Sigmundur Davíð: Salan í Skerjafirði stenst hvorki lagalegar né fjárhagslegar forsendur sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. september 2016 10:56 Sigmundur segir að erfitt sé að réttlæta sölu á landi í Skerjafirði. vísir/ernir „Ljóst má vera að sala á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði stenst hvorki lagalegar forsendur né fjárhagslegar forsendur og hún vinnur gegn því markmiði að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll og öruggar samgöngur milli höfuðborgarinnar og landsins alls.“ Þetta skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks og fyrrverandi forsætisráðherra, á heimasíðu sína í dag. Hann segir að annað geti vart talist forsvaranlegt en að rifta hinum ólögmæta samningi, líkt og hann orðar það. Sú riftun myndi vonandi marka viðsnúning í baráttunni um Reykjavíkurflugvöll og sýna að ríkisvaldið sé reiðubúið að gera það sem þurfi til að stöðva tilraunir borgaryfirvalda tila ð fjarlægja flugvöllinn „sneið fyrir sneið“. Sigmundur Davíð er á meðal tuttugu og fimm þingmanna sem lagt hafa fram þingsályktunartillögu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að mat þingmannanna sé að það sé ekki of seint fyrir borgaryfirvöld að skipta um skoðun í málefnum flugvallarins. Sigmundur segir í pistli sínum, sem einnig birtist í Morgunblaðinu, að salan á landinu í Skerjafirði sé sérkennileg. Hún muni að óbreyttu kosta ríkið veikari stöðu í baráttunni um Reykjavíkurflugvöll og milljarða króna. Þá furðar hann sig á því hversu lágt verð hafi fengist fyrir lóðina. „[..] Berast þær óvæntu og óskemmtilegu fréttir að ríkið hafi selt Reykjavíkurborg rúmlega 110.000 fermetra land sem nú er undir suðurenda umræddrar neyðarbrautar fyrir 440 miljónir króna. Þetta er algjörlega óskiljanleg ráðstöfun eftir það sem á undan er gengið í átökum ríkisvaldsins við núverandi borgaryfirvöld um Reykjavíkurflugvöll og með hliðsjón af stöðunni sem uppi er í þeirri deilu,“ segir Sigmundur. „Þar fyrir utan er verðið fáránlega lágt fyrir svo stórt og verðmætt land. Vandfundnar eru verðmætari lóðir í Reykjavík og ekki óvarlegt að ætla að verðmæti þessarar rikiseignar nemi 8 til 10 milljörðum króna sé litið til söluverðs byggingarréttar annars staðar í borginni,“ bætir hann við. Þá muni ríkið fá að eiga einhvern hlut í þeim tekjum sem fáist af sölu byggingarréttar, en að ekki hafi komið fram hversu mikill sá hlutur verði. Sigmundur segir ekki hægt að réttlæta söluna og vísar meðal annars í orð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrum Hæstaréttardómara, sem sagði söluna ekki standast lög. Jafnvel þó fjallað hefði verið um málið í fjárlögum þessa árs, sem ekki hafi verið gert, dygði það ekki til. Samþykkja þyrfti sérstök lög um söluna.Pistil Sigmundar má lesa í heild hér. Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Vill eignarnám og skoða lengingu út í Skerjafjörð Formaður fjárlaganefndar vill að flugvallarland í Skerjafirði, sem ríkið seldi borginni, verði tekið til baka með eignarnámi. 31. ágúst 2016 19:30 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
„Ljóst má vera að sala á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði stenst hvorki lagalegar forsendur né fjárhagslegar forsendur og hún vinnur gegn því markmiði að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll og öruggar samgöngur milli höfuðborgarinnar og landsins alls.“ Þetta skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks og fyrrverandi forsætisráðherra, á heimasíðu sína í dag. Hann segir að annað geti vart talist forsvaranlegt en að rifta hinum ólögmæta samningi, líkt og hann orðar það. Sú riftun myndi vonandi marka viðsnúning í baráttunni um Reykjavíkurflugvöll og sýna að ríkisvaldið sé reiðubúið að gera það sem þurfi til að stöðva tilraunir borgaryfirvalda tila ð fjarlægja flugvöllinn „sneið fyrir sneið“. Sigmundur Davíð er á meðal tuttugu og fimm þingmanna sem lagt hafa fram þingsályktunartillögu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að mat þingmannanna sé að það sé ekki of seint fyrir borgaryfirvöld að skipta um skoðun í málefnum flugvallarins. Sigmundur segir í pistli sínum, sem einnig birtist í Morgunblaðinu, að salan á landinu í Skerjafirði sé sérkennileg. Hún muni að óbreyttu kosta ríkið veikari stöðu í baráttunni um Reykjavíkurflugvöll og milljarða króna. Þá furðar hann sig á því hversu lágt verð hafi fengist fyrir lóðina. „[..] Berast þær óvæntu og óskemmtilegu fréttir að ríkið hafi selt Reykjavíkurborg rúmlega 110.000 fermetra land sem nú er undir suðurenda umræddrar neyðarbrautar fyrir 440 miljónir króna. Þetta er algjörlega óskiljanleg ráðstöfun eftir það sem á undan er gengið í átökum ríkisvaldsins við núverandi borgaryfirvöld um Reykjavíkurflugvöll og með hliðsjón af stöðunni sem uppi er í þeirri deilu,“ segir Sigmundur. „Þar fyrir utan er verðið fáránlega lágt fyrir svo stórt og verðmætt land. Vandfundnar eru verðmætari lóðir í Reykjavík og ekki óvarlegt að ætla að verðmæti þessarar rikiseignar nemi 8 til 10 milljörðum króna sé litið til söluverðs byggingarréttar annars staðar í borginni,“ bætir hann við. Þá muni ríkið fá að eiga einhvern hlut í þeim tekjum sem fáist af sölu byggingarréttar, en að ekki hafi komið fram hversu mikill sá hlutur verði. Sigmundur segir ekki hægt að réttlæta söluna og vísar meðal annars í orð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrum Hæstaréttardómara, sem sagði söluna ekki standast lög. Jafnvel þó fjallað hefði verið um málið í fjárlögum þessa árs, sem ekki hafi verið gert, dygði það ekki til. Samþykkja þyrfti sérstök lög um söluna.Pistil Sigmundar má lesa í heild hér.
Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Vill eignarnám og skoða lengingu út í Skerjafjörð Formaður fjárlaganefndar vill að flugvallarland í Skerjafirði, sem ríkið seldi borginni, verði tekið til baka með eignarnámi. 31. ágúst 2016 19:30 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15
Vill eignarnám og skoða lengingu út í Skerjafjörð Formaður fjárlaganefndar vill að flugvallarland í Skerjafirði, sem ríkið seldi borginni, verði tekið til baka með eignarnámi. 31. ágúst 2016 19:30