Blaðamaður The New Yorker: Andri Snær eins og ungur Woody Allen og Halla holdgervingur einlægninnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2016 16:45 Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir sem bæði voru í framboði til forseta Íslands. vísir/hanna Andri Snær Magnason rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi minnir Adam Gopnik, einn reyndasta blaðamann tímaritsins The New Yorker, á ungan Woody Allen. Þá segir Gopnik að Halla Tómasdóttir rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi sé einlægasta manneskja sem hann hafi séð. Hún sé eins og lifandi emoji-karl sem táknar einlægni, og þar með eins konar holdgervingur einlægninnar. Gopnik kom hingað til lands í tengslum við forsetakosningarnar í júní og skrifar afar áhugaverða grein um ferðina sem lesa má á vefsíðu The New Yorker. Eitt af því skemmtilegasta við greinina eru mannlýsingar Gopnik enda hefur hann ef til vill nokkuð aðra sýn á frambjóðendur heldur en hinn venjulegi Íslendingur.Hæð Guðna áhrifameiri í sjónvarpi Þannig nefnir Gopnik að honum þykja sérstaklega athyglisvert að fræðimaður á borð við sagnfræðinginn Guðna Th. Jóhannesson, sem hafi haft það að atvinnu að afbyggja ýmsar viðteknar hugmyndir um sögu þjóðarinnar, hafi átt möguleika á sigri í forsetakosningum, og á endanum unnið. Gopnik er tíðrætt um hversu hávaxinn Guðni er en blaðamaðurinn horfði á kappræður RÚV að kvöldi kjördags: „Hæð Guðna er jafnvel áhrifameiri í sjónvarpi en þegar maður hittir hann í eigin persónu, þó að þetta stöðuga augnaráð sem gerir hann svo traustvekjandi virðist fast á honum núna,“ segir Gopnik í grein sinni.Davíð Oddson eins og norskt 19. aldar ljóðskáld Yfir kappræðunum upplifir hann líka Höllu sem þessa ofureinlægu manneskju: „Halla var einlægasta manneskja sem ég hef séð, lifandi emoji-karl sem táknar einlægni: hún hallaði höfðinu aðeins til hliðar og andlitið fullkomin jafna af hlýju brosi og áhyggjufullum en umhyggjusömum svip. Hún útskýrði að hún væri bara dóttir pípara að bjóða sig fram til forseta. Mér leið pínu óþægilega.“ Þá segir Gopnik að í sjónvarpinu hafi Davíð Oddsson minnt sig á norskt 19. aldar leikskáld með grátt hárið greitt aftur og dapran svip. Gopnik lýsir síðan heimsókn sinni heim til Andra Snæs sem býr í Vogahverfinu í Reykjavík og tekur fram að þetta hafi verið eini staðurinn þar sem honum var ekki boðið kaffi. Gopnik rekur spjall þeirra: „„Forsetinn gæti verið hlutverk fyrir einhvern sem er skapandi,“ sagði Andri Snær hlæjandi. Hann er venjulega með lymskulegan, afsakaðu-mig svip á andlitinu, eins og ungur Woody Allen,““ segir Gopnik um Andra Snæ.Grein Gopnik má lesa í heild sinni hér. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Halla Tómasdóttir: Við getum ekki annað en fagnað Elísabet Jökulsdóttir segist líða eins og regnboga eftir forsetakosningarnar á laugardag. Andri Snær Magnason ætlar að pakka jakkafötunum en Davíð Oddsson hefur engar áhyggjur af því að hafa skaðast í kosningunum. 27. júní 2016 07:00 "Ég mætti vera kona“ Andri Snær Magnason segir að hann hefði getað gert ýmislegt öðruvísi. 26. júní 2016 00:54 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Andri Snær Magnason rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi minnir Adam Gopnik, einn reyndasta blaðamann tímaritsins The New Yorker, á ungan Woody Allen. Þá segir Gopnik að Halla Tómasdóttir rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi sé einlægasta manneskja sem hann hafi séð. Hún sé eins og lifandi emoji-karl sem táknar einlægni, og þar með eins konar holdgervingur einlægninnar. Gopnik kom hingað til lands í tengslum við forsetakosningarnar í júní og skrifar afar áhugaverða grein um ferðina sem lesa má á vefsíðu The New Yorker. Eitt af því skemmtilegasta við greinina eru mannlýsingar Gopnik enda hefur hann ef til vill nokkuð aðra sýn á frambjóðendur heldur en hinn venjulegi Íslendingur.Hæð Guðna áhrifameiri í sjónvarpi Þannig nefnir Gopnik að honum þykja sérstaklega athyglisvert að fræðimaður á borð við sagnfræðinginn Guðna Th. Jóhannesson, sem hafi haft það að atvinnu að afbyggja ýmsar viðteknar hugmyndir um sögu þjóðarinnar, hafi átt möguleika á sigri í forsetakosningum, og á endanum unnið. Gopnik er tíðrætt um hversu hávaxinn Guðni er en blaðamaðurinn horfði á kappræður RÚV að kvöldi kjördags: „Hæð Guðna er jafnvel áhrifameiri í sjónvarpi en þegar maður hittir hann í eigin persónu, þó að þetta stöðuga augnaráð sem gerir hann svo traustvekjandi virðist fast á honum núna,“ segir Gopnik í grein sinni.Davíð Oddson eins og norskt 19. aldar ljóðskáld Yfir kappræðunum upplifir hann líka Höllu sem þessa ofureinlægu manneskju: „Halla var einlægasta manneskja sem ég hef séð, lifandi emoji-karl sem táknar einlægni: hún hallaði höfðinu aðeins til hliðar og andlitið fullkomin jafna af hlýju brosi og áhyggjufullum en umhyggjusömum svip. Hún útskýrði að hún væri bara dóttir pípara að bjóða sig fram til forseta. Mér leið pínu óþægilega.“ Þá segir Gopnik að í sjónvarpinu hafi Davíð Oddsson minnt sig á norskt 19. aldar leikskáld með grátt hárið greitt aftur og dapran svip. Gopnik lýsir síðan heimsókn sinni heim til Andra Snæs sem býr í Vogahverfinu í Reykjavík og tekur fram að þetta hafi verið eini staðurinn þar sem honum var ekki boðið kaffi. Gopnik rekur spjall þeirra: „„Forsetinn gæti verið hlutverk fyrir einhvern sem er skapandi,“ sagði Andri Snær hlæjandi. Hann er venjulega með lymskulegan, afsakaðu-mig svip á andlitinu, eins og ungur Woody Allen,““ segir Gopnik um Andra Snæ.Grein Gopnik má lesa í heild sinni hér.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Halla Tómasdóttir: Við getum ekki annað en fagnað Elísabet Jökulsdóttir segist líða eins og regnboga eftir forsetakosningarnar á laugardag. Andri Snær Magnason ætlar að pakka jakkafötunum en Davíð Oddsson hefur engar áhyggjur af því að hafa skaðast í kosningunum. 27. júní 2016 07:00 "Ég mætti vera kona“ Andri Snær Magnason segir að hann hefði getað gert ýmislegt öðruvísi. 26. júní 2016 00:54 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00
Halla Tómasdóttir: Við getum ekki annað en fagnað Elísabet Jökulsdóttir segist líða eins og regnboga eftir forsetakosningarnar á laugardag. Andri Snær Magnason ætlar að pakka jakkafötunum en Davíð Oddsson hefur engar áhyggjur af því að hafa skaðast í kosningunum. 27. júní 2016 07:00
"Ég mætti vera kona“ Andri Snær Magnason segir að hann hefði getað gert ýmislegt öðruvísi. 26. júní 2016 00:54