Mótmæli gegn nautaati á Spáni Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 5. september 2016 13:04 Á Spáni er hefð viðhaldið sem kallast nautaat. Um er að ræða alvarlegt dýraníð þar sem naut og kálfar eru pyntuð og stungin til bana fyrir framan áhorfendur. Hestar sem notaðir eru af aðstoðarmönnum hins svokallaða nautabana sem veitir nautinu banastunguna eru einnig lagðir í hættu, en nautin gætu rekið þá í gegn. Spánn er hluti af Evrópusambandinu og er nautaat leyft með lagasetningu vegna þjóðarhefðar, þrátt fyrir að sambandið leggi mikla áherslu á dýravelferð. Nautaat er einnig stundað í Portúgal, Suður-Frakklandi, Mexíkó, Ekvadór, Kólumbíu og Perú. Á Spáni er nautaat er haldið í tengslum við hátíðarhöld sem haldin eru árlega á tímabilinu mars til október. Það eru einnig athafnir í tengslum við nautatið eins og svokallað nautahlaup þar sem naut eru látin hlaupa eftir afmörkuðum leiðum á eftir fólki sem tekur þátt í hlaupinu. Það kemur oft fyrir að nautum sé misþyrmt í þessum hlaupum og einnig að þau örmagnist og deyi. Einnig eru til sambærileg hlaup fyrir börn en þá eru notaðir kálfar. Naut sem sett er í nautaat er bundið á ákveðinn bás í nokkra daga þar sem bundið fyrir augu þess til að það verði ringlað þegar að bardaganum kemur. Pappír er troðið í eyru nautsins og bómull troðið upp í nasirnar til að erfiða öndun, vasilíni smurt í augu þess til að bjaga sjón, nál stungið í kynfæri þess og ertandi efni borið á fæturna til að koma í veg fyrir að nautið muni leggjast niður í hringnum. Nautið er síðan látið hlaupa úr þessum bás út á hringvöllinn þar sem nautabaninn og æstir áhorfendur bíða. Þar er dýrið stungið með nokkrum misstórum spjótum í bakið af aðstoðarmönnum nautabanans til að veikja það og í lokin er það stungið með sverði milli herðablaðanna sem er banastunga. Nautið deyr oft ekki samstundis, þessi dýr hljóta hægan og kvalafullan dauðdaga. Naut eru litblind og ástæða þess að nautaveifan sem nautabaninn heldur á er rauð er til þess að blóðblettirnir sjáist ekki á henni. Andstaða spænsku þjóðarinnar gegn nautaati hefur aukist undanfarin ár, en þrátt fyrir það halda stjórnmálamenn í landinu áfram að styðja þessa grimmu meðferð á dýrum. PACMA, sem eru stjórnmálasamtök á Spáni, hafa lengi barist gegn nautaati og tengdum athöfnum. Þau hafa þegar unnið gott starf í þágu þessara dýra. Þann 10. september mun PACMA halda stærstu mótmæli gegn nautaati sem haldin hafa verið á Spáni og er markmið þeirra að nautaat verði aflagt. Íslendingar ættu ekki að láta sitt eftir liggja og styðja þennan málstað og því er boðað til friðsamlegra mótmæla fyrir framan ræðisskrifstofu Spánar á Suðurgötu 22, 101 Reykjavík þann 10. september klukkan 14:00. Vil hvetja sem flesta til að mæta og taka þátt í að enda þessa grimmu meðferð á dýrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Sjá meira
Á Spáni er hefð viðhaldið sem kallast nautaat. Um er að ræða alvarlegt dýraníð þar sem naut og kálfar eru pyntuð og stungin til bana fyrir framan áhorfendur. Hestar sem notaðir eru af aðstoðarmönnum hins svokallaða nautabana sem veitir nautinu banastunguna eru einnig lagðir í hættu, en nautin gætu rekið þá í gegn. Spánn er hluti af Evrópusambandinu og er nautaat leyft með lagasetningu vegna þjóðarhefðar, þrátt fyrir að sambandið leggi mikla áherslu á dýravelferð. Nautaat er einnig stundað í Portúgal, Suður-Frakklandi, Mexíkó, Ekvadór, Kólumbíu og Perú. Á Spáni er nautaat er haldið í tengslum við hátíðarhöld sem haldin eru árlega á tímabilinu mars til október. Það eru einnig athafnir í tengslum við nautatið eins og svokallað nautahlaup þar sem naut eru látin hlaupa eftir afmörkuðum leiðum á eftir fólki sem tekur þátt í hlaupinu. Það kemur oft fyrir að nautum sé misþyrmt í þessum hlaupum og einnig að þau örmagnist og deyi. Einnig eru til sambærileg hlaup fyrir börn en þá eru notaðir kálfar. Naut sem sett er í nautaat er bundið á ákveðinn bás í nokkra daga þar sem bundið fyrir augu þess til að það verði ringlað þegar að bardaganum kemur. Pappír er troðið í eyru nautsins og bómull troðið upp í nasirnar til að erfiða öndun, vasilíni smurt í augu þess til að bjaga sjón, nál stungið í kynfæri þess og ertandi efni borið á fæturna til að koma í veg fyrir að nautið muni leggjast niður í hringnum. Nautið er síðan látið hlaupa úr þessum bás út á hringvöllinn þar sem nautabaninn og æstir áhorfendur bíða. Þar er dýrið stungið með nokkrum misstórum spjótum í bakið af aðstoðarmönnum nautabanans til að veikja það og í lokin er það stungið með sverði milli herðablaðanna sem er banastunga. Nautið deyr oft ekki samstundis, þessi dýr hljóta hægan og kvalafullan dauðdaga. Naut eru litblind og ástæða þess að nautaveifan sem nautabaninn heldur á er rauð er til þess að blóðblettirnir sjáist ekki á henni. Andstaða spænsku þjóðarinnar gegn nautaati hefur aukist undanfarin ár, en þrátt fyrir það halda stjórnmálamenn í landinu áfram að styðja þessa grimmu meðferð á dýrum. PACMA, sem eru stjórnmálasamtök á Spáni, hafa lengi barist gegn nautaati og tengdum athöfnum. Þau hafa þegar unnið gott starf í þágu þessara dýra. Þann 10. september mun PACMA halda stærstu mótmæli gegn nautaati sem haldin hafa verið á Spáni og er markmið þeirra að nautaat verði aflagt. Íslendingar ættu ekki að láta sitt eftir liggja og styðja þennan málstað og því er boðað til friðsamlegra mótmæla fyrir framan ræðisskrifstofu Spánar á Suðurgötu 22, 101 Reykjavík þann 10. september klukkan 14:00. Vil hvetja sem flesta til að mæta og taka þátt í að enda þessa grimmu meðferð á dýrum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar