Meiðsl sveitarstjórans riðluðu dagskrá gönguhátíðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2016 17:32 Hér sést Pétur í hlutverki dómara á Mýrarboltanum árið 2012. mynd/mýrarboltinn og vísir/vilhelm „Ég fékk þarna skrambi vænt spark í ökklann og þurfti að hætta keppni,“ segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, í samtali við Vísi. Pétur var að keppa á Evrópumótinu í mýrarbolta sem fram fer á Ísafirði líkt og vant er um þessa helgi. Til stóð að Pétur myndi vera með lóðsa gesti Gönguhátíðar á Súðavík um bæinn nú klukkan fimm en sökum meiðsla hans verður það ekki hægt. Oddviti hreppsins, Anna Lind Ragnarsdóttir, stökk því inn á í hans stað og gengur með fólk um bæinn. „Við erum svo vel mönnuð hér í bæ og hún er mikill göngugarpur svo þetta kom ekki að sök.“ Pétur var á árum áður knattspyrnumaður og lék um skeið með Fjölni, Val, Víkingi Reykjavík og BÍ/Bolungarvík. Samkvæmt upplýsingum af vef KSÍ skoraði hann á ferli sínum áttatíu mörk í 202 leikjum í deild og bikar. Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann meiðist og eflaust ekki það síðasta. „Þetta er nú ekki svo slæmt að þetta hafi mikil áhrif. Ég fékk aðhlynningu hérna á Súðavík og verð góður eftir viku,“ segir hann. Aðspurður segir hann að stígvélin séu líklega farin upp á hillu. „Við í FC Kareoki urðum Evrópumeistarar á árum áður og núna er kominn tími á að hleypa öðrum að. Við erum nokkuð hógvært lið.“ Það er reyndar rétt að minnast á það að liðið er ekki hógværara en svo að það er komið í sjálfan úrslitaleik Mýrarboltans sem hefst núna klukkan 17.40. Gönguhátíðin á Súðavík heldur áfram þrátt fyrir meiðsli sveitarstjórans líkt og ekkert hafi í skorist. Í kvöld verður kveikt í brennu í sundlauginni og í samkomuhúsinu verður boðið upp á hið árlega Gönguskóaball. Íbúafjöldi Súðavíkur eykst um rúmlega helming á meðan hátíðin stendur yfir. Í fyrramálið er svo boðið upp á hafragraut með lifrarpylsu. Boðið verður upp á fjölda gangna á morgun og hinn. Nánari dagskrá má nálgast með því að smella hér. Mýrarboltinn Tengdar fréttir Fjölmargar ólíkar útihátíðir í ár Verslunarmannahelgin er framundan og búa landsmenn sig undir stærstu ferðahelgi ársins. Þó nokkrir tóku helgina snemma og lögðu af stað úr bænum í dag. 28. júlí 2016 19:00 Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað. 29. júlí 2015 15:00 Drullug upp að eyrum Mýrarboltinn fór fram á Ísafirði í dag. 2. ágúst 2015 19:09 Steinar með nýtt lag: Mætir á Mýrarboltann til að taka upp nýtt myndband Tónlistarmaðurinn Steinar hefur gefið frá sér nýtt lag sem ber nafnið Young. 28. júlí 2016 11:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
„Ég fékk þarna skrambi vænt spark í ökklann og þurfti að hætta keppni,“ segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, í samtali við Vísi. Pétur var að keppa á Evrópumótinu í mýrarbolta sem fram fer á Ísafirði líkt og vant er um þessa helgi. Til stóð að Pétur myndi vera með lóðsa gesti Gönguhátíðar á Súðavík um bæinn nú klukkan fimm en sökum meiðsla hans verður það ekki hægt. Oddviti hreppsins, Anna Lind Ragnarsdóttir, stökk því inn á í hans stað og gengur með fólk um bæinn. „Við erum svo vel mönnuð hér í bæ og hún er mikill göngugarpur svo þetta kom ekki að sök.“ Pétur var á árum áður knattspyrnumaður og lék um skeið með Fjölni, Val, Víkingi Reykjavík og BÍ/Bolungarvík. Samkvæmt upplýsingum af vef KSÍ skoraði hann á ferli sínum áttatíu mörk í 202 leikjum í deild og bikar. Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann meiðist og eflaust ekki það síðasta. „Þetta er nú ekki svo slæmt að þetta hafi mikil áhrif. Ég fékk aðhlynningu hérna á Súðavík og verð góður eftir viku,“ segir hann. Aðspurður segir hann að stígvélin séu líklega farin upp á hillu. „Við í FC Kareoki urðum Evrópumeistarar á árum áður og núna er kominn tími á að hleypa öðrum að. Við erum nokkuð hógvært lið.“ Það er reyndar rétt að minnast á það að liðið er ekki hógværara en svo að það er komið í sjálfan úrslitaleik Mýrarboltans sem hefst núna klukkan 17.40. Gönguhátíðin á Súðavík heldur áfram þrátt fyrir meiðsli sveitarstjórans líkt og ekkert hafi í skorist. Í kvöld verður kveikt í brennu í sundlauginni og í samkomuhúsinu verður boðið upp á hið árlega Gönguskóaball. Íbúafjöldi Súðavíkur eykst um rúmlega helming á meðan hátíðin stendur yfir. Í fyrramálið er svo boðið upp á hafragraut með lifrarpylsu. Boðið verður upp á fjölda gangna á morgun og hinn. Nánari dagskrá má nálgast með því að smella hér.
Mýrarboltinn Tengdar fréttir Fjölmargar ólíkar útihátíðir í ár Verslunarmannahelgin er framundan og búa landsmenn sig undir stærstu ferðahelgi ársins. Þó nokkrir tóku helgina snemma og lögðu af stað úr bænum í dag. 28. júlí 2016 19:00 Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað. 29. júlí 2015 15:00 Drullug upp að eyrum Mýrarboltinn fór fram á Ísafirði í dag. 2. ágúst 2015 19:09 Steinar með nýtt lag: Mætir á Mýrarboltann til að taka upp nýtt myndband Tónlistarmaðurinn Steinar hefur gefið frá sér nýtt lag sem ber nafnið Young. 28. júlí 2016 11:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Fjölmargar ólíkar útihátíðir í ár Verslunarmannahelgin er framundan og búa landsmenn sig undir stærstu ferðahelgi ársins. Þó nokkrir tóku helgina snemma og lögðu af stað úr bænum í dag. 28. júlí 2016 19:00
Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað. 29. júlí 2015 15:00
Steinar með nýtt lag: Mætir á Mýrarboltann til að taka upp nýtt myndband Tónlistarmaðurinn Steinar hefur gefið frá sér nýtt lag sem ber nafnið Young. 28. júlí 2016 11:30