Blaðamenn Washington Post afhjúpa Donald Trump í nýrri bók Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 23:25 Fasteignamógúllinn Donald Trump flýgur yfir Manhattan-eyju á 9. áratugnum. vísir/getty Hvikul hollusta Donald Trump bæði í viðskiptum og pólitík er afhjúpuð í nýrri bók sem teymi blaðamanna Washington Post hafa skrifað en bókin kom út í dag. Talið er að hún dragi mjög úr trúverðugleika Trump sem er eins og kunnugt er forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara í nóvember. Alls komu um tuttugu blaðamenn að gerð bókarinnar á þriggja mánaða tímabili fyrr á árinu en þeir tóku fjölda viðtala við Trump sem spanna um tuttugu klukkutíma.Ítarlega er fjallað um bókina á vef Guardian en þar segir meðal annars að blaðamennirnir hafa spurt hann út í það hversu ört hann skipti um stjórnmálaflokk á árunum 1999 til 2012. Trump sagði að það að flakka á milli flokka hefði einfaldlega hentað honum vel. „Þetta var bara af praktískum ástæðum því ef þú ætlar að fara í framboð þá verðurðu að eignast vini.“ Þá neitaði hann að svara spurningunni um hvort hann hefði einhvern tímann kosið Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans nú, en hann hélt eitt sinn samkomu til að safna peningum í kosningasjóði Clinton auk þess sem hann studdi við fjárhagslega við kosningabaráttu hennar sex sinnum á tíu árum. Trump segir að hann hafi litið á það sem skyldu að láta sér líka við fólk, þar á meðal Clinton-hjónin. Blaðamennirnir fjalla einnig um hina ýmsu viðskiptagjörninga Trump og ræða meðal annars við fólk sem varð fyrir barðinu á honum í tengslum við byggingu fasteignar á Flórída þar sem Trump bar takmarkaða viðskiptalega ábyrgð og lánaði aðeins nafn sitt fyrir verkefnið. Í bókinni kemur hins vegar fram að einn aðalverktakinn í verkefninu hafi verið maður sem hafði gerst sekur um fjársvik í New York sem tengdust mafíunni. Aðspurður um tengsl sín við manninn kveðst Trump varla hafa þekkt hann. Sjá umfjöllun Guardian um bókina hér. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton með töluvert forskot á Trump Um 23 prósent kjósenda sögðust hvorki vilja kjósa Clinton né Trump. 19. ágúst 2016 19:48 Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17 Segir Trump vilja taka á málum ólöglegra innflytjenda á sanngjarnan og mannúðlegan hátt Orð hins nýja kosningastjóra Trump eru af mörgum talin marka stefnubreytingu í nálgun Trump í málaflokknum. 21. ágúst 2016 23:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira
Hvikul hollusta Donald Trump bæði í viðskiptum og pólitík er afhjúpuð í nýrri bók sem teymi blaðamanna Washington Post hafa skrifað en bókin kom út í dag. Talið er að hún dragi mjög úr trúverðugleika Trump sem er eins og kunnugt er forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara í nóvember. Alls komu um tuttugu blaðamenn að gerð bókarinnar á þriggja mánaða tímabili fyrr á árinu en þeir tóku fjölda viðtala við Trump sem spanna um tuttugu klukkutíma.Ítarlega er fjallað um bókina á vef Guardian en þar segir meðal annars að blaðamennirnir hafa spurt hann út í það hversu ört hann skipti um stjórnmálaflokk á árunum 1999 til 2012. Trump sagði að það að flakka á milli flokka hefði einfaldlega hentað honum vel. „Þetta var bara af praktískum ástæðum því ef þú ætlar að fara í framboð þá verðurðu að eignast vini.“ Þá neitaði hann að svara spurningunni um hvort hann hefði einhvern tímann kosið Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans nú, en hann hélt eitt sinn samkomu til að safna peningum í kosningasjóði Clinton auk þess sem hann studdi við fjárhagslega við kosningabaráttu hennar sex sinnum á tíu árum. Trump segir að hann hafi litið á það sem skyldu að láta sér líka við fólk, þar á meðal Clinton-hjónin. Blaðamennirnir fjalla einnig um hina ýmsu viðskiptagjörninga Trump og ræða meðal annars við fólk sem varð fyrir barðinu á honum í tengslum við byggingu fasteignar á Flórída þar sem Trump bar takmarkaða viðskiptalega ábyrgð og lánaði aðeins nafn sitt fyrir verkefnið. Í bókinni kemur hins vegar fram að einn aðalverktakinn í verkefninu hafi verið maður sem hafði gerst sekur um fjársvik í New York sem tengdust mafíunni. Aðspurður um tengsl sín við manninn kveðst Trump varla hafa þekkt hann. Sjá umfjöllun Guardian um bókina hér.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton með töluvert forskot á Trump Um 23 prósent kjósenda sögðust hvorki vilja kjósa Clinton né Trump. 19. ágúst 2016 19:48 Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17 Segir Trump vilja taka á málum ólöglegra innflytjenda á sanngjarnan og mannúðlegan hátt Orð hins nýja kosningastjóra Trump eru af mörgum talin marka stefnubreytingu í nálgun Trump í málaflokknum. 21. ágúst 2016 23:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira
Clinton með töluvert forskot á Trump Um 23 prósent kjósenda sögðust hvorki vilja kjósa Clinton né Trump. 19. ágúst 2016 19:48
Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17
Segir Trump vilja taka á málum ólöglegra innflytjenda á sanngjarnan og mannúðlegan hátt Orð hins nýja kosningastjóra Trump eru af mörgum talin marka stefnubreytingu í nálgun Trump í málaflokknum. 21. ágúst 2016 23:30