Ríkisstjórn skipar ráðherranefnd vegna Brexit Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2016 14:35 Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. fréttblaðið/Stefán Ríkisstjórnin hefur ákveðið, að tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra, að skipa sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu íslenskra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr ESB. Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins segir að auk utanríkisráðherra muni forsætisráðherra, fjármála- og efnhagsráðherra, innanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra eiga sæti í nefndinni. „Samhliða verður sérstök Brexit-eining sett á laggirnar í utanríkisráðuneytinu sem mun vinna þvert á ráðuneytið. Hlutverk hennar er að tryggja nauðsynlega samræmingu innan stjórnsýslunnar, upplýsingagjöf til Alþingis og góða samvinnu við hagaðila. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, mun stýra einingunni.“Mikilvægt að faglega sé staðið að málum Í fréttinni er haft eftir Lilju að lífskjör á Íslandi ráðist að stórum hluta til af viðskiptasambandi landsins við erlendar þjóðir og hvernig okkur gangi að skapa gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. „Þess vegna er mikilvægt að faglega sé staðið að málum og stjórnsýslan lagi sig að krefjandi aðstæðum sem kunna að koma upp. Bretland er eitt mikilvægasta viðskiptaland Íslands og við viljum búa okkur vandlega undir boðaða útgöngu,” segir Lilja. Hún segir ljóst að útganga Breta úr sambandinu muni hafa víðtæk efnahagsleg og stjórnmálaleg áhrif í Evrópu. Mikilvægt sé að greina vel mögulegar sviðsmyndir, vakta framvindu mála og gæta íslenskra hagsmuna þegar fram í sækir. „Við útilokum ekkert að svo stöddu og munum velja þær leiðir sem henta Íslandi best, eftir því sem fram vindur. Við munum vinna náið með samstarfsþjóðum okkar innan EFTA og leggja sérstaklega áherslu á gott samstarf við stjórnvöld í Noregi, enda fléttast hagsmunir ríkjanna saman á ýmsan hátt,” segir Lilja. Í fréttinni segir að fyrirkomulagið sem unnið verður eftir er eftirfarandi:„RáðherranefndStofnuð verði sérstök nefnd forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem hefur yfirumsjón með undirbúningi að framtíðarsamskiptum Íslands og Bretlands. Teymið hefur yfirumsjón með samráði við hagaðila og kallar eftir greiningum utanaðkomandi aðila eftir þörfum.Ráðuneytisstjóranefnd Nefnd ráðuneytisstjóra var komið á laggirnar um leið og niðurstaða þjóðaratkvæðisins lá fyrir og hefur hún þegar kallað eftir samráði við hagaðila. Ráðuneytisstjórum allra ráðuneyta býðst að taka þátt í störfum nefndarinnar þar sem Brexit getur haft áhrif á málaflokka sem undir öll ráðuneyti heyra. UtanríkisþjónustanBrexit hefur mikil áhrif á störf utanríkisþjónustunnar og er ofarlega á baugi í nær öllum samskiptum ráðherra og starfsmanna utanríkisþjónustunnar við erlend ríki. Stofnuð verður sérstök Brexit eining, sem mun halda utan um samskipti Íslands við erlend ríki og hagaðila innanlands. AlþingiUtanríkisráðherra og ráðuneytisstjóranefnd gerir utanríkismálanefnd grein fyrir stöðu mála með reglulegum hætti og ávallt þegar þörf er á.“ Brexit Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið, að tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra, að skipa sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu íslenskra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr ESB. Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins segir að auk utanríkisráðherra muni forsætisráðherra, fjármála- og efnhagsráðherra, innanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra eiga sæti í nefndinni. „Samhliða verður sérstök Brexit-eining sett á laggirnar í utanríkisráðuneytinu sem mun vinna þvert á ráðuneytið. Hlutverk hennar er að tryggja nauðsynlega samræmingu innan stjórnsýslunnar, upplýsingagjöf til Alþingis og góða samvinnu við hagaðila. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, mun stýra einingunni.“Mikilvægt að faglega sé staðið að málum Í fréttinni er haft eftir Lilju að lífskjör á Íslandi ráðist að stórum hluta til af viðskiptasambandi landsins við erlendar þjóðir og hvernig okkur gangi að skapa gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. „Þess vegna er mikilvægt að faglega sé staðið að málum og stjórnsýslan lagi sig að krefjandi aðstæðum sem kunna að koma upp. Bretland er eitt mikilvægasta viðskiptaland Íslands og við viljum búa okkur vandlega undir boðaða útgöngu,” segir Lilja. Hún segir ljóst að útganga Breta úr sambandinu muni hafa víðtæk efnahagsleg og stjórnmálaleg áhrif í Evrópu. Mikilvægt sé að greina vel mögulegar sviðsmyndir, vakta framvindu mála og gæta íslenskra hagsmuna þegar fram í sækir. „Við útilokum ekkert að svo stöddu og munum velja þær leiðir sem henta Íslandi best, eftir því sem fram vindur. Við munum vinna náið með samstarfsþjóðum okkar innan EFTA og leggja sérstaklega áherslu á gott samstarf við stjórnvöld í Noregi, enda fléttast hagsmunir ríkjanna saman á ýmsan hátt,” segir Lilja. Í fréttinni segir að fyrirkomulagið sem unnið verður eftir er eftirfarandi:„RáðherranefndStofnuð verði sérstök nefnd forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem hefur yfirumsjón með undirbúningi að framtíðarsamskiptum Íslands og Bretlands. Teymið hefur yfirumsjón með samráði við hagaðila og kallar eftir greiningum utanaðkomandi aðila eftir þörfum.Ráðuneytisstjóranefnd Nefnd ráðuneytisstjóra var komið á laggirnar um leið og niðurstaða þjóðaratkvæðisins lá fyrir og hefur hún þegar kallað eftir samráði við hagaðila. Ráðuneytisstjórum allra ráðuneyta býðst að taka þátt í störfum nefndarinnar þar sem Brexit getur haft áhrif á málaflokka sem undir öll ráðuneyti heyra. UtanríkisþjónustanBrexit hefur mikil áhrif á störf utanríkisþjónustunnar og er ofarlega á baugi í nær öllum samskiptum ráðherra og starfsmanna utanríkisþjónustunnar við erlend ríki. Stofnuð verður sérstök Brexit eining, sem mun halda utan um samskipti Íslands við erlend ríki og hagaðila innanlands. AlþingiUtanríkisráðherra og ráðuneytisstjóranefnd gerir utanríkismálanefnd grein fyrir stöðu mála með reglulegum hætti og ávallt þegar þörf er á.“
Brexit Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira