Þurfa að hafa birgðir fyrir helgina Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. júlí 2016 09:00 Vísir/Stöð 2 Mikið hefur gengið á birgðir Blóðbankans í sumar. Framundan er stærsta ferðahelgi ársins og vilja starfsmenn bankans vera undir það búnir ef þörf er á blóði. Á myndinni hér að ofan sést hvernig birgðarstaðan er hjá Blóðbankanum í dag. Helstu flokkarnir sem þörf er á eru O og A flokkar sem eru algengustu blóðflokkarnir á Íslandi en þeir flokkar nýtast best ef upp koma slys og í aðgerðum. Einnig er þörf á blóði í flokknum O- sem er neyðarblóð en það nýtist þeim sem vita ekki í hvaða blóðflokki þeir eru. Til að anna eftirspurn þarf 13.000 blóðgjafir á ári en á bak við þær eru 8000 blóðgjafar. „Við þurfum að jafnaði 70 blóðgjafir á dag til þess að anna eftirspurn heilbrigiðskerfisins á Íslandi og við förum yfir lagerstöðuna á hverjum morgni. Og athugum hvað vantar inní og höfum samband við blóðgjafana í samræmi við það en stundum þurfum við aðstoð,“ Segir Vigdís Jóhannsdóttir, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum.Starfsfólk Blóðbankans vinnur stöðugt að því að finna nýja blóðgjafa. „Við erum að reyna að fara í skólana á veturna með Blóðbankabílinn og fá nýja blóðgjafa. Við þurfum svona 2000 á ári til að viðhalda blóðgjafahópnum því það eru alltaf einhverjir sem detta út,“ segir Vigdís. Fyrir þá sem eru vanir þá tekur blóðgjöf ekki nema um 30 mínútur í hvert skipti.Afhverju gefur þú blóð? „Bara ef maður þyrfti á því að halda sjálfur, þá væri gott að eiga smá byrgðir,“ segir Heiðar Már Guðlaugsson, blóðgjafi. „Ég byrjaði þegar pabbi þurfti reglulega að fá blóðgjafir síðustu árin sem hann lifði. Ég byrjaði á að gefa honum og hélt áfram,“ segir Guðrún Hannesardóttir, blóðgjafi. „Maður sá á fréttunum í gær að það var einhver skortur, þá lætur maður vaða.“Hvað varð til þess að þú gafst blóð í fyrsta skipti?„Ég hafði nú gefið þetta á framhaldskólaárunum og svo datt þetta niður í mörg mörg ár svo var einhver sem ýtti við mér aftur fyrir 4 til 5 árum síðan,“ segir Kristinn Guðnason, blóðgjafi.Mundir þú hvetja aðra til þess að gera það sama og þú? „Já, hiklaust. Alla!“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil vöntun á blóði í flokknum O Blóðbankinn hvetur alla blóðgjafa í flokknum O til að mæta í blóðgjöf, en mikil vöntun er á blóði. 20. júlí 2015 13:20 Blóðbankinn kallar eftir blóðgjöfum áður en haldið er í sumarfrí „Við förum ekkert í frí. Það er bara ekkert í boði,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, deildarstjóri blóðsöfnunardeildar. 22. júní 2016 13:35 Þriðjungur blóðgjafa konur Á hverju ári koma átta til níu þúsund manns til að gefa blóð hjá Blóðbankanum og nýliðun þarf að vera um það bil tvö þúsund blóðgjafar á ári til þess að viðhalda blóðgjafahópnum. 19. mars 2016 07:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Mikið hefur gengið á birgðir Blóðbankans í sumar. Framundan er stærsta ferðahelgi ársins og vilja starfsmenn bankans vera undir það búnir ef þörf er á blóði. Á myndinni hér að ofan sést hvernig birgðarstaðan er hjá Blóðbankanum í dag. Helstu flokkarnir sem þörf er á eru O og A flokkar sem eru algengustu blóðflokkarnir á Íslandi en þeir flokkar nýtast best ef upp koma slys og í aðgerðum. Einnig er þörf á blóði í flokknum O- sem er neyðarblóð en það nýtist þeim sem vita ekki í hvaða blóðflokki þeir eru. Til að anna eftirspurn þarf 13.000 blóðgjafir á ári en á bak við þær eru 8000 blóðgjafar. „Við þurfum að jafnaði 70 blóðgjafir á dag til þess að anna eftirspurn heilbrigiðskerfisins á Íslandi og við förum yfir lagerstöðuna á hverjum morgni. Og athugum hvað vantar inní og höfum samband við blóðgjafana í samræmi við það en stundum þurfum við aðstoð,“ Segir Vigdís Jóhannsdóttir, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum.Starfsfólk Blóðbankans vinnur stöðugt að því að finna nýja blóðgjafa. „Við erum að reyna að fara í skólana á veturna með Blóðbankabílinn og fá nýja blóðgjafa. Við þurfum svona 2000 á ári til að viðhalda blóðgjafahópnum því það eru alltaf einhverjir sem detta út,“ segir Vigdís. Fyrir þá sem eru vanir þá tekur blóðgjöf ekki nema um 30 mínútur í hvert skipti.Afhverju gefur þú blóð? „Bara ef maður þyrfti á því að halda sjálfur, þá væri gott að eiga smá byrgðir,“ segir Heiðar Már Guðlaugsson, blóðgjafi. „Ég byrjaði þegar pabbi þurfti reglulega að fá blóðgjafir síðustu árin sem hann lifði. Ég byrjaði á að gefa honum og hélt áfram,“ segir Guðrún Hannesardóttir, blóðgjafi. „Maður sá á fréttunum í gær að það var einhver skortur, þá lætur maður vaða.“Hvað varð til þess að þú gafst blóð í fyrsta skipti?„Ég hafði nú gefið þetta á framhaldskólaárunum og svo datt þetta niður í mörg mörg ár svo var einhver sem ýtti við mér aftur fyrir 4 til 5 árum síðan,“ segir Kristinn Guðnason, blóðgjafi.Mundir þú hvetja aðra til þess að gera það sama og þú? „Já, hiklaust. Alla!“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil vöntun á blóði í flokknum O Blóðbankinn hvetur alla blóðgjafa í flokknum O til að mæta í blóðgjöf, en mikil vöntun er á blóði. 20. júlí 2015 13:20 Blóðbankinn kallar eftir blóðgjöfum áður en haldið er í sumarfrí „Við förum ekkert í frí. Það er bara ekkert í boði,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, deildarstjóri blóðsöfnunardeildar. 22. júní 2016 13:35 Þriðjungur blóðgjafa konur Á hverju ári koma átta til níu þúsund manns til að gefa blóð hjá Blóðbankanum og nýliðun þarf að vera um það bil tvö þúsund blóðgjafar á ári til þess að viðhalda blóðgjafahópnum. 19. mars 2016 07:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Mikil vöntun á blóði í flokknum O Blóðbankinn hvetur alla blóðgjafa í flokknum O til að mæta í blóðgjöf, en mikil vöntun er á blóði. 20. júlí 2015 13:20
Blóðbankinn kallar eftir blóðgjöfum áður en haldið er í sumarfrí „Við förum ekkert í frí. Það er bara ekkert í boði,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, deildarstjóri blóðsöfnunardeildar. 22. júní 2016 13:35
Þriðjungur blóðgjafa konur Á hverju ári koma átta til níu þúsund manns til að gefa blóð hjá Blóðbankanum og nýliðun þarf að vera um það bil tvö þúsund blóðgjafar á ári til þess að viðhalda blóðgjafahópnum. 19. mars 2016 07:00