Bandarískir fíkniefnasalar stórgræða á netsölu fíkniefna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2016 13:30 Það er hægt að nýta tölvuna í ýmislegt. Vísir/Getty Bandarískir fíkniefnasalar hafa góðar tekjur af því að selja ýmiskonar fíkniefni á netinu. Er talið að markaðshlutdeild þeirra nemi um þriðjungi markaðarins sem hefur þrefaldast á þremur árum. Hollenska ríkisstjórnin fékk rannsóknarfyrirtækið Rand Europe til þess að gera skýrslu um fíkniefnasölu á netinu. Kannaði fyrirtækið eiturlyfjasölu á átta stærstu mörkuðum hins svokallaða djúpvefs (e. dark web) sem er aðeins aðgengilegur með sérstökum vafra og finnst ekki með hjálp hefðbundinna leitarvéla á borð við Google. Seldu bandarískir fíkniefnasalar fíkniefni á netinu fyrir andvirði fimm milljón dollara, um 600 milljónir íslenskra króna. Næst á eftir fylgja eiturlyfjasalar í Bretlandi, sem jafnframt eru afkastamestir í Evrópu, með sölu fíkniefna upp á 2 milljónir dollara, um 240 milljónir íslenskra króna. Markaðshlutdeild fíkniefna eftir sölu á netinu Bandaríkin - 35.9 prósentBretland - 16.1 prósentÁstralía - 10.6 prósentÞýskaland - 8.4 prósentHolland - 7.8 prósent Þó er talið að sala fíkniefna á netinu sé aðeins lítill hluti heildarsölu fíkniefna en Rand Europe áætlar að seld séu fíkniefni fyrir andvirði tveggja millarða dollara á mánuði hverjum, um 262 milljarðar íslenskra króna. Kannabis er vinsælasta fíkniefnið þegar kemur að sölu þeirra á netinu en á eftir koma ýmis lyfseðilsskyld lyf. Athygli vekur að heróin, eitt vinsælasta fíkniefnið þegar kemur að hefðbundinni sölu fíkniefna kemst ekki inn á lista yfir vinsælustu fíkniefnin á netinu. Tækni Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bandarískir fíkniefnasalar hafa góðar tekjur af því að selja ýmiskonar fíkniefni á netinu. Er talið að markaðshlutdeild þeirra nemi um þriðjungi markaðarins sem hefur þrefaldast á þremur árum. Hollenska ríkisstjórnin fékk rannsóknarfyrirtækið Rand Europe til þess að gera skýrslu um fíkniefnasölu á netinu. Kannaði fyrirtækið eiturlyfjasölu á átta stærstu mörkuðum hins svokallaða djúpvefs (e. dark web) sem er aðeins aðgengilegur með sérstökum vafra og finnst ekki með hjálp hefðbundinna leitarvéla á borð við Google. Seldu bandarískir fíkniefnasalar fíkniefni á netinu fyrir andvirði fimm milljón dollara, um 600 milljónir íslenskra króna. Næst á eftir fylgja eiturlyfjasalar í Bretlandi, sem jafnframt eru afkastamestir í Evrópu, með sölu fíkniefna upp á 2 milljónir dollara, um 240 milljónir íslenskra króna. Markaðshlutdeild fíkniefna eftir sölu á netinu Bandaríkin - 35.9 prósentBretland - 16.1 prósentÁstralía - 10.6 prósentÞýskaland - 8.4 prósentHolland - 7.8 prósent Þó er talið að sala fíkniefna á netinu sé aðeins lítill hluti heildarsölu fíkniefna en Rand Europe áætlar að seld séu fíkniefni fyrir andvirði tveggja millarða dollara á mánuði hverjum, um 262 milljarðar íslenskra króna. Kannabis er vinsælasta fíkniefnið þegar kemur að sölu þeirra á netinu en á eftir koma ýmis lyfseðilsskyld lyf. Athygli vekur að heróin, eitt vinsælasta fíkniefnið þegar kemur að hefðbundinni sölu fíkniefna kemst ekki inn á lista yfir vinsælustu fíkniefnin á netinu.
Tækni Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira