Umfjöllun: Belgía - Ísland 80-65 | Fyrsta tapið kom í Belgíu Anton Ingi Leifsson skrifar 7. september 2016 19:45 Martin Hermannsson. vísir/ernir Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í sínum riðli í undankeppni fyrir Evrópumótið í körfubolta sem fer fram næsta sumar um alla Evrópu. Ísland tapaði fyrir Belgíu, 80-65, en leikið var í Antwerpen i kvöld. Strákarnir okkar spiluðu vel í rúmlega tuttugu mínútur, en í fjórða leikhluta var þreytan farin að segja til sín og ljóst að söknuðurinn af Jóni Arnóri Stefánssyni, sem lék ekki vegna meiðsla, var mikill. Belgarnir byrjuðu betur og hreyfðu boltann rosaslega vel í sókninni gegn 3-2 vörn Íslendinga. Heimamenn röðuðu niður þristum og voru komnir níu stigum yfir þegar fyrsti leikhluti var rúmlega hálfnaður. Okkar strákar náðu aðeins að minnka muninn fyrir lok leikhlutans, en staðan var 20-14 eftir hann. Íslensku strákarnir byrjuðu annan leikhlutann vel; skoruðu fyrstu sex stigin og höfðu jafnað í 20-20 þegar annar leikhluti var nýhafinn. Liðin skiptust á að hafa forystuna í öðrum leikhluta áður en Belgarnir náðu sex stiga forskoti þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks. Okkar strákar voru ekki af baki dottnir og náðu að minnka muninn í eitt stig áður en flautan gall, 40-39, Belgum í vil í hálfleik. Belgarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og okkar menn voru byrjaðir að spila dálítið óskynsamlega, en Belgarnir komust þó aldrei langt undan. Barátta strákanna var til fyrirmyndar og trúin á verkefninu var mikil. Heimamenn áttu góðan kafla undir leikhlutans þegar þeir náðu skyndilega átta stiga forskoti og leiddu svo með ellefi stigum þegar þriðji leikhlutinn var allur, 64-53. Ljóst var að framundan væri erfiður fjórði leikhluti. Tapaðir boltar voru fjölmargir í fjórða leikhluta, en strákarnir töpuðu boltanum hvað eftir annað. Belgarnir juku bara við forskot sitt og þegar sex mínútur voru eftir af leiknum var munurinn 17 stig, 70-53. Róðurinn var afar þungur eftir það og strákarnir skoruðu ekki sín fyrstu stig í fjórða leikhluta fyrr tæpar sex mínútur voru búnar af leikhlutanum, en Hlynur minnkaði þá muninn í 73-55. Allur vindur virtist úr strákunum gegn belgíska liðinu sem er ógnasterkt og það sást að þeir söknuðu, eðlilega, Jóns Arnórs, enda einn besti leikmaður liðsins. Belgarnir unnu að lokum með fimmtán stigum, 80-65. Ísland lék fyrstu tvo leikhlutana frábærlega og framan af þriðja, en síðan fór að draga af leikmönnum og feyknasterkt lið Belga steig enn frekar á bensíngjöfina. Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik fyrir Íslands, en hann skoraði 21 stig og tók fj0ögur fráköst. Næstur kom Hlynur Bæringsson með tíu stig, en hann tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Okkar menn eru nú með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina í riðlinum, en þetta var fyrsta tapið þeirra í riðlinum. Ísland spilar gegn Sviss á laugardag, en lieikið er í Sviss.Tweets by @Visirkarfa1 EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í sínum riðli í undankeppni fyrir Evrópumótið í körfubolta sem fer fram næsta sumar um alla Evrópu. Ísland tapaði fyrir Belgíu, 80-65, en leikið var í Antwerpen i kvöld. Strákarnir okkar spiluðu vel í rúmlega tuttugu mínútur, en í fjórða leikhluta var þreytan farin að segja til sín og ljóst að söknuðurinn af Jóni Arnóri Stefánssyni, sem lék ekki vegna meiðsla, var mikill. Belgarnir byrjuðu betur og hreyfðu boltann rosaslega vel í sókninni gegn 3-2 vörn Íslendinga. Heimamenn röðuðu niður þristum og voru komnir níu stigum yfir þegar fyrsti leikhluti var rúmlega hálfnaður. Okkar strákar náðu aðeins að minnka muninn fyrir lok leikhlutans, en staðan var 20-14 eftir hann. Íslensku strákarnir byrjuðu annan leikhlutann vel; skoruðu fyrstu sex stigin og höfðu jafnað í 20-20 þegar annar leikhluti var nýhafinn. Liðin skiptust á að hafa forystuna í öðrum leikhluta áður en Belgarnir náðu sex stiga forskoti þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks. Okkar strákar voru ekki af baki dottnir og náðu að minnka muninn í eitt stig áður en flautan gall, 40-39, Belgum í vil í hálfleik. Belgarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og okkar menn voru byrjaðir að spila dálítið óskynsamlega, en Belgarnir komust þó aldrei langt undan. Barátta strákanna var til fyrirmyndar og trúin á verkefninu var mikil. Heimamenn áttu góðan kafla undir leikhlutans þegar þeir náðu skyndilega átta stiga forskoti og leiddu svo með ellefi stigum þegar þriðji leikhlutinn var allur, 64-53. Ljóst var að framundan væri erfiður fjórði leikhluti. Tapaðir boltar voru fjölmargir í fjórða leikhluta, en strákarnir töpuðu boltanum hvað eftir annað. Belgarnir juku bara við forskot sitt og þegar sex mínútur voru eftir af leiknum var munurinn 17 stig, 70-53. Róðurinn var afar þungur eftir það og strákarnir skoruðu ekki sín fyrstu stig í fjórða leikhluta fyrr tæpar sex mínútur voru búnar af leikhlutanum, en Hlynur minnkaði þá muninn í 73-55. Allur vindur virtist úr strákunum gegn belgíska liðinu sem er ógnasterkt og það sást að þeir söknuðu, eðlilega, Jóns Arnórs, enda einn besti leikmaður liðsins. Belgarnir unnu að lokum með fimmtán stigum, 80-65. Ísland lék fyrstu tvo leikhlutana frábærlega og framan af þriðja, en síðan fór að draga af leikmönnum og feyknasterkt lið Belga steig enn frekar á bensíngjöfina. Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik fyrir Íslands, en hann skoraði 21 stig og tók fj0ögur fráköst. Næstur kom Hlynur Bæringsson með tíu stig, en hann tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Okkar menn eru nú með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina í riðlinum, en þetta var fyrsta tapið þeirra í riðlinum. Ísland spilar gegn Sviss á laugardag, en lieikið er í Sviss.Tweets by @Visirkarfa1
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira