Rukka meira í Bláa lónið á álagstímum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. júní 2016 09:00 Stakur miði kostar frá 7.100 kr upp í 8.500 krónur. Þá eru dýrari pakkar í boði. vísir/bláa lónið Verð fyrir hvern einstakling ofan í Bláa lónið miðast nú við framboð og eftirspurn eftir verðbreytingar sem gerðar voru í síðasta mánuði. Þannig getur stakur miði kostað frá 7.100 krónum upp í 8.500 krónur, eftir því á hvaða tíma dags viðkomandi bókar sig í lónið. Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, segir breytingarnar til þess fallnar að dreifa gestum betur yfir daginn. Þannig sé hægt að veita hverjum og einum betri þjónustu.Ákveðnir tímar vannýttir „Það er þannig að ákveðnir tímar dagsins eru vinsælli en aðrir. Sumir tímar voru að seljast illa og voru vannýttir og við höfðum verið að lenda í því á vissum dögum að allt að helmingur gestanna kom kannski bara á þriggja klukkustunda tímabili. Þess vegna breyttum við þessu og í raun snýst þetta um að veita betri þjónustu þannig að hver gestur nái að njóta sín betur,“ segir Dagný í samtali við Vísi.Sjá einnig:Bláa lónið hagnast um milljarða Aðsókn í lónið er mikil, svo mjög að nauðsynlegt er að bóka miða fyrir fram í gegnum bókunarkerfi á vefsíðu þess. Dagný segir að til þess að mæta þessum aukna fjölda gesta hafi lónið verið stækkað, fleiri starfsmenn ráðnir inn og þjónustustig aukið. „Við erum í fyrsta sinn með yfir 500 manns á launaskrá þannig að það eru mun fleiri starfsmenn á hvern gest en áður,“ segir hún. Dagný segir breytingarnar ekki svo frábrugðnar því sem tíðkast almennt í ferðaþjónustu, til dæmis hjá flugfélögum, þar sem takmarkað magn sé í boði. „Við erum í raun bara í svipuðum aðstæðum og flugfélögin, þar sem ákveðinn fjöldi sæta er í boði og verðið breytilegt.“Líkt og sjá má hér er verðið misjafnt eftir því á hvaða tíma dags bókað er.mynd/bláa lóniðUm lúxusþjónustu að ræða Verð í Bláa lónið hefur hækkað jafnt og þétt í gegnum árin. Árið 2011 kostaði miðinn að sumarlagi 4.800 krónur og á síðasta ári var hann kominn upp í 6.800 krónur. Þá var starfsemi Bláa lónsins undanþegin skatti, eða til 1. janúar 2016, þegar stakur miði hækkaði enn frekar. Dagný segist ekki sammála því að dýrt sé að fara í lónið. „Virði heimsóknarinnar er persónuleg og byggir á persónugildi hvers og eins. Við gerum könnun á meðal gesta í hverjum mánuði um ánægju þeirra og ítrekað sjáum við það að þeir sem kaupa dýrustu pakkanna eru ánægðastir. Við erum að búa til lúxusþjónustu á Íslandi.“ Aðspurð hvort frekari verðhækkanir séu í vændum segir hún slíka ákvörðun ekki hafa verið tekna. „Við leyfum sumrinu bara að líða áður en við tökum ákvörðun um það.“ Ekki hafa verið gerðar verðbreytingar á svokölluðu heimsóknargjaldi, sem er 10 evrur eða um 1.400 íslenskar krónur. Á vefsíðu Bláa lónsins segir: „Allir sem vilja heimsækja Bláa Lónið þurfa að greiða svonefnt heimsóknargjald sem nemur 10 evrum á mann. Þetta gjald er umreiknað í íslenskar krónur við komu, m.v gengi dagsins. Athugið að heimsóknargjaldið er innifalið í baðgjaldinu.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Verð fyrir hvern einstakling ofan í Bláa lónið miðast nú við framboð og eftirspurn eftir verðbreytingar sem gerðar voru í síðasta mánuði. Þannig getur stakur miði kostað frá 7.100 krónum upp í 8.500 krónur, eftir því á hvaða tíma dags viðkomandi bókar sig í lónið. Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, segir breytingarnar til þess fallnar að dreifa gestum betur yfir daginn. Þannig sé hægt að veita hverjum og einum betri þjónustu.Ákveðnir tímar vannýttir „Það er þannig að ákveðnir tímar dagsins eru vinsælli en aðrir. Sumir tímar voru að seljast illa og voru vannýttir og við höfðum verið að lenda í því á vissum dögum að allt að helmingur gestanna kom kannski bara á þriggja klukkustunda tímabili. Þess vegna breyttum við þessu og í raun snýst þetta um að veita betri þjónustu þannig að hver gestur nái að njóta sín betur,“ segir Dagný í samtali við Vísi.Sjá einnig:Bláa lónið hagnast um milljarða Aðsókn í lónið er mikil, svo mjög að nauðsynlegt er að bóka miða fyrir fram í gegnum bókunarkerfi á vefsíðu þess. Dagný segir að til þess að mæta þessum aukna fjölda gesta hafi lónið verið stækkað, fleiri starfsmenn ráðnir inn og þjónustustig aukið. „Við erum í fyrsta sinn með yfir 500 manns á launaskrá þannig að það eru mun fleiri starfsmenn á hvern gest en áður,“ segir hún. Dagný segir breytingarnar ekki svo frábrugðnar því sem tíðkast almennt í ferðaþjónustu, til dæmis hjá flugfélögum, þar sem takmarkað magn sé í boði. „Við erum í raun bara í svipuðum aðstæðum og flugfélögin, þar sem ákveðinn fjöldi sæta er í boði og verðið breytilegt.“Líkt og sjá má hér er verðið misjafnt eftir því á hvaða tíma dags bókað er.mynd/bláa lóniðUm lúxusþjónustu að ræða Verð í Bláa lónið hefur hækkað jafnt og þétt í gegnum árin. Árið 2011 kostaði miðinn að sumarlagi 4.800 krónur og á síðasta ári var hann kominn upp í 6.800 krónur. Þá var starfsemi Bláa lónsins undanþegin skatti, eða til 1. janúar 2016, þegar stakur miði hækkaði enn frekar. Dagný segist ekki sammála því að dýrt sé að fara í lónið. „Virði heimsóknarinnar er persónuleg og byggir á persónugildi hvers og eins. Við gerum könnun á meðal gesta í hverjum mánuði um ánægju þeirra og ítrekað sjáum við það að þeir sem kaupa dýrustu pakkanna eru ánægðastir. Við erum að búa til lúxusþjónustu á Íslandi.“ Aðspurð hvort frekari verðhækkanir séu í vændum segir hún slíka ákvörðun ekki hafa verið tekna. „Við leyfum sumrinu bara að líða áður en við tökum ákvörðun um það.“ Ekki hafa verið gerðar verðbreytingar á svokölluðu heimsóknargjaldi, sem er 10 evrur eða um 1.400 íslenskar krónur. Á vefsíðu Bláa lónsins segir: „Allir sem vilja heimsækja Bláa Lónið þurfa að greiða svonefnt heimsóknargjald sem nemur 10 evrum á mann. Þetta gjald er umreiknað í íslenskar krónur við komu, m.v gengi dagsins. Athugið að heimsóknargjaldið er innifalið í baðgjaldinu.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent