„Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. júlí 2016 20:27 Geir, Aron og Heimir þökkuðu allir kærlega fyrir þann ótrúlega stuðning sem íslenska þjóðin hefur sýnt landsliðinu. Vísir Stuðningsmönnum íslenska landsliðsins, semsagt í raun þjóðinni allri, var sérstaklega þakkað á Arnarhóli í dag þar sem tugþúsundir voru samankomnir til þess að hylla íslenska landsliðið og bjóða það velkomið heim. Landsliðið og þjálfararnir klöppuðu fyrir öllum þeim sem studdu þá á vegferðinni fyrir framan troðfullan Arnarhól. „Ég vil þakka ykkur sérstaklega fyrir að koma hingað og taka á móti landsliðinu,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, eftir að hann þakkaði forseta Íslands, forsætisráðherra og samstarfsaðilum KSÍ fyrir að skipuleggja móttökuna á Arnarhóli. Landsliðið lenti í Keflavík síðdegis í dag eftir ótrúlega framgöngu á Evrópumótinu í knattspyrnu en liðið datt úr leik í gær eftir tap á móti feiknasterku liði Frakka. Þeir voru fluttir með rútu í miðbæ Reykjavíkur þar sem gríðarlegur fólksfjöldi tók á móti þeim. „Liðið tók ekki bara þátt svo eftir verði munað. Stuðningur þjóðarinnar var algjör,“ sagði Geir. Íslenskir stuðningsmenn slógu í gegn um heim allan fyrir jákvæðni og gleði sína og síðast en síst, hið nú heimsfræga, víkingaklapp.Downtown RVK crowded with people, receiving the Icelandic National Team in Football. Endless goosbumps. Pics:@RUVohf pic.twitter.com/NXhwEzK80X— Terrordisco (@terrordisco) July 4, 2016 „Þið eruð bestu stuðningsmenn í heimi. Takk landsmenn allir fyrir að sameinast í stuðningi við strákana okkar. Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla. Strákarnir unnu ekki mótið. En þeir unnu hug og hjörtu milljóna manna um heim allan.“ Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari ávarpaði einnig samkomuna og þjálfararnir og landsliðið klöppuðu fyrir stuðningsmönnum sínum. „Þetta hefur sýnt okkur hvað við getum verið sterk þegar við stöndum saman og þegar gleðin er við völd þá er alveg magnað að vera íslenskur. Við erum alveg virkilega stoltir af því að vera Íslendingar í dag.“ Þá þakkaði Heimir Lars fyrir árin fjögur sem hann hefur verið með landsliðinu. „Hann verður í hjarta okkar áfram alveg eins og hann hefur sagt að við verðum í hjarta hans.“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, þakkaði ótrúlegan stuðning íslensku þjóðarinnar. „Þetta er ótrúlegt. Þetta hefur verið heiður. Það hefur verið frábært að taka þátt í þessu og þessi stuðningur sem við höfum fengið er ólýsanlegur. Frá strákunum og staffinu viljum við segja takk.“Átti móment með strákunum. Elska þá. #takkstrákar #emísland pic.twitter.com/qQirgFgErG— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) July 4, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Viðrar vel til hátíðahalda í miðbæ Reykjavíkur Tekið verður á móti strákunum okkar á Arnarhóli í kvöld. 4. júlí 2016 14:56 Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00 Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Stuðningsmönnum íslenska landsliðsins, semsagt í raun þjóðinni allri, var sérstaklega þakkað á Arnarhóli í dag þar sem tugþúsundir voru samankomnir til þess að hylla íslenska landsliðið og bjóða það velkomið heim. Landsliðið og þjálfararnir klöppuðu fyrir öllum þeim sem studdu þá á vegferðinni fyrir framan troðfullan Arnarhól. „Ég vil þakka ykkur sérstaklega fyrir að koma hingað og taka á móti landsliðinu,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, eftir að hann þakkaði forseta Íslands, forsætisráðherra og samstarfsaðilum KSÍ fyrir að skipuleggja móttökuna á Arnarhóli. Landsliðið lenti í Keflavík síðdegis í dag eftir ótrúlega framgöngu á Evrópumótinu í knattspyrnu en liðið datt úr leik í gær eftir tap á móti feiknasterku liði Frakka. Þeir voru fluttir með rútu í miðbæ Reykjavíkur þar sem gríðarlegur fólksfjöldi tók á móti þeim. „Liðið tók ekki bara þátt svo eftir verði munað. Stuðningur þjóðarinnar var algjör,“ sagði Geir. Íslenskir stuðningsmenn slógu í gegn um heim allan fyrir jákvæðni og gleði sína og síðast en síst, hið nú heimsfræga, víkingaklapp.Downtown RVK crowded with people, receiving the Icelandic National Team in Football. Endless goosbumps. Pics:@RUVohf pic.twitter.com/NXhwEzK80X— Terrordisco (@terrordisco) July 4, 2016 „Þið eruð bestu stuðningsmenn í heimi. Takk landsmenn allir fyrir að sameinast í stuðningi við strákana okkar. Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla. Strákarnir unnu ekki mótið. En þeir unnu hug og hjörtu milljóna manna um heim allan.“ Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari ávarpaði einnig samkomuna og þjálfararnir og landsliðið klöppuðu fyrir stuðningsmönnum sínum. „Þetta hefur sýnt okkur hvað við getum verið sterk þegar við stöndum saman og þegar gleðin er við völd þá er alveg magnað að vera íslenskur. Við erum alveg virkilega stoltir af því að vera Íslendingar í dag.“ Þá þakkaði Heimir Lars fyrir árin fjögur sem hann hefur verið með landsliðinu. „Hann verður í hjarta okkar áfram alveg eins og hann hefur sagt að við verðum í hjarta hans.“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, þakkaði ótrúlegan stuðning íslensku þjóðarinnar. „Þetta er ótrúlegt. Þetta hefur verið heiður. Það hefur verið frábært að taka þátt í þessu og þessi stuðningur sem við höfum fengið er ólýsanlegur. Frá strákunum og staffinu viljum við segja takk.“Átti móment með strákunum. Elska þá. #takkstrákar #emísland pic.twitter.com/qQirgFgErG— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) July 4, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Viðrar vel til hátíðahalda í miðbæ Reykjavíkur Tekið verður á móti strákunum okkar á Arnarhóli í kvöld. 4. júlí 2016 14:56 Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00 Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Viðrar vel til hátíðahalda í miðbæ Reykjavíkur Tekið verður á móti strákunum okkar á Arnarhóli í kvöld. 4. júlí 2016 14:56
Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00
Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent