Engir Pokémonar í Ólympíuþorpinu: „Að öðru leyti er þetta magnað“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júlí 2016 15:30 Pikachu og félagar verða ekki í Ríó að horfa á Ólympíuleikana. vísir/getty/nintendo Eins og kom fram á Vísi fyrr í vikunni eru Ólympíuliðin ekki sátt með aðstæður í Ólympíuþorpinu þar sem íþróttamennirnir, þjálfarar og fararstjórar munu gista á meðan leikunum stendur í Ríó. Ástralar eru sérstaklega óánægðir og segja klósettin stífluð í íbúðum íþróttamannanna og þá leka pípur og berir rafmagnsvírar sjást hér og þar. Borgarstjóranum í Ríó var ekkert skemmt yfir þessu „væli“ Ástrala og sagði ekki bara að Ólympíuþorp Brasilíumanna væri fallegra en þorpið í Sydney árið 2000, heldur ætlaði hann að setja kengúru fyrir utan hjá þeim svo liði eins og heima hjá sér. Bandaríska dýfingakonan Abby Johnston, sem vann til silfurverðlauna í samhæfðum dýfingum af þriggja metra palli í London fyrir fjórum árum, er líka ósátt en hennar vandamál tengist ekki húsnæðinu í þorpinu.Want to know the worst thing about the Olympic village? No @PokemonGoApp. Otherwise, it's incredible. — Abby Johnston (@AbbyLJohnston) July 26, 2016 Johnston er bara brjáluð yfir því að hún getur ekki veitt Pokémona í Ólympíuþorpinu og segir á Twitter-síðu sinni: „Viljið þið vita hvað er það versta við Ólympíuþorpið? Ekkert Pokémon Go. Að öðru leyti er þetta magnað.“ Þó Brasilíumenn og mótshaldarar í Ríó þurfi, að því virðist, að hysja upp um sig brækurnar þegar kemur að húsasmíðinni er ekki hægt að kenna þeim um Pokémon-leysið í þorpinu. Brasilía er nefnilega eitt þeirra landa sem getur ekki enn náð í Pokémon Go smáforritið. Kannski drífur Nintendo sig í að opna það fyrir brasilískan markað þar sem Ólympíuleikarnir hefjast í Ríó 5. ágúst. Eitthvað þurfa íþróttamennirnir nú að gera í frítíma sínum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Pokemon Go Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ Sjá meira
Eins og kom fram á Vísi fyrr í vikunni eru Ólympíuliðin ekki sátt með aðstæður í Ólympíuþorpinu þar sem íþróttamennirnir, þjálfarar og fararstjórar munu gista á meðan leikunum stendur í Ríó. Ástralar eru sérstaklega óánægðir og segja klósettin stífluð í íbúðum íþróttamannanna og þá leka pípur og berir rafmagnsvírar sjást hér og þar. Borgarstjóranum í Ríó var ekkert skemmt yfir þessu „væli“ Ástrala og sagði ekki bara að Ólympíuþorp Brasilíumanna væri fallegra en þorpið í Sydney árið 2000, heldur ætlaði hann að setja kengúru fyrir utan hjá þeim svo liði eins og heima hjá sér. Bandaríska dýfingakonan Abby Johnston, sem vann til silfurverðlauna í samhæfðum dýfingum af þriggja metra palli í London fyrir fjórum árum, er líka ósátt en hennar vandamál tengist ekki húsnæðinu í þorpinu.Want to know the worst thing about the Olympic village? No @PokemonGoApp. Otherwise, it's incredible. — Abby Johnston (@AbbyLJohnston) July 26, 2016 Johnston er bara brjáluð yfir því að hún getur ekki veitt Pokémona í Ólympíuþorpinu og segir á Twitter-síðu sinni: „Viljið þið vita hvað er það versta við Ólympíuþorpið? Ekkert Pokémon Go. Að öðru leyti er þetta magnað.“ Þó Brasilíumenn og mótshaldarar í Ríó þurfi, að því virðist, að hysja upp um sig brækurnar þegar kemur að húsasmíðinni er ekki hægt að kenna þeim um Pokémon-leysið í þorpinu. Brasilía er nefnilega eitt þeirra landa sem getur ekki enn náð í Pokémon Go smáforritið. Kannski drífur Nintendo sig í að opna það fyrir brasilískan markað þar sem Ólympíuleikarnir hefjast í Ríó 5. ágúst. Eitthvað þurfa íþróttamennirnir nú að gera í frítíma sínum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Pokemon Go Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ Sjá meira