Hvorki líkamsárás né kynferðisbrot tilkynnt á fjölmennustu bæjarhátíð landsins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. ágúst 2016 15:21 Mynd/Bjarni Eiríksson Samkvæmt tölum frá vegagerðinni sóttu um 33 þúsund manns hátíðarhöld á Dalvík um helgina, en þar var Fiskidagurinn mikli haldinn í sextánda sinn. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir umferðina að Dalvík á fiskidaginn hafa verið nokkuð jafna á árunum 2011 til 2014 eða í kringum 26-27 þúsund gesti. „Síðan tekur þetta kipp upp í 30 þúsund árið 2015 og nú upp í 33 þúsund árið 2016,“ segir Friðleifur. „Vegagerðin hefur í gegnum tíðina gert umferðarkannanir og þar með kannað fjölda farþega í hverjum bíl og út frá því höfum við getað áætlað hversu margir farþegar hafi verið í þessum ökutækjum,“ segir Friðleifur. „Ég hef yfirleitt leitað álits fiskidagsmanna á því hvort þetta sé í samræmi við það sem þeir telja og það hefur alltaf verið samræmi þarna á milli,“ segir Friðleifur.Friðrik Ómar segir að allt hafi gengið upp. Myndin er frá tónleikunum á laugardagskvöld.Mynd/Bjarni EiríkssonEngin mál á borði lögreglu Sævar Freyr Ingason, lögreglumaður á Dalvík, segir að hátíðarhöldin hafi farið mjög vel fram og að engar kærur liggi á borði lögreglu eftir helgina. „Það virðist ekki skipta miklu máli hver fjöldinn er hérna, þetta virðist oftast heppnast vel,“ segir Sævar. Hann segist þó ekki vita nákvæman fjölda gesta. „Það er verið að tala um 33 þúsund og það getur vel verið. Eina sem ég get sagt er að það voru fleiri núna en í fyrra, það er alveg á hreinu,“ segir Sævar að lokum.Allt gekk upp að lokum Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari var meðal þeirra tónlistarmanna sem steig á stokk á laugardagskvöldið þegar hátíðarhöld náðu hámarki. Minnstu munaði þó að söngvarinn gæti ekki komið fram sökum veikinda. „Það gekk annars allt bara upp að lokum,“ segir Friðrik Ómar í samtali við Vísi. Hann tekur undir orð Friðleifs og Sævars að fleiri hafi verið á hátíðinni en fyrri ár. „Það er gaman að segja frá jákvæðum fréttum þar sem svona margir eru komnir saman. Ég held að fólk átti sig ekki á stærðinni á þessu, þarna eru helmingi fleiri en á Þjóðhátíð í Eyjum,“ segir Friðrik Ómar.Viðtalið við Friðleif Inga Brynjarsson má heyra hér að ofan. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Samkvæmt tölum frá vegagerðinni sóttu um 33 þúsund manns hátíðarhöld á Dalvík um helgina, en þar var Fiskidagurinn mikli haldinn í sextánda sinn. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir umferðina að Dalvík á fiskidaginn hafa verið nokkuð jafna á árunum 2011 til 2014 eða í kringum 26-27 þúsund gesti. „Síðan tekur þetta kipp upp í 30 þúsund árið 2015 og nú upp í 33 þúsund árið 2016,“ segir Friðleifur. „Vegagerðin hefur í gegnum tíðina gert umferðarkannanir og þar með kannað fjölda farþega í hverjum bíl og út frá því höfum við getað áætlað hversu margir farþegar hafi verið í þessum ökutækjum,“ segir Friðleifur. „Ég hef yfirleitt leitað álits fiskidagsmanna á því hvort þetta sé í samræmi við það sem þeir telja og það hefur alltaf verið samræmi þarna á milli,“ segir Friðleifur.Friðrik Ómar segir að allt hafi gengið upp. Myndin er frá tónleikunum á laugardagskvöld.Mynd/Bjarni EiríkssonEngin mál á borði lögreglu Sævar Freyr Ingason, lögreglumaður á Dalvík, segir að hátíðarhöldin hafi farið mjög vel fram og að engar kærur liggi á borði lögreglu eftir helgina. „Það virðist ekki skipta miklu máli hver fjöldinn er hérna, þetta virðist oftast heppnast vel,“ segir Sævar. Hann segist þó ekki vita nákvæman fjölda gesta. „Það er verið að tala um 33 þúsund og það getur vel verið. Eina sem ég get sagt er að það voru fleiri núna en í fyrra, það er alveg á hreinu,“ segir Sævar að lokum.Allt gekk upp að lokum Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari var meðal þeirra tónlistarmanna sem steig á stokk á laugardagskvöldið þegar hátíðarhöld náðu hámarki. Minnstu munaði þó að söngvarinn gæti ekki komið fram sökum veikinda. „Það gekk annars allt bara upp að lokum,“ segir Friðrik Ómar í samtali við Vísi. Hann tekur undir orð Friðleifs og Sævars að fleiri hafi verið á hátíðinni en fyrri ár. „Það er gaman að segja frá jákvæðum fréttum þar sem svona margir eru komnir saman. Ég held að fólk átti sig ekki á stærðinni á þessu, þarna eru helmingi fleiri en á Þjóðhátíð í Eyjum,“ segir Friðrik Ómar.Viðtalið við Friðleif Inga Brynjarsson má heyra hér að ofan.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira