Bætt lýðheilsa – þjóðhagslega hagkvæmt Bryndís Haraldsdóttir skrifar 6. september 2016 07:00 Lýðheilsuaðgerðir miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður einstaklinga, og þjóðarinnar í heild með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Hið opinbera á að skapa fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Fáir deila um mikilvægi þess að íslenska ríkið greiði niður skuldir, það sparar vaxtagreiðslur til framtíðar. Svipað er hægt að segja um fjármuni sem varið er til aukinnar heilsueflingar til að bæta lýðheilsu. Slíkt sparar í útgjöldum til heilbrigðismála til lengri tíma. Það þarf að halda áfram á þeirri braut sem núverandi ríkisstjórn hefur markað með auknu framlagi til heilbrigðismála og lýðheilsu, en það þarf að gera enn betur. Á sama tíma þarf að auka skilvirkni í kerfinu og sjá til þess að hverri krónu sé varið með sem allra skynsamlegustum hætti. Horfa þarf á heildarmyndina og varast sparnaðar aðgerðir á einum stað sem auka kostnað annars staðar.Lífstílssjúkdómar ein af stærstu ógnum samtímans Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur að 2 milljónir manna látist á ári hverju vegna skorts á hreyfingu. Hreyfingarleysi er einn af aðal áhættuþáttum slæmrar heilsu. Skipulagsmál skipta miklu máli þegar kemur að lýðheilsu og hreyfingu. Gott aðgengi að grænum svæðum hvetur til útivistar og góðar og öruggar hjóla- og gönguleiðir hvetja til hreyfingar. Góðar almenningssamgöngur hvetja til notkunar þeirra og auka um leið hreyfingu. Hundaeign hvetur eigendur jafnframt til hreyfingar og útivistar og því ættu yfirvöld frekar að fagna slíku framtaki íbúa en að letja. Í löndum þar sem hærra hlutfall íbúa gengur, hjólar eða nýtir sér almenningssamgöngur er heilsufar almennt betra en í öðrum löndum, þar með talin lægri tíðni offitu.Heilsueflandi samfélög Ég er stoltur bæjarfulltrúi í heilsubænum Mosfellsbæ. Sveitarfélagið var það fyrsta til að ganga til samstarfs við Embætti landlæknis um að vera Heilsueflandi samfélag. Markmið þess er í stuttu máli að auðvelda fólki að taka heilsusamlegar ákvarðanir og lifa heilbrigðu lífi, þ.e. að gera holla valið auðvelt. Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólinn í bænum keppast við að vera heilsueflandi skólar með markvissri fræðslu til starfsfólks og nemanda og áherslu á heilsusamlegan mat, markvissa hreyfingu, geðrækt og vináttu. Góðir göngustígar, hjólreiðastígar og stikaðar gönguleiðir hvetja íbúa til að hreyfa sig. Almenn fræðsla og áhersla á heilbrigðan lífstíl, skiptir miklu máli. Allt þetta hefur áhrif. Þó hver og einn beri ábyrgð á sinni hegðun þá er það á ábyrgð hins opinbera að skapa umhverfi og aðstæður sem hvetja til jákvæðrar og heilsusamlegrar hegðunar. Það er einfaldlega þjóðhagslega hagkvæmt.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Lýðheilsuaðgerðir miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður einstaklinga, og þjóðarinnar í heild með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Hið opinbera á að skapa fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Fáir deila um mikilvægi þess að íslenska ríkið greiði niður skuldir, það sparar vaxtagreiðslur til framtíðar. Svipað er hægt að segja um fjármuni sem varið er til aukinnar heilsueflingar til að bæta lýðheilsu. Slíkt sparar í útgjöldum til heilbrigðismála til lengri tíma. Það þarf að halda áfram á þeirri braut sem núverandi ríkisstjórn hefur markað með auknu framlagi til heilbrigðismála og lýðheilsu, en það þarf að gera enn betur. Á sama tíma þarf að auka skilvirkni í kerfinu og sjá til þess að hverri krónu sé varið með sem allra skynsamlegustum hætti. Horfa þarf á heildarmyndina og varast sparnaðar aðgerðir á einum stað sem auka kostnað annars staðar.Lífstílssjúkdómar ein af stærstu ógnum samtímans Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur að 2 milljónir manna látist á ári hverju vegna skorts á hreyfingu. Hreyfingarleysi er einn af aðal áhættuþáttum slæmrar heilsu. Skipulagsmál skipta miklu máli þegar kemur að lýðheilsu og hreyfingu. Gott aðgengi að grænum svæðum hvetur til útivistar og góðar og öruggar hjóla- og gönguleiðir hvetja til hreyfingar. Góðar almenningssamgöngur hvetja til notkunar þeirra og auka um leið hreyfingu. Hundaeign hvetur eigendur jafnframt til hreyfingar og útivistar og því ættu yfirvöld frekar að fagna slíku framtaki íbúa en að letja. Í löndum þar sem hærra hlutfall íbúa gengur, hjólar eða nýtir sér almenningssamgöngur er heilsufar almennt betra en í öðrum löndum, þar með talin lægri tíðni offitu.Heilsueflandi samfélög Ég er stoltur bæjarfulltrúi í heilsubænum Mosfellsbæ. Sveitarfélagið var það fyrsta til að ganga til samstarfs við Embætti landlæknis um að vera Heilsueflandi samfélag. Markmið þess er í stuttu máli að auðvelda fólki að taka heilsusamlegar ákvarðanir og lifa heilbrigðu lífi, þ.e. að gera holla valið auðvelt. Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólinn í bænum keppast við að vera heilsueflandi skólar með markvissri fræðslu til starfsfólks og nemanda og áherslu á heilsusamlegan mat, markvissa hreyfingu, geðrækt og vináttu. Góðir göngustígar, hjólreiðastígar og stikaðar gönguleiðir hvetja íbúa til að hreyfa sig. Almenn fræðsla og áhersla á heilbrigðan lífstíl, skiptir miklu máli. Allt þetta hefur áhrif. Þó hver og einn beri ábyrgð á sinni hegðun þá er það á ábyrgð hins opinbera að skapa umhverfi og aðstæður sem hvetja til jákvæðrar og heilsusamlegrar hegðunar. Það er einfaldlega þjóðhagslega hagkvæmt.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun