Húsbílafólk fær athvarf á eigin stað í Gufunesi Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júlí 2016 07:00 Skemmtigarðurinn stefnir að uppbyggingu í ferðaþjónustu. vísir/Hanna Síðastliðinn föstudag var opnað í Skemmtigarðinum í Grafarvogi Camper Resort, nýtt sérhæft húsbíla-, hjólhýsa- og fellihýsastæði í Reykjavík. Fregnir hafa verið af því að ferðamenn, sem taka húsbíla á leigu hér á landi, lendi í vandræðum vegna lítils framboðs af stæðum. Framkvæmdastjóri Happy Campers, Sverrir Þorsteinsson, segist gleðjast ógurlega yfir nýja stæðinu. „Við munum bjóða upp á góða aðstöðu fyrir allar stærðir húsbíla þar sem aðstöðu fyrir þá vantar í Reykjavík, enda hefur orðið mikil fjölgun í leigu á húsbílum undanfarin ár. Gisting af þessu tagi er vinsæl við skemmtigarða erlendis,“ segir Eyþór Guðjónsson, eigandi Skemmtigarðarins. Ekki stendur til að bjóða upp á hefðbundin tjaldstæði heldur einungis gistingu fyrir ferðamenn á húsbílum, felli- og hjólhýsum. Eyþór segir Skemmtigarðinn stefna að áframhaldandi uppbyggingu í ferðaþjónustu á svæðinu. Camper Resort sé fyrsta skrefið í þá átt enda henti staðsetningin ákaflega vel til þess háttar starfsemi. Sverrir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Happy Campers, sem leigja út sérútbúna „campers“ sem hægt er að sofa og elda í, fagnar þessari nýjung á höfuðborgarsvæðinu. „Annars vegar vegna þess að tjaldstæðin sem eru á Reykjavíkursvæðinu eru mjög fá og ekki gerð fyrir þessa bíla og skipulagið og annað hefur verið þannig að þau hafa verið fljót að fyllast. Einnig vegna þess að þeim hefur verið lokað allt of snemma,“ segir Sverrir. Hingað til hefur það tíðkast að tjaldstæðum sé lokað 15. september bendir Sverrir á. „Og hvað eiga viðskiptavinir að gera þá? Sérstaklega núna þegar ný lög eru að taka gildi sem banna svona bílum og fólki að vera annars staðar en á skilgreindum tjaldsvæðum, þá verður að leysa þau mál.“ Sverrir segir að þörf sé á slíkum stæðum fyrir allar stærðir húsbíla um allt land. „Það er eitthvað sem mun koma klárlega með tímanum. Við höfum verið að berjast fyrir því að fá þannig tjaldstæði og einnig fyrir því að tjaldstæðin séu opin allt árið af því að þessir viðskiptavinir eru allt árið,“ segir Sverrir Þorsteinsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Síðastliðinn föstudag var opnað í Skemmtigarðinum í Grafarvogi Camper Resort, nýtt sérhæft húsbíla-, hjólhýsa- og fellihýsastæði í Reykjavík. Fregnir hafa verið af því að ferðamenn, sem taka húsbíla á leigu hér á landi, lendi í vandræðum vegna lítils framboðs af stæðum. Framkvæmdastjóri Happy Campers, Sverrir Þorsteinsson, segist gleðjast ógurlega yfir nýja stæðinu. „Við munum bjóða upp á góða aðstöðu fyrir allar stærðir húsbíla þar sem aðstöðu fyrir þá vantar í Reykjavík, enda hefur orðið mikil fjölgun í leigu á húsbílum undanfarin ár. Gisting af þessu tagi er vinsæl við skemmtigarða erlendis,“ segir Eyþór Guðjónsson, eigandi Skemmtigarðarins. Ekki stendur til að bjóða upp á hefðbundin tjaldstæði heldur einungis gistingu fyrir ferðamenn á húsbílum, felli- og hjólhýsum. Eyþór segir Skemmtigarðinn stefna að áframhaldandi uppbyggingu í ferðaþjónustu á svæðinu. Camper Resort sé fyrsta skrefið í þá átt enda henti staðsetningin ákaflega vel til þess háttar starfsemi. Sverrir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Happy Campers, sem leigja út sérútbúna „campers“ sem hægt er að sofa og elda í, fagnar þessari nýjung á höfuðborgarsvæðinu. „Annars vegar vegna þess að tjaldstæðin sem eru á Reykjavíkursvæðinu eru mjög fá og ekki gerð fyrir þessa bíla og skipulagið og annað hefur verið þannig að þau hafa verið fljót að fyllast. Einnig vegna þess að þeim hefur verið lokað allt of snemma,“ segir Sverrir. Hingað til hefur það tíðkast að tjaldstæðum sé lokað 15. september bendir Sverrir á. „Og hvað eiga viðskiptavinir að gera þá? Sérstaklega núna þegar ný lög eru að taka gildi sem banna svona bílum og fólki að vera annars staðar en á skilgreindum tjaldsvæðum, þá verður að leysa þau mál.“ Sverrir segir að þörf sé á slíkum stæðum fyrir allar stærðir húsbíla um allt land. „Það er eitthvað sem mun koma klárlega með tímanum. Við höfum verið að berjast fyrir því að fá þannig tjaldstæði og einnig fyrir því að tjaldstæðin séu opin allt árið af því að þessir viðskiptavinir eru allt árið,“ segir Sverrir Þorsteinsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira