Grunnskólakennarar felldu kjarasamning: „Staðan er orðin mjög þröng“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2016 16:09 Grunnskólakennarar hafa fellt nýgerðan kjarasamning. Vísir/Vilhekm Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara felldu nýjan kjarasamning við Samband íslenska sveitarfélaga í atkvæðagreiðslu sem stóð dagana 31. ágúst til 5. september. Formaður félagsins hefur áhyggjur af dræmri þáttöku í atkvæðagreiðslunni og segir ljóst að staðan í samningamálum sé orðin þung. Á kjörskrá voru 4.513 félagsmenn. 57,5 prósent félagsmanna sögðu nei, eða 1.740 félagsmenn. Já sögðu 39,7 prósent eða 1.201 félagsmaður. Auðir seðlar voru 87 en 3.028 greiddu atkvæði í kosningunni eða um 67 prósent félagsmanna í félaginu. Ólafur Loftsson, formaður félagsins, segir að búið sé að boða til fundar hjá samninganefnd á miðvikudaginn þar sem farið verði yfir stöðu mála. Ljóst sé þó að staðan sé orðin þung enda er þetta í annað sinn sem félagsmenn hafa hafnað samningum.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.Vísir/Vilhelm„Staðan er orðin mjög þröng. Það gefur auga leið að það er búið að ræða efnið mjög mikið og mjög lengi og taka tvær atrennur að því að ná þessu saman. Það verður mjög þungt að halda áfram en það er ekkert annað í boði,“ segir Ólafur í samtali við Vísi.Ekki í verkfall nema allt annað hafi verið reyntSkrifað var undir samningana sem hafnað var í dag í síðasta mánuði og í tilkynningu frá félaginu sagði að það væri mat samninganefndar að búið væri að sníða af helstu vankanta í fyrri samning sem hafnað var. Ólafur segir þó að ljóst sé nú að félagsmenn í félaginu séu ósammála því mati. „Það gefur auga leið að maður leggur ekki fram kjarasamning sem maður vill að verði felldur. Það er áhyggjuefni að það skuli vera svona langt bil á milli okkar og félagasmanna. Við höfum einnig áhyggjur af því að þáttakan sé bara 70 prósent. Það er áhyggjuefni.“ Aðspurður hvort að verkfall grunnskólakennara væri framundan segir Ólafur að ekki sé tímabært að ræða það en það sé þó félagsmanna að ákveða. „Þú ferð ekki í verkfall nema þú hafir reynt allt annað. Við erum ekki komin enn á þann stað. Það er þó ljóst að ef ekki nást samningar um það sem er ásættanlegt þá er næsta skref að fara að hugsa um verkfall. Það er félagsmanna að taka ákvörðun um það sé það vilji þeirra.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Grunnskólakennarar skrifa undir nýjan kjarasamning Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé mat samninganefndar og svæðaformanna að með hinum nýja kjarasamningi séu helstu vankantar fyrri samnings lagaðir. 24. ágúst 2016 08:01 Grunnskólakennarar felldu kjarasamning 72 prósent felldu samninginn. 9. júní 2016 17:56 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara felldu nýjan kjarasamning við Samband íslenska sveitarfélaga í atkvæðagreiðslu sem stóð dagana 31. ágúst til 5. september. Formaður félagsins hefur áhyggjur af dræmri þáttöku í atkvæðagreiðslunni og segir ljóst að staðan í samningamálum sé orðin þung. Á kjörskrá voru 4.513 félagsmenn. 57,5 prósent félagsmanna sögðu nei, eða 1.740 félagsmenn. Já sögðu 39,7 prósent eða 1.201 félagsmaður. Auðir seðlar voru 87 en 3.028 greiddu atkvæði í kosningunni eða um 67 prósent félagsmanna í félaginu. Ólafur Loftsson, formaður félagsins, segir að búið sé að boða til fundar hjá samninganefnd á miðvikudaginn þar sem farið verði yfir stöðu mála. Ljóst sé þó að staðan sé orðin þung enda er þetta í annað sinn sem félagsmenn hafa hafnað samningum.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.Vísir/Vilhelm„Staðan er orðin mjög þröng. Það gefur auga leið að það er búið að ræða efnið mjög mikið og mjög lengi og taka tvær atrennur að því að ná þessu saman. Það verður mjög þungt að halda áfram en það er ekkert annað í boði,“ segir Ólafur í samtali við Vísi.Ekki í verkfall nema allt annað hafi verið reyntSkrifað var undir samningana sem hafnað var í dag í síðasta mánuði og í tilkynningu frá félaginu sagði að það væri mat samninganefndar að búið væri að sníða af helstu vankanta í fyrri samning sem hafnað var. Ólafur segir þó að ljóst sé nú að félagsmenn í félaginu séu ósammála því mati. „Það gefur auga leið að maður leggur ekki fram kjarasamning sem maður vill að verði felldur. Það er áhyggjuefni að það skuli vera svona langt bil á milli okkar og félagasmanna. Við höfum einnig áhyggjur af því að þáttakan sé bara 70 prósent. Það er áhyggjuefni.“ Aðspurður hvort að verkfall grunnskólakennara væri framundan segir Ólafur að ekki sé tímabært að ræða það en það sé þó félagsmanna að ákveða. „Þú ferð ekki í verkfall nema þú hafir reynt allt annað. Við erum ekki komin enn á þann stað. Það er þó ljóst að ef ekki nást samningar um það sem er ásættanlegt þá er næsta skref að fara að hugsa um verkfall. Það er félagsmanna að taka ákvörðun um það sé það vilji þeirra.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Grunnskólakennarar skrifa undir nýjan kjarasamning Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé mat samninganefndar og svæðaformanna að með hinum nýja kjarasamningi séu helstu vankantar fyrri samnings lagaðir. 24. ágúst 2016 08:01 Grunnskólakennarar felldu kjarasamning 72 prósent felldu samninginn. 9. júní 2016 17:56 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Grunnskólakennarar skrifa undir nýjan kjarasamning Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé mat samninganefndar og svæðaformanna að með hinum nýja kjarasamningi séu helstu vankantar fyrri samnings lagaðir. 24. ágúst 2016 08:01