Sælkerahöll í Holtagörðum á næsta ári Sæunn Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2016 07:00 Sælkerahöllin á að vera í anda Torvehallerne og Borough Market þar sem matur, menning og umhverfi tvinnast saman. vísir/afp Margir áhugasamir hafa haft samband við Reiti fasteignafélag vegna þátttöku í uppbyggingu og rekstri á nýjum veitinga- og matarmarkaði í Holtagörðum. Þetta segir Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Friðjón segir að hægt verði að opna markaðinn í fyrsta lagi á næsta ári. Sælkerahöllin verður með básafyrirkomulag þar sem tólf fermetra og stærri rými eru í boði, með eða án bakrýma. Hún verður í anda Torvehallerne og Borough Market þar sem matur, menning og umhverfi tvinnast saman. „Við erum að taka við umsóknum núna, það hafa nú þegar borist þó nokkrar. Tilgangurinn með því að auglýsa var að kanna áhugann og við erum að gera það hjá stórum og smáum rekstraraðilum,“ segir Friðjón. „Það er áhugi á þessu fyrirbæri en þetta er í mótun hjá okkur.“ Sælkerahöllinni er ætlað að höfða bæði til ferðamanna og heimamanna. Um 600 þúsund ferðamenn nýta sér árlega samgöngumiðstöðina í Holtagörðum og 14 þúsund íbúar eru í Laugarnes- og Laugaráshverfi, Heimum og Vogum. Friðjón segir að ekki sé búið að finna markaðnum endanlegan stað í húsinu, né hversu stórt svæðið verður, það verði metið í september. Hann segir að það fari eftir eiginleika markaðarins hvenær hann verði opnaður. „Þetta er öðruvísi nálgun en þegar við auglýsum rými til leigu. Þetta er í takt við þróunina núna. Þú vilt kannski kaupa einhverja vöru og heyra einhverja sögu um hana eða fá einhvern sérfræðing sem segir þér hvernig þú átt að nota hana, hvort sem það er sápa eða kjöt. Þessu eru neytendur að sækjast eftir,“ segir Friðjón Sigurðarson.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Margir áhugasamir hafa haft samband við Reiti fasteignafélag vegna þátttöku í uppbyggingu og rekstri á nýjum veitinga- og matarmarkaði í Holtagörðum. Þetta segir Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Friðjón segir að hægt verði að opna markaðinn í fyrsta lagi á næsta ári. Sælkerahöllin verður með básafyrirkomulag þar sem tólf fermetra og stærri rými eru í boði, með eða án bakrýma. Hún verður í anda Torvehallerne og Borough Market þar sem matur, menning og umhverfi tvinnast saman. „Við erum að taka við umsóknum núna, það hafa nú þegar borist þó nokkrar. Tilgangurinn með því að auglýsa var að kanna áhugann og við erum að gera það hjá stórum og smáum rekstraraðilum,“ segir Friðjón. „Það er áhugi á þessu fyrirbæri en þetta er í mótun hjá okkur.“ Sælkerahöllinni er ætlað að höfða bæði til ferðamanna og heimamanna. Um 600 þúsund ferðamenn nýta sér árlega samgöngumiðstöðina í Holtagörðum og 14 þúsund íbúar eru í Laugarnes- og Laugaráshverfi, Heimum og Vogum. Friðjón segir að ekki sé búið að finna markaðnum endanlegan stað í húsinu, né hversu stórt svæðið verður, það verði metið í september. Hann segir að það fari eftir eiginleika markaðarins hvenær hann verði opnaður. „Þetta er öðruvísi nálgun en þegar við auglýsum rými til leigu. Þetta er í takt við þróunina núna. Þú vilt kannski kaupa einhverja vöru og heyra einhverja sögu um hana eða fá einhvern sérfræðing sem segir þér hvernig þú átt að nota hana, hvort sem það er sápa eða kjöt. Þessu eru neytendur að sækjast eftir,“ segir Friðjón Sigurðarson.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent