Hrafnhildur: Ég er mjög hissa á öllu á þessum Ólympíuleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2016 18:05 Hrafnhildur Lúthersdóttir. Mynd/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í dag fyrsta konan til að komast í undanúrslit í tveimur greinum á Ólympíuleikum þegar hún synti sig inn í undanúrslitin í 200 metrabringusundi. Hrafnhildur náði tíunda besta tímanum í undanrásunum og þarf því að hækka sig um tvö sæti ætli hún að komast í úrslitasundið aðra nótt. „Þetta var kannski ekki eins hratt og ég vildi en þetta var nóg til þess að komast inn. Ég er ánægð með það þótt að þetta sé tveimur sekúndum frá mínu besta. Ég held að ég eigi meira inni," sagði Hrafnhildur eftir sundið. Bestu sundkonunum var dreift í riðlana en það var ljóst eftir hennar riðil, sem var næstsíðasti, að hún var komin í undanúrslitin. „Ég er mjög hissa á öllu á þessum Ólympíuleikum. Það eru stelpur sem eiga miklu betri tíma sem eru ekki að komast í undanúrslit og líka stelpur á eftir mér inn í undanúrslitin sem eiga miklu betri tíma. Þetta er bara sjá hver heldur haus og getur synt eins vel og hún getur," sagði Hrafnhildur. „Ég hugsaði með mér að það eru fjórir riðlar og tveir af þeim komast áfram. Ég var í þriðja riðli með góðum stelpum og svo lengi sem ég var ekki seinust í þeim riðli þá ætti ég að vera góð og inni," sagði Hrafnhildur. „Ég var ekkert að gefa eftir í sundinu en á sama tíma held ég að ég eigi meira inni," sagði Hrafnhildur. „Ég held að ég geti náð betra flæði og að ná að halda straumlínunni sem og að renna betur. Stundum hittir maður á hraðann en stundum ekki. Ég er allavega ennþá með 200 og það er gott," sagði Hrafnhildur. Undanúrslitasundið er í nótt en það fer fram eftir klukkan tvö að íslenskum tíma. Hvað þarf hún að gera til þess að komast í úrslitin. „Ég þarf bara að synda eins hratt og ég get. Ég ætla að finna út úr því hvað ég get gert betur og reyna að gera það betur. Ég held að ég hafi getað synt miðju hundraðið, aðra og þriðju ferðina, aðeins hraðar," sagði Hrafnhildur. „Ég held samt að þetta hafi verið frekar vel uppsett sund hjá mér. Nú er bara að reyna að koma í bakkann á undan hinum," sagði Hrafnhildur en bætti við: „Það hjálpar alltaf til þegar maður er komin í undanúrslit og er með einhverjar hraðari við hliðina á sér og getur synt með þeim," sagði Hrafnhildur. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í dag fyrsta konan til að komast í undanúrslit í tveimur greinum á Ólympíuleikum þegar hún synti sig inn í undanúrslitin í 200 metrabringusundi. Hrafnhildur náði tíunda besta tímanum í undanrásunum og þarf því að hækka sig um tvö sæti ætli hún að komast í úrslitasundið aðra nótt. „Þetta var kannski ekki eins hratt og ég vildi en þetta var nóg til þess að komast inn. Ég er ánægð með það þótt að þetta sé tveimur sekúndum frá mínu besta. Ég held að ég eigi meira inni," sagði Hrafnhildur eftir sundið. Bestu sundkonunum var dreift í riðlana en það var ljóst eftir hennar riðil, sem var næstsíðasti, að hún var komin í undanúrslitin. „Ég er mjög hissa á öllu á þessum Ólympíuleikum. Það eru stelpur sem eiga miklu betri tíma sem eru ekki að komast í undanúrslit og líka stelpur á eftir mér inn í undanúrslitin sem eiga miklu betri tíma. Þetta er bara sjá hver heldur haus og getur synt eins vel og hún getur," sagði Hrafnhildur. „Ég hugsaði með mér að það eru fjórir riðlar og tveir af þeim komast áfram. Ég var í þriðja riðli með góðum stelpum og svo lengi sem ég var ekki seinust í þeim riðli þá ætti ég að vera góð og inni," sagði Hrafnhildur. „Ég var ekkert að gefa eftir í sundinu en á sama tíma held ég að ég eigi meira inni," sagði Hrafnhildur. „Ég held að ég geti náð betra flæði og að ná að halda straumlínunni sem og að renna betur. Stundum hittir maður á hraðann en stundum ekki. Ég er allavega ennþá með 200 og það er gott," sagði Hrafnhildur. Undanúrslitasundið er í nótt en það fer fram eftir klukkan tvö að íslenskum tíma. Hvað þarf hún að gera til þess að komast í úrslitin. „Ég þarf bara að synda eins hratt og ég get. Ég ætla að finna út úr því hvað ég get gert betur og reyna að gera það betur. Ég held að ég hafi getað synt miðju hundraðið, aðra og þriðju ferðina, aðeins hraðar," sagði Hrafnhildur. „Ég held samt að þetta hafi verið frekar vel uppsett sund hjá mér. Nú er bara að reyna að koma í bakkann á undan hinum," sagði Hrafnhildur en bætti við: „Það hjálpar alltaf til þegar maður er komin í undanúrslit og er með einhverjar hraðari við hliðina á sér og getur synt með þeim," sagði Hrafnhildur.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Sjá meira