Svört skýrsla sýnir að rússnesk stjórnvöld stóðu á bak við lyfjasvindlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2016 16:53 Frá keppni á Ólympíuleikunum í Sotsjí 2014. Vísir/Getty Skýrsla sem kom út í dag um ólöglega lyfjanotkun í rússneskum íþróttum er mikið áfall fyrir allan íþróttaheiminn enda sannast þar að Rússar hafi með skipulögðum hætti aðstoðað íþróttamenn sína við að svindla á lyfjaprófum. Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum Alþjóða lyfjaeftirlitsins, WADA, fór ítarlega í gegnum meint lyfjahneyksli í rússneskum íþróttum undanfarin ár. Richard McLaren fór fyrir nefndinni og kynnti niðurstöður hennar í dag og fáir hefðu getað ímyndað sér hversu djúpt sokknir Rússar voru í svindlinu. Í skýrslunni kemur fram að rússnesk stjórnvöld tóku með virkum hætti þátt í því að aðstoða íþróttamenn sína við að nota ólögleg lyf til að bæta frammistöðu sína. Svindlið stóð yfir frá árinu 2011, fyrir Ólympíuleikana í London 2012 fram til ágúst 2015 þegar heimurinn fór fyrst að komast að því sanna í málinu. Fjöldi íþróttamanna, sem áttu ekki að geta komist í gegnum lyfjapróf og höfðu því aldrei átt að fá að keppa á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí 2014, fengu þannig keppnisrétt þar sökum þess að jákvæðum niðurstöðum úr lyfjaprófum þeirra var hreinlega eytt. „Við höfum skoðað þvagprufur frá rússneskum íþróttamönnum á Ólympíuleikunum í Sotsjí og þar kom í ljós að það var búið að eiga við þau öll," sagði Richard McLaren á blaðamannafundi í Kanada. Með þessu komust rússneskir íþróttamenn upp með það að falla á lyfjaprófum. McLaren segir að Rússar hafi hreinlega skipt jákvæðu sýnunum út fyrir "hrein" sýni. Rússneska frjálsíþróttir voru settar í bann í desember og nú þykir líklegt að enginn rússneskur íþróttamaður keppi á Ólympíuleikunum í Ríó nema þá undir hlutlausum fána og aðeins með því að sanna það að viðkomandi sé hreinn. 339 rússneskir íþróttamenn hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Ríó í 26 íþróttagreinum en leikarnir hefjast eftir aðeins 18 daga. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna og Kanada eru meðal þeirra sem hafa þegar krafist þess að allir rússneskir íþróttamenn verði bannaðir á leikunum í Ríó. Hvort það verði niðurstaðan verður að koma í ljóst en þessi mjög svarta skýrsla mun örugglega hafa mikinn áhrif á þátttöku Rússa á leikunum. Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
Skýrsla sem kom út í dag um ólöglega lyfjanotkun í rússneskum íþróttum er mikið áfall fyrir allan íþróttaheiminn enda sannast þar að Rússar hafi með skipulögðum hætti aðstoðað íþróttamenn sína við að svindla á lyfjaprófum. Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum Alþjóða lyfjaeftirlitsins, WADA, fór ítarlega í gegnum meint lyfjahneyksli í rússneskum íþróttum undanfarin ár. Richard McLaren fór fyrir nefndinni og kynnti niðurstöður hennar í dag og fáir hefðu getað ímyndað sér hversu djúpt sokknir Rússar voru í svindlinu. Í skýrslunni kemur fram að rússnesk stjórnvöld tóku með virkum hætti þátt í því að aðstoða íþróttamenn sína við að nota ólögleg lyf til að bæta frammistöðu sína. Svindlið stóð yfir frá árinu 2011, fyrir Ólympíuleikana í London 2012 fram til ágúst 2015 þegar heimurinn fór fyrst að komast að því sanna í málinu. Fjöldi íþróttamanna, sem áttu ekki að geta komist í gegnum lyfjapróf og höfðu því aldrei átt að fá að keppa á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí 2014, fengu þannig keppnisrétt þar sökum þess að jákvæðum niðurstöðum úr lyfjaprófum þeirra var hreinlega eytt. „Við höfum skoðað þvagprufur frá rússneskum íþróttamönnum á Ólympíuleikunum í Sotsjí og þar kom í ljós að það var búið að eiga við þau öll," sagði Richard McLaren á blaðamannafundi í Kanada. Með þessu komust rússneskir íþróttamenn upp með það að falla á lyfjaprófum. McLaren segir að Rússar hafi hreinlega skipt jákvæðu sýnunum út fyrir "hrein" sýni. Rússneska frjálsíþróttir voru settar í bann í desember og nú þykir líklegt að enginn rússneskur íþróttamaður keppi á Ólympíuleikunum í Ríó nema þá undir hlutlausum fána og aðeins með því að sanna það að viðkomandi sé hreinn. 339 rússneskir íþróttamenn hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Ríó í 26 íþróttagreinum en leikarnir hefjast eftir aðeins 18 daga. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna og Kanada eru meðal þeirra sem hafa þegar krafist þess að allir rússneskir íþróttamenn verði bannaðir á leikunum í Ríó. Hvort það verði niðurstaðan verður að koma í ljóst en þessi mjög svarta skýrsla mun örugglega hafa mikinn áhrif á þátttöku Rússa á leikunum.
Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira