Ásmundur fann að rasistaummælum Samfylkingarfólks Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. ágúst 2016 15:03 Ásmundur Friðriksson Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom upp í pontu undir liðnum störf þingsins og beindi fyrirspurn til Oddnýjar G. Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, varðandi orðræðu þá sem hluti Samfylkingarmanna hefur haft uppi um hann. Þingmaðurinn vísaði þar meðal annars til ummæla Semu Erlu Serdar, formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, sem sagði þingmanninn „ala á ótta“ og viðhafa rasískar skoðanir. Einnig vísaði hann til ræðu Oddnýjar, frá því fyrr á þessu ári, þar sem hún sagði hann hoppa á sama vagn og Donald Trump. „Síðan þá kallaði ritari Samfylkingarinnar þrjá frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ýmsum nöfnum,“ sagði Ásmundur. Þar vísaði hann til tísts Óskars Steins Jónínu Ómarssonar þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir var kölluð „duglaus ráðherra“, Ásmundur kallaður rasisti og Árni Johnsen kallaður „dæmdur þjófur“. „Er það þessi leið sem Samfylkingin vill fara? Einstaklingar sem hafa verið dæmdir, setið sína refsingu og skilað því til baka til samfélagsins sem ranglega var tekið, eiga þeir að bera þann kaleik alla ævi?“ spurði Ásmundur.Mannúð og mannréttindi ættu að vera útgangspunktur Oddný G. Harðardóttir tók næst til máls og byrjaði á því að segja að hún hefði aldrei hrósað nokkrum manni fyrir að kalla annan mann rasista. „Í Samfylkingunni ríkir málfrelsi og formaðurinn segir félögum ekki hvað má segja og hvað má ekki segja.“ Oddný lagði áherslu á það að fólk gætti orða sinna, myndi varast það að fella dóma og að særa fólk. Það ætti ekki síst við um háttvirta þingmenn. „Þegar háttvirtur þingmaður lagði til á Facebook og í fjölmiðlum að bakgrunnur íslenskra múslima yrði kannaður þá urðu margir reiðir og sárir.“ Formaðurinn sagði að þingmenn og ráðherrar ættu að gæta hagsmuna allra óháð trú eða uppruna. Þó að það gæti reynst sumum freisting að tala inn í óttan um hið óþekkta og hvetja til mismununar þá ættu mannúð og mannréttindi ávallt að vera upphafspunktur í öllum umræðum í velferðar- og lýðræðisríkjum. Alþingi Donald Trump Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Íslenska þjóðfylkingin býður Ásmund Friðriksson velkominn Nýstofnaður flokkur sem berst gegn fjölmenningu fagnar ummælum þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttafólk. 3. mars 2016 10:30 Maður á ekki að þurfa að venjast þessu Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir suma fjölmiðla og stjórnmálamenn ala á ótta í garð minnihlutahópa hér á landi. Hún nefnir Útvarp Sögu og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem dæmi í því sambandi. 15. júlí 2016 07:00 Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Segir Ásmund hafa skipað sér í flokk með popúlistum og Donald Trump Oddný G. Harðardóttir gagnrýnir ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttamenn. 2. mars 2016 17:40 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom upp í pontu undir liðnum störf þingsins og beindi fyrirspurn til Oddnýjar G. Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, varðandi orðræðu þá sem hluti Samfylkingarmanna hefur haft uppi um hann. Þingmaðurinn vísaði þar meðal annars til ummæla Semu Erlu Serdar, formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, sem sagði þingmanninn „ala á ótta“ og viðhafa rasískar skoðanir. Einnig vísaði hann til ræðu Oddnýjar, frá því fyrr á þessu ári, þar sem hún sagði hann hoppa á sama vagn og Donald Trump. „Síðan þá kallaði ritari Samfylkingarinnar þrjá frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ýmsum nöfnum,“ sagði Ásmundur. Þar vísaði hann til tísts Óskars Steins Jónínu Ómarssonar þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir var kölluð „duglaus ráðherra“, Ásmundur kallaður rasisti og Árni Johnsen kallaður „dæmdur þjófur“. „Er það þessi leið sem Samfylkingin vill fara? Einstaklingar sem hafa verið dæmdir, setið sína refsingu og skilað því til baka til samfélagsins sem ranglega var tekið, eiga þeir að bera þann kaleik alla ævi?“ spurði Ásmundur.Mannúð og mannréttindi ættu að vera útgangspunktur Oddný G. Harðardóttir tók næst til máls og byrjaði á því að segja að hún hefði aldrei hrósað nokkrum manni fyrir að kalla annan mann rasista. „Í Samfylkingunni ríkir málfrelsi og formaðurinn segir félögum ekki hvað má segja og hvað má ekki segja.“ Oddný lagði áherslu á það að fólk gætti orða sinna, myndi varast það að fella dóma og að særa fólk. Það ætti ekki síst við um háttvirta þingmenn. „Þegar háttvirtur þingmaður lagði til á Facebook og í fjölmiðlum að bakgrunnur íslenskra múslima yrði kannaður þá urðu margir reiðir og sárir.“ Formaðurinn sagði að þingmenn og ráðherrar ættu að gæta hagsmuna allra óháð trú eða uppruna. Þó að það gæti reynst sumum freisting að tala inn í óttan um hið óþekkta og hvetja til mismununar þá ættu mannúð og mannréttindi ávallt að vera upphafspunktur í öllum umræðum í velferðar- og lýðræðisríkjum.
Alþingi Donald Trump Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Íslenska þjóðfylkingin býður Ásmund Friðriksson velkominn Nýstofnaður flokkur sem berst gegn fjölmenningu fagnar ummælum þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttafólk. 3. mars 2016 10:30 Maður á ekki að þurfa að venjast þessu Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir suma fjölmiðla og stjórnmálamenn ala á ótta í garð minnihlutahópa hér á landi. Hún nefnir Útvarp Sögu og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem dæmi í því sambandi. 15. júlí 2016 07:00 Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Segir Ásmund hafa skipað sér í flokk með popúlistum og Donald Trump Oddný G. Harðardóttir gagnrýnir ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttamenn. 2. mars 2016 17:40 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Íslenska þjóðfylkingin býður Ásmund Friðriksson velkominn Nýstofnaður flokkur sem berst gegn fjölmenningu fagnar ummælum þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttafólk. 3. mars 2016 10:30
Maður á ekki að þurfa að venjast þessu Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir suma fjölmiðla og stjórnmálamenn ala á ótta í garð minnihlutahópa hér á landi. Hún nefnir Útvarp Sögu og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem dæmi í því sambandi. 15. júlí 2016 07:00
Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54
Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10
Segir Ásmund hafa skipað sér í flokk með popúlistum og Donald Trump Oddný G. Harðardóttir gagnrýnir ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttamenn. 2. mars 2016 17:40