Snjallsímaforritið WhatsApp innleiðir auglýsingar Birta Svavarsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 19:21 WhatsApp er frítt snjallsímaforrit sem hægt er að nota til þess að senda ókeypis SMS skilaboð. Getty Samskiptaforritið WhatsApp hefur tilkynnt að það muni byrja að deila meiri upplýsingum um notendur sína með Facebook og í kjölfarið gera fyrirtækjum kleift að senda skilaboð til notenda sinna. WhatsApp var keypt af Facebook árið 2014, en þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið breytir notendaskilmálum sínum á þennan hátt. Þetta kemur fram í frétt BBC fyrr í dag. Er þetta liður í að auka tekjur WhatsApp, en forritið mun nú deila símanúmerum notenda sinna með samfélagsmiðlinum Facebook, sem munu svo vera notuð til að stinga upp á vinum og birta meira viðeigandi auglýsingar. Með því að nota þessi gögn gæti Facebook leitt saman fólk sem hefur skipst á símanúmerum en er ekki endilega vinir á Facebook.Jan Koum, framkvæmdastjóri WhatsApp.GettyÞetta er í fyrsta skipti sem WhatsApp innleiðir auglýsingar, en samkvæmt bloggfærslu á heimasíðu samskiptaforritsins, munu þær vera í formi skilaboða sem eru sérsniðin að hverjum og einum notanda. Sem dæmi um þess konar skilaboð mætti meðal annars nefna upplýsingar um flug, stöðu á bankareikningum, eða hvers konar tilboð sem gætu vakið áhuga notenda. Í bloggfærslu WhatsApp kemur fram að engum persónulegum skilaboðum verði deilt með þriðja aðila, þau séu og munu alltaf verða dulkóðuð. Þá verður einnig hægt að stilla hversu miklum upplýsingum notendur deila með Facebook, en leiðbeiningar þess efnis má finna á heimasíðu WhatsApp. Tækni Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Samskiptaforritið WhatsApp hefur tilkynnt að það muni byrja að deila meiri upplýsingum um notendur sína með Facebook og í kjölfarið gera fyrirtækjum kleift að senda skilaboð til notenda sinna. WhatsApp var keypt af Facebook árið 2014, en þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið breytir notendaskilmálum sínum á þennan hátt. Þetta kemur fram í frétt BBC fyrr í dag. Er þetta liður í að auka tekjur WhatsApp, en forritið mun nú deila símanúmerum notenda sinna með samfélagsmiðlinum Facebook, sem munu svo vera notuð til að stinga upp á vinum og birta meira viðeigandi auglýsingar. Með því að nota þessi gögn gæti Facebook leitt saman fólk sem hefur skipst á símanúmerum en er ekki endilega vinir á Facebook.Jan Koum, framkvæmdastjóri WhatsApp.GettyÞetta er í fyrsta skipti sem WhatsApp innleiðir auglýsingar, en samkvæmt bloggfærslu á heimasíðu samskiptaforritsins, munu þær vera í formi skilaboða sem eru sérsniðin að hverjum og einum notanda. Sem dæmi um þess konar skilaboð mætti meðal annars nefna upplýsingar um flug, stöðu á bankareikningum, eða hvers konar tilboð sem gætu vakið áhuga notenda. Í bloggfærslu WhatsApp kemur fram að engum persónulegum skilaboðum verði deilt með þriðja aðila, þau séu og munu alltaf verða dulkóðuð. Þá verður einnig hægt að stilla hversu miklum upplýsingum notendur deila með Facebook, en leiðbeiningar þess efnis má finna á heimasíðu WhatsApp.
Tækni Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira