Deloitte lögsótt vegna peningaþvættis Ingvar Haraldsson skrifar 24. ágúst 2016 10:30 Fjárfestingafélag í Dubai telur Deloitte ekki hafa staðið sig í stykkinu. Fjárfestingafélag í Dubai hyggst lögsækja Deloitte í Mið-Austurlöndum. Endurskoðunarfyrirtækið er sakað um að hafa ekki komið upp um peningaþvætti hjá gjaldþrota líbönskum banka að því er Business Insider greinir frá. Lebanese Canadian Bank (LCB) greiddi yfir 100 milljónir dollar, um 12 milljarða íslenskra króna árið 2011 eftir rannsókn bandarískra yfirvalda á peningaþvætti bankans tengdu fíkniefnaviðskiptum og fjármögnun Hezbollah og fleiri herskárra samtaka. Deloitte hefur verið aðalendurskoðandi bankans frá árinu 1995. LCB var lokað eftir rannsókn FBI og DEA, sem fer með rannsókn fíkniefnamála í Bandaríkjunum. Eftir það voru flestar eignir LCB seldar franska bankanum Société Générale. Haft er eftir forsvarsmönnum Deloitte á vef Business Insider að engin stefna hafi enn borist og fyrirtækið standi við það efni sem það hafi gefið út. Bandaríska fjármálaráðuneytið sagði í skýrslu árið 2011 að reikningar hjá LCB hefðu ítrekað verið notaðir af einstaklingum sem tengdust fíkniefnasmygli og peningaþvætti vegna vanrækslu stjórnenda bankans. Nærri 230 milljónir dollara, um 17 milljarðar íslenskra króna, af illa fengnu fé, hafi farið í gegnum LCB á meðan Deloitte hafi séð um endurskoðun bankans. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fjárfestingafélag í Dubai hyggst lögsækja Deloitte í Mið-Austurlöndum. Endurskoðunarfyrirtækið er sakað um að hafa ekki komið upp um peningaþvætti hjá gjaldþrota líbönskum banka að því er Business Insider greinir frá. Lebanese Canadian Bank (LCB) greiddi yfir 100 milljónir dollar, um 12 milljarða íslenskra króna árið 2011 eftir rannsókn bandarískra yfirvalda á peningaþvætti bankans tengdu fíkniefnaviðskiptum og fjármögnun Hezbollah og fleiri herskárra samtaka. Deloitte hefur verið aðalendurskoðandi bankans frá árinu 1995. LCB var lokað eftir rannsókn FBI og DEA, sem fer með rannsókn fíkniefnamála í Bandaríkjunum. Eftir það voru flestar eignir LCB seldar franska bankanum Société Générale. Haft er eftir forsvarsmönnum Deloitte á vef Business Insider að engin stefna hafi enn borist og fyrirtækið standi við það efni sem það hafi gefið út. Bandaríska fjármálaráðuneytið sagði í skýrslu árið 2011 að reikningar hjá LCB hefðu ítrekað verið notaðir af einstaklingum sem tengdust fíkniefnasmygli og peningaþvætti vegna vanrækslu stjórnenda bankans. Nærri 230 milljónir dollara, um 17 milljarðar íslenskra króna, af illa fengnu fé, hafi farið í gegnum LCB á meðan Deloitte hafi séð um endurskoðun bankans.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira