síst fyrir okkur íbúa hér í Berufirði sem keyrum veginn mörgum sinnum á ári. Það springa þarna dekk reglulega og svona vegur eyðileggur einfaldlega bílana,“ segir Friðrik. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að vinna að útboðsgögnum vegna malbikunar umrædds vegkafla. Reiknað er með að farið verði í útboð síðar á árinu. Framkvæmdir verða svo á árunum 2017 og 2018 og er reyndar búist við verklokum árið 2018. Um heilmikla vegagerð er að ræða að sögn G. Péturs þar sem meðal annars verður farin ný leið yfir fjarðarbotninn með nýrri brú.Landeigendur og sveitarstjórnir ekki verið sammála um veglínunaEn hvers vegna hefur tekið svo langan tíma að gera við vegkaflann? „Það skýrist aðallega af því að landeigendur og sveitarstjórnir hafa ekki komið sér saman um hvernig þau vilja hafa þetta þannig að það hefur ekki staðið neitt á Vegagerðinni að leggja þarna nýjan veg,“ segir G. Pétur og bætir við að það sé oft flókið mál í vegagerð hvar sé best að fara því taka þurfi tillit til ýmissa mismunandi sjónarmiða og hagsmuna. Nú sé hins vegar allt orðið klárt; sveitarstjórnarmenn séu sáttir við veglínuna og verið sé að semja við landeigendur um að fá bætur fyrir sitt land. Þá er fjármagn á samgönguáætlun, sem reyndar er ekki búið að samþykkja, en G. Pétur telur þó að fjármagn muni fást til framkvæmdanna.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira