Af hverju alltaf bara strákar? Hrannar Björn Arnarsson skrifar 6. júlí 2016 07:00 Á liðnum vikum hefur átta ára dóttir mín í tvígang spurt mig þessarar spurningar og því miður hef ég ekki getað gefið henni ásættanleg svör. Tilefnin voru viðamiklar og vandaðar umfjallanir íþróttadeilda RÚV og Stöðvar 2 um glæsileg knattspyrnumót Akureyringa og Eyjamanna fyrir unga drengi, en sjálf hafði dóttir mín nýlokið keppni í sambærilegu móti ásamt hundruðum annarra stúlkna á Akureyri og Sauðárkróki. Um þau mót fjallaði hins vegar hvorug íþróttadeildin, ekki frekar en undanfarin ár. Því miður hafa tilraunir mínar við að kalla eftir svörum við spurningu dóttur minnar enn ekki borið neinn árangur og því ítreka ég hana hér og vona að einhverjir af forráðamönnum Stöðvar 2 og RÚV finni tíma aflögu og virði hana opinbers svars. Til að fyrirbyggja allan misskilning má ég til með að undirstrika, að mér finnst umfjallanir miðlanna um drengjamótin tvö til mikillar fyrirmyndar. Bæði hafa mótin gríðarlega þýðingu fyrir uppbyggingarstarf í knattspyrnunni, eru að mörgu leyti hápunktar hvers árs hjá iðkendum og öll umgjörð þeirra og skipulag eru félögunum til mikils sóma. Vandaðar umfjallanir fjölmiðla gera ekkert annað en að efla þetta mikilvæga starf, og ekki síst styrkir slík umfjöllun og eflir sjálfsmynd drengjanna sem taka þátt. Fyrir þessa athygli fjölmiðlanna ber því að þakka. Allt hið sama á hins vegar einnig við um glæsileg stúlknamót KA og Tindastóls, en vandinn er sá að þar láta þessir sömu fjölmiðlar ekki sjá sig. Með fjarveru sinni á stúlknamótunum, samhliða vandaðri umfjöllun um drengjamótin, gera Stöð 2 og RÚV sig sek um óþolandi mismunun, bæði gagnvart mótshöldurum og þeim sem vinna að uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Íslandi, en ekki síst gagnvart þeim hundruðum ungra stúlkna sem upplifa sig vanvirtar og knattspyrnuiðkun sína minna metna en drengjanna á sama aldri. Með mismunun sinni vega fjölmiðlarnir að sjálfsmynd ungra kvenna sem knattspyrnuiðkenda og vinna beinlínis gegn grasrótarstarfi kvennaknattspyrnunnar. Ekki dettur mér í hug að hér sé um meðvitaða stefnu fjölmiðlanna að ræða og því hvet ég þá til að hugleiða og svara spurningu dóttur minnar með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. Íslenskar knattspyrnukonur eru og hafa verið meðal þeirra bestu í heiminum á liðnum árum og sá ótrúlegi árangur ætti að nýtast okkur vel sem hvatning til dáða og grunnur til að gera enn betur. Til að svo megi verða þurfum við hinsvegar öll að leggjast á árarnar og róa í sömu átt. Liðsinni fjölmiðla í þeim efnum er gríðarlega mikilvægt og ábyrgð þeirra mikil. Áfram Ísland! Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Á liðnum vikum hefur átta ára dóttir mín í tvígang spurt mig þessarar spurningar og því miður hef ég ekki getað gefið henni ásættanleg svör. Tilefnin voru viðamiklar og vandaðar umfjallanir íþróttadeilda RÚV og Stöðvar 2 um glæsileg knattspyrnumót Akureyringa og Eyjamanna fyrir unga drengi, en sjálf hafði dóttir mín nýlokið keppni í sambærilegu móti ásamt hundruðum annarra stúlkna á Akureyri og Sauðárkróki. Um þau mót fjallaði hins vegar hvorug íþróttadeildin, ekki frekar en undanfarin ár. Því miður hafa tilraunir mínar við að kalla eftir svörum við spurningu dóttur minnar enn ekki borið neinn árangur og því ítreka ég hana hér og vona að einhverjir af forráðamönnum Stöðvar 2 og RÚV finni tíma aflögu og virði hana opinbers svars. Til að fyrirbyggja allan misskilning má ég til með að undirstrika, að mér finnst umfjallanir miðlanna um drengjamótin tvö til mikillar fyrirmyndar. Bæði hafa mótin gríðarlega þýðingu fyrir uppbyggingarstarf í knattspyrnunni, eru að mörgu leyti hápunktar hvers árs hjá iðkendum og öll umgjörð þeirra og skipulag eru félögunum til mikils sóma. Vandaðar umfjallanir fjölmiðla gera ekkert annað en að efla þetta mikilvæga starf, og ekki síst styrkir slík umfjöllun og eflir sjálfsmynd drengjanna sem taka þátt. Fyrir þessa athygli fjölmiðlanna ber því að þakka. Allt hið sama á hins vegar einnig við um glæsileg stúlknamót KA og Tindastóls, en vandinn er sá að þar láta þessir sömu fjölmiðlar ekki sjá sig. Með fjarveru sinni á stúlknamótunum, samhliða vandaðri umfjöllun um drengjamótin, gera Stöð 2 og RÚV sig sek um óþolandi mismunun, bæði gagnvart mótshöldurum og þeim sem vinna að uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Íslandi, en ekki síst gagnvart þeim hundruðum ungra stúlkna sem upplifa sig vanvirtar og knattspyrnuiðkun sína minna metna en drengjanna á sama aldri. Með mismunun sinni vega fjölmiðlarnir að sjálfsmynd ungra kvenna sem knattspyrnuiðkenda og vinna beinlínis gegn grasrótarstarfi kvennaknattspyrnunnar. Ekki dettur mér í hug að hér sé um meðvitaða stefnu fjölmiðlanna að ræða og því hvet ég þá til að hugleiða og svara spurningu dóttur minnar með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. Íslenskar knattspyrnukonur eru og hafa verið meðal þeirra bestu í heiminum á liðnum árum og sá ótrúlegi árangur ætti að nýtast okkur vel sem hvatning til dáða og grunnur til að gera enn betur. Til að svo megi verða þurfum við hinsvegar öll að leggjast á árarnar og róa í sömu átt. Liðsinni fjölmiðla í þeim efnum er gríðarlega mikilvægt og ábyrgð þeirra mikil. Áfram Ísland! Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun