Steingrímur leiðir lista VG í norðaustur Jóhann Óli eiÐSSON skrifar 20. júní 2016 14:09 Steingrímur J. sækist eftir endurkjöri. vísir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, mun leiða framboðslista flokksins í norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listi framboðsins var samþykktur á félagsfundi á Sel Hóteli í Mývatnssveit í gær. Aðeins ein breyting er á efstu fjóru sætum listans. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður, er í öðru sæti hans líkt og árið 2013 og þá er Ingibjörgu Þórðardóttur, framhaldsskóla kennara á Nestkaupsstað, að finna í fjórða sæti. Björn Valur Gíslason, varaformaður- og þingmaður flokksins, snýr hins vegar aftur í sitt heimakjördæmi eftir víking til Reykjavíkur. Hann verður í þriðja sæti. Einnig má taka fram að systkin eru á listanum því Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og systir Steingríms J., er í 20. sæti á listanum. Steingrímur J. er afar þaulsetinn þingmaður en hann tók fyrst sæti á þingi árið 1983 fyrir Alþýðubandalagið. Nái hann kjöri og sitji út kjörtímabilið hefur hann setið í 37 ár á þingi að því gefnu að kjörtímabilið verði fjögur ár. Þaulsetnasti þingmaður Íslandssögunnar er Pétur Ottesen sem sat í 42 ár og átta mánuði árin 1916 til 1959. Eysteinn Jónsson sat í rúm fjörutíu ár, Ólafur Thors í tæp 39, Gunnar Thoroddsen í tæp 38 og Lúðvík Jósefsson í rúm 37 ár. Framboðslista Vinstrihreyfingarinnar - framboðs í norðausturkjördæmi má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. 1. Steingrímur Jóhann Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum, Þistilfirði 2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði 3. Björn Valur Gíslason, stýrimaður og varaformaður VG, Akureyri 4. Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað 5. Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings, Húsavík. 6. Berglind Häsler, bóndi, matvælaframleiðandi og tónlistarmaður, Karlsstöðum, Djúpavogi 7. Edward H. Huijbens, prófessor, Akureyri 8. Hjördís Helga Seljan, grunnskólakennari, Reyðarfirði 9. Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, Þingeyjarsveit 10. Þuríður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Egilsstöðum 11. Aðalbjörn Jóhannsson, verkefnastjóri á æskulýðssviði og nemi, Norðurþingi 12. Harpa Guðbrandsdóttir, gjaldkeri hjá Íslandspósti, Akureyri 13. Gunnar S. Ólafsson, framhaldsskólakennari, Neskaupsstað 14. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri 15. Kristján Eldjárn Hjartarson, bygginga- og búfræðingur, Tjörn, Dalvík 16. Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík 17. Kjartan Benediktsson, smiður, Akureyri 18. María Hjarðar, nemi, Egilsstöðum 19. Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur, Rannís og fyrrv. rektor Háskólans á Akureyri, Akureyri 20. Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og framhaldsskólakennari, Akureyri X16 Norðaustur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, mun leiða framboðslista flokksins í norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listi framboðsins var samþykktur á félagsfundi á Sel Hóteli í Mývatnssveit í gær. Aðeins ein breyting er á efstu fjóru sætum listans. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður, er í öðru sæti hans líkt og árið 2013 og þá er Ingibjörgu Þórðardóttur, framhaldsskóla kennara á Nestkaupsstað, að finna í fjórða sæti. Björn Valur Gíslason, varaformaður- og þingmaður flokksins, snýr hins vegar aftur í sitt heimakjördæmi eftir víking til Reykjavíkur. Hann verður í þriðja sæti. Einnig má taka fram að systkin eru á listanum því Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og systir Steingríms J., er í 20. sæti á listanum. Steingrímur J. er afar þaulsetinn þingmaður en hann tók fyrst sæti á þingi árið 1983 fyrir Alþýðubandalagið. Nái hann kjöri og sitji út kjörtímabilið hefur hann setið í 37 ár á þingi að því gefnu að kjörtímabilið verði fjögur ár. Þaulsetnasti þingmaður Íslandssögunnar er Pétur Ottesen sem sat í 42 ár og átta mánuði árin 1916 til 1959. Eysteinn Jónsson sat í rúm fjörutíu ár, Ólafur Thors í tæp 39, Gunnar Thoroddsen í tæp 38 og Lúðvík Jósefsson í rúm 37 ár. Framboðslista Vinstrihreyfingarinnar - framboðs í norðausturkjördæmi má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. 1. Steingrímur Jóhann Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum, Þistilfirði 2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði 3. Björn Valur Gíslason, stýrimaður og varaformaður VG, Akureyri 4. Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað 5. Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings, Húsavík. 6. Berglind Häsler, bóndi, matvælaframleiðandi og tónlistarmaður, Karlsstöðum, Djúpavogi 7. Edward H. Huijbens, prófessor, Akureyri 8. Hjördís Helga Seljan, grunnskólakennari, Reyðarfirði 9. Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, Þingeyjarsveit 10. Þuríður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Egilsstöðum 11. Aðalbjörn Jóhannsson, verkefnastjóri á æskulýðssviði og nemi, Norðurþingi 12. Harpa Guðbrandsdóttir, gjaldkeri hjá Íslandspósti, Akureyri 13. Gunnar S. Ólafsson, framhaldsskólakennari, Neskaupsstað 14. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri 15. Kristján Eldjárn Hjartarson, bygginga- og búfræðingur, Tjörn, Dalvík 16. Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík 17. Kjartan Benediktsson, smiður, Akureyri 18. María Hjarðar, nemi, Egilsstöðum 19. Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur, Rannís og fyrrv. rektor Háskólans á Akureyri, Akureyri 20. Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og framhaldsskólakennari, Akureyri
X16 Norðaustur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira