Trump ýjar að því að varðmenn annars viðauka gætu drepið Hillary Clinton Atli Ísleifsson skrifar 9. ágúst 2016 20:40 Frá kosningafundi Donald Trump í Norður-Karólínu. Vísir/Getty Bandaríski forsetaframbjóðandinn Donald Trump ýjaði að því að „annars viðauka fólk“ gæti mögulega komið í veg fyrir að Hillary Clinton skipi óæskilega hæstaréttardómara, verði hún kjörin forseti. Trump lét orðin falla á kosningafundi í Wilmington í Norður-Karólínu, en með orðum sínum um „annan viðauka“ er hann að vísa í annan viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem heimilar Bandaríkjamönnum að bera vopn. „Ef hún fær að velja dómarana sína, er ekkert sem þið getið gert í því,“ sagði Trump, áður en hann hélt áfram: „En „annars viðauka fólkið“ – kannski gætu það. Ég veit það ekki.“ Einungis átta dómarar eiga nú sæti í hæstarétti Bandaríkjanna eftir að hinn íhaldssami Antonin Scalia féll frá í febrúar síðastliðinn. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt dómarann Merrick Garland, en Bandaríkjaþing, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, hefur enn ekki greitt atkvæði um skipunina og vilja að næsti forseti skipi níunda dómarann. Í frétt Guardian er haft eftir kosningastjóra Hillary Clinton að orð Trump séu hættuleg og að sá sem sækist eftir að gegna forsetaembætti eigi ekki að ýja að ofbeldisverkum líkt og Trump gerði í ræðu sinni. Donald Trump Tengdar fréttir Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. 9. ágúst 2016 14:45 Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Trump boðar breytingar á skattkerfinu Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, ætlar að fá tannhjól bandaríska hagkerfisins til að snúast hraðar með því að fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki. 8. ágúst 2016 19:38 Þjóðaröryggisráðgjafar innan Repúblikanaflokksins vara við Donald Trump Fimmtíu þjóðaröryggisráðgjafar innan vébanda Repúblikanaflokksins hafa varað við að forsetaframbjóðandinn Donald Trump verði gáleysislegasti forsetinn í sögu landsins, nái hann kjöri. 9. ágúst 2016 09:10 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Sjá meira
Bandaríski forsetaframbjóðandinn Donald Trump ýjaði að því að „annars viðauka fólk“ gæti mögulega komið í veg fyrir að Hillary Clinton skipi óæskilega hæstaréttardómara, verði hún kjörin forseti. Trump lét orðin falla á kosningafundi í Wilmington í Norður-Karólínu, en með orðum sínum um „annan viðauka“ er hann að vísa í annan viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem heimilar Bandaríkjamönnum að bera vopn. „Ef hún fær að velja dómarana sína, er ekkert sem þið getið gert í því,“ sagði Trump, áður en hann hélt áfram: „En „annars viðauka fólkið“ – kannski gætu það. Ég veit það ekki.“ Einungis átta dómarar eiga nú sæti í hæstarétti Bandaríkjanna eftir að hinn íhaldssami Antonin Scalia féll frá í febrúar síðastliðinn. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt dómarann Merrick Garland, en Bandaríkjaþing, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, hefur enn ekki greitt atkvæði um skipunina og vilja að næsti forseti skipi níunda dómarann. Í frétt Guardian er haft eftir kosningastjóra Hillary Clinton að orð Trump séu hættuleg og að sá sem sækist eftir að gegna forsetaembætti eigi ekki að ýja að ofbeldisverkum líkt og Trump gerði í ræðu sinni.
Donald Trump Tengdar fréttir Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. 9. ágúst 2016 14:45 Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Trump boðar breytingar á skattkerfinu Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, ætlar að fá tannhjól bandaríska hagkerfisins til að snúast hraðar með því að fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki. 8. ágúst 2016 19:38 Þjóðaröryggisráðgjafar innan Repúblikanaflokksins vara við Donald Trump Fimmtíu þjóðaröryggisráðgjafar innan vébanda Repúblikanaflokksins hafa varað við að forsetaframbjóðandinn Donald Trump verði gáleysislegasti forsetinn í sögu landsins, nái hann kjöri. 9. ágúst 2016 09:10 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Sjá meira
Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. 9. ágúst 2016 14:45
Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00
Trump boðar breytingar á skattkerfinu Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, ætlar að fá tannhjól bandaríska hagkerfisins til að snúast hraðar með því að fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki. 8. ágúst 2016 19:38
Þjóðaröryggisráðgjafar innan Repúblikanaflokksins vara við Donald Trump Fimmtíu þjóðaröryggisráðgjafar innan vébanda Repúblikanaflokksins hafa varað við að forsetaframbjóðandinn Donald Trump verði gáleysislegasti forsetinn í sögu landsins, nái hann kjöri. 9. ágúst 2016 09:10