Ekkert óvænt kom fram á kynningu Apple Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2016 19:15 Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, á kynningunni. Vísir/AFP Tæknirisinn Apple kom fáum á óvart á kynningu sinni í San Francisco nú í kvöld. Fyrirtækið kynnti iPhone 7 og iPhone 7 Plus sem og nýtt Apple Watch snjallúr. Innstungan fyrir heyrnatól hefur verið fjarlægð og þess í stað verða þau tengd með Bluetooth eða svokölluðu Lightning tengi, sem fer þar sem hleðslusnúarn fer einnig. Með því að fjarlægja innstunguna segir Apple að símarnir hafi verið gerðir vatnsþolnir og að þeir þoli ryk betur. Myndavélar símanna hafa verið uppfærðar en myndavélin í 7 Plus símunum verður með tveimur linsum. Minni símanna hefur verið aukið og verða ódýrustu símarnir með 32 GB minni, en áður hefur það verið 16 GB.Sjá einnig: Hvað mun Apple kynna síðar í dag? Símarnir munu koma á markað þann 16. september. Hér að neðan má sjá þá liti sem verða í boði.#iPhone7 doubled capacity. Jet Black only in 128GB and 256GB. #iPhone Upgrade Program starting at $32/month. pic.twitter.com/pMnckdSwUH— AppleInsider (@appleinsider) September 7, 2016 Nýja snjallúrið sem heitir Apple Watch Series 2, verður gefið út seinna í mánuðinum. Samkvæmt kynningunni er það öflugara en fyrra úr Apple og með uppfærðri grafík og skjá. Úrið er vatnshelt og mikil áhersla hefur verið lögð á notkunargildi úrsins fyrir líkamsrækt. Útliti úrsins hefur ekki verið breytt en það verður í boði í þremur útgáfum. Einni úr áli, einni úr stáli og einni úr keramiki. Þar að auki verður sérstök Nike útgáfa í boði.#appleevent Tweets Tækni Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tæknirisinn Apple kom fáum á óvart á kynningu sinni í San Francisco nú í kvöld. Fyrirtækið kynnti iPhone 7 og iPhone 7 Plus sem og nýtt Apple Watch snjallúr. Innstungan fyrir heyrnatól hefur verið fjarlægð og þess í stað verða þau tengd með Bluetooth eða svokölluðu Lightning tengi, sem fer þar sem hleðslusnúarn fer einnig. Með því að fjarlægja innstunguna segir Apple að símarnir hafi verið gerðir vatnsþolnir og að þeir þoli ryk betur. Myndavélar símanna hafa verið uppfærðar en myndavélin í 7 Plus símunum verður með tveimur linsum. Minni símanna hefur verið aukið og verða ódýrustu símarnir með 32 GB minni, en áður hefur það verið 16 GB.Sjá einnig: Hvað mun Apple kynna síðar í dag? Símarnir munu koma á markað þann 16. september. Hér að neðan má sjá þá liti sem verða í boði.#iPhone7 doubled capacity. Jet Black only in 128GB and 256GB. #iPhone Upgrade Program starting at $32/month. pic.twitter.com/pMnckdSwUH— AppleInsider (@appleinsider) September 7, 2016 Nýja snjallúrið sem heitir Apple Watch Series 2, verður gefið út seinna í mánuðinum. Samkvæmt kynningunni er það öflugara en fyrra úr Apple og með uppfærðri grafík og skjá. Úrið er vatnshelt og mikil áhersla hefur verið lögð á notkunargildi úrsins fyrir líkamsrækt. Útliti úrsins hefur ekki verið breytt en það verður í boði í þremur útgáfum. Einni úr áli, einni úr stáli og einni úr keramiki. Þar að auki verður sérstök Nike útgáfa í boði.#appleevent Tweets
Tækni Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira